Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Falleg lífstíls- og heimilisvöruverslun í Kringlunni með virkilega flottar
vörur. Verslunin er ung að árum og þannig gefst tækifæri fyrir nýjan
eiganda að móta hana eftir sínum hugmyndum. Hagstæður
leigusamningur í boði.
• Framleiðslufyrirtæki á matvælasviði. Fyrirtækið fullvinnur ákveðnar
fiskafurðir og selur innanlands sem og erlendis. Það er í
leiguhúsnæði og býr við góðan tækjakost. Velta 200-300 kr. og
afkoma með ágætum.
• Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og
loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma.
• Bílaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sér um minni háttar
viðgerðir og viðhald. Velta 90 mkr. Góður hagnaður.
• Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta
100mkr. Góður hagnaður.
• Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í
innréttingasmíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel
tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr.
• Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir
aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er
mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð.
• Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á
Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður vöxtur.
• Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit mað hreinlæti á
vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Velta 100 mkr. og
góð afkoma.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
AF BÓKMENNTUM
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Þrettán bækur eru tilnefndar til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
2019, skáldsögur, smásagnasöfn og
ljóðabækur. Síðastliðinn fimmtudag
var fjallað um tilnefndar skáldsögur.
Nú er sjónum beint að smásagna- og
ljóðasöfnum og sjálfsævisögunni.
Danir tilnefna smásagnasafnið
Efter solen eftir Jonas Eika, Græn-
lendingar smásagna- og ljóðasafnið
Arpaatit qaqortut eftir Pivinnguaq
Mørch, Íslendingar ljóðabókina
Kóngulær í sýningargluggum eftir
Kristínu Ómarsdóttur, Norðmenn
ljóðabókina Det er berre eit spørs-
mål om tid eftir Eldrid Lunden og
sjálfsævisöguna Jeg lever et liv som
ligner deres eftir Jan Grue, Svíar
ljóðabókina Nonsensprinsessans
dagbok eftir Isabella Nilsson og frá
samísku tungumálasvæði er ljóða-
bókin Ii dát leat dat eana eftir Inga
Ravna Eira.
Ekki verður fjallað hér um Kóngu-
lær Kristínar, enda var hún gagn-
rýnd í blaðinu á síðasta ári.
Jonas Eika – Efter solen
Smásögur danska rithöfundarins
Jonas Eika eru fjölbreyttar að formi
og inntaki, draum- og farsakenndar
og stundum svo framandlegar að
réttar er að nefna þær vísindaskáld-
sögur. Sögumenn
lifa gjarna á jaðri
samfélagsins: Í
sögunni Mig,
Rory og Aurora
býr sögumaður á
götunni í London,
en finnur tíma-
bundið skjól hjá
tveimur fíklum,
Rory og Aurora
en í Alvin snýr hann aftur til Kaup-
mannahafnar eftir langt ferðalag,
fær skjól hjá Alvin í kytru uppi á
hanabjálka og kemst svo að því að
Alvin er með tímavél.
Eins og ég nefndi þá er stíllinn á
sögunum fjölbreytilegur og málfarið
ekki síður, óvenjulegar lýsingar og
óvenjuleg orð, stundum götumál og
sum orðin heimagerð. Bókin er
margverðlaunuð og kemur ekki á
óvart.
Pivinnguaq Mørch
– Arpaatit qaqortut
Grænlenski höfundurinn Pivinn-
guaq Mørch er tilnefndur fyrir bók
sem heitir Hvítir hlaupaskór á ís-
lensku. Í bókinni fléttar hann saman
smásögum og ljóðum sem kallast
sum á við sögurnar. Viðfangsefnið er
hversdagsleikinn
og daglegar
uppákomur í líf-
inu.
Mørch skrifar
sem asmaveikur
hlaupari, bregður
sér í hlutverk
flugu sem kemst
inn í hús, dregur
upp mynd af lífi
konu sem leitar að hamingjunni í
vonlausum aðstæðum, ungmenni
sem sitja föst á Facebook og svo má
telja. „Ég veit ekki hvernig bókin
mun enda / og veit ekki hvaða not
eru af henni / en það er persónuleg
hreinsun / þegar ég set mig inn í það
sem ég skrifa.“
Inga Ravna Eira
– Ii dát leat dat eana
Ii dát leat dat eana eftir norður-
samíska rithöfundinn Inga Ravna
Eira, Þetta er ekki jörðin, er tileink-
uð börnum jarðarinnar og börnum
sólarinnar. Bókin er eintal móður- og
fæðingargyðjunnar Uksáhkká sem
spyr jarðar- og sólarbörn um það
hvernig þau hafi farið með sem guð-
irnir og andarnir gáfu þeim:
„… hlýðið á mig Uksáhkká / ég er
sendiboði guð-
anna / þetta er
ekki jörðin / sem
fjölskyldan ráð-
andi / guðirnir og
ég / létum ykkur
eftir.“
Afbragðs
myndir samíska listamannsins Mat-
his Nango af ís og hjarnbreiðum
kallast á við ljóðin.
Eldrid Lunden – Det er
berre eit spørsmål om tid
Norska skáldkonan Eldrid Lund-
en er eitt þekktasta ljóðskáld Nor-
egs, en fyrsta bók hennar kom út
fyrir fimmtíu árum. Ljóðabók henn-
ar heitir Þetta er
bara spurning um
tíma og undirtit-
illinn er daga-
talsljóð 2014-
2018. Bókin hefst
á dauðanum:
„Dauðinn er fölt
andlit / Dauðinn
er fallegt andlit
sem fjarlægist“
og henni lýkur með kveðju til hins
látna frá þeirri sem eftir situr.
Ártalið 2014 vísar til þess að það
ár lést lífsförunautur Lunden,
sænski rithöfundurinn Reidar Ek-
ner, og mörg ljóðanna eru eins og
brot úr samtali við hann þar sem hún
vitnar í fjölda ljóða og texta, allt frá
nýsteinöld fram á okkar daga. Oft
kemur Seneca yngri við sögu, en líka
Marguerite Duras, Thoreau, Karen
Blixen, Arthur Rimbaud og Martin
Andersen Nexø: „Sértu í leit að kær-
leika verður þú að snúa þér til hinna
fátæku / kærleikur er það eina sem
þau eiga / sagði Martin Andersen
Nexøt.“
Jan Grue – Jeg lever
et liv som ligner deres
Jan Grue er með vöðvarýrnunar-
sjúkdóm, notar hjólastól, hámennt-
aður, prófessor í eigindlegum rann-
sóknaraðferðum, norskur fjölskyldu-
faðir í fullri vinnu. Í upphafi Jeg
lever et liv som ligner deres, Líf mitt
er eins og þitt, sem er sjálfsævisögu-
leg, lýsir hann því hve fólki sem
þekkti hann sem
barn hnykkir við
að hitta hann full-
orðinn og greinir
hjá því spurningu
sem það langar að
spyrja en þorir
ekki: Ertu lif-
andi?
Í bókinni rekur
Grue líf sitt frá æsku og fram til
dagsins í dag, hvernig hann hafi ver-
ið jaðarsettur vegna veikinda sinna,
verið til en iðulega samt eins og hann
væri ekki fyllilega til. Undir lokin
segir hann: „Ég vildi gjarnan hætta
að hugsa um líkama minn … en það
er enginn ég utan við þennan líkama,
enginn ég sem hefur óskaðaðan lík-
ama, það væri líkami sem hefði lifað
öðru lífi.“ Afbragðs bók.
Isabella Nilsson,
Nonsensprinsessans dagbok
„Ég á svo lítið sameiginlegt með
sjálfri mér. Ég deili ekki helstu
áhugamálum mínum.“
Svo hefst dagbók Isabella Nilsson,
dagbók „ruglprinsessunnar“. Eins
og nafnið ber með
sér skrifar Isa-
bella Nilsson um
sjúkdóm, en hún
var þungt haldin
af lystarstoli og
þráhyggjuhugs-
unum. Sjúkdóm-
urinn lagist svo
þungt á hana og
hún ákvað að
deyja, enda sýndist henni dauðinn
vera einfaldari en lífið.
Áður en hún svelti sig til bana,
samdi hún við móður sína um að lifa
eitt ár til viðbótar og rekur hugsanir
sína og það ár í dagbókinni, en árinu
lyktaði svo að hún náði tökum á sjúk-
dómnum.
Textarnir 365 í dagbókinni eru
sumir rímuð ljóð, stundum órímuð,
jafnvel stakar líkur eða setningar, og
stundum prósaljóð. Inn á milli eru
líka frásagnir um það sem ber á daga
hennar, heimsóknir á sjúkrahús og
nauðungarvistun. Textinn er oft
draumkenndur, martraðarkenndur,
en undir liggur von.
Um erfiðleika og dauða
Tilnefnd smásagna- og ljóðasöfn og ein sjálfsævisaga
Jonas Eika Pivinnguaq Mørch
Inga Ravna Eira Eldrid Lunden
Jan Grue Isabella Nilsson
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hef-
ur ákveðið að gera samstarfssamninga við sex borgarhá-
tíðir og styrkja þær næstu þrjú árin. Hátíðirnar eru Hin-
segin dagar – Reykjavík Pride, Hönnunarmars, Iceland
Airwaves, RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja-
vík, Myrkir músíkdagar og Reykjavík Dance Festival.
Hinsegin dagar, Hönnunarmars, Iceland Airwaves og
RIFF hljóta 10 milljónir króna hver á ári og Myrkir mús-
íkdagar og Reykjavík Dance Festival fimm milljónir
króna hvor.
Hjálmar Sveinsson er formaður menningar-, íþrótta-
og tómstundaráðs.
Sex borgarhátíðir hljóta styrki
Hjálmar
Sveinsson
Pétur Magnússon opnar sýninguna
Sögur úr sveitinni í dag kl. 16 í
Listasal Mosfellsbæjar. Pétur
lærði myndlist við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og við há-
skóla á Ítalíu og í Hollandi þar
sem hann bjó til margra ára. Hann
hefur haldið fjölda einkasýninga
og tekið þátt í samsýningum bæði
hér á landi og erlendis.
„Undanfarin ár hafa verk hans
verið óhlutbundnar og optískar til-
raunir, þar sem skynjun rýmisins
er ögrað með samsetningum af
ljósmyndum og málmsmíði. Á sýn-
ingunni í Listasal Mosfellsbæjar er
hins vegar seilst aftur í tímann og
tekinn upp þráður þar sem bæði
manneskjur og
dýr koma við
sögu,“ segir í til-
kynningu.
Sýningin sam-
anstendur af
tveimur stórum
verkum þar sem
Pétur sýnir á
sér nýja hlið og
er annað verkið
vefnaður unninn
út frá gátu sem móðir listamanns-
ins kenndi honum í æsku en hitt
samþætt ljósmyndaverk, skrásetn-
ing á myndlistarsýningu sem Pét-
ur hélt í fjárhúsi fyrir kindurnar
þar.
Sögur úr sveitinni í Mosfellsbæ
Pétur
Magnússon