Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 SALURINN Hamraborg 6 200 Kópavogi 44 17 500 salurinn.is Jólatónleikar 8. og 9.12. kl.20.00 Miðasala Salurinn.is SÆTABRAUÐS DRENGIRNIR Bergþór, Gissur Páll, Hlöðver og Viðar ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Guðni Ágústsson, fyrrverandi land- búnaðarráðherra, vill að Ólafur Ragn- ar Grímsson, fv. forseti Íslands, verði tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrir framlag sitt til umhverfismála. Guðni kom inn á þetta í prédikun sinni í Bessastaða- kirkju sl. sunnu- dag en vakin var athygli á þessu í Bændablaðinu sl. fimmtudag. Þegar Ólafur Ragnar var forseti kom hann, ásamt fleirum, á fót sam- tökunum Arctic Circle með það að markmiði að koma á samtali og samvinnu um norður- slóðir og framtíð þeirra. Ólafur hélt svo áfram að vinna með samtökunum og er stjórnarformaður þeirra í dag. „Hingað koma í Hörpu yfir 2.000 manns á ári hverju á eina stórbrotn- ustu ráðstefnu sem haldin er í heim- inum um norðurslóðir,“ segir Guðni við Morgunblaðið. „Ólafur fær þarna forna fjendur; Kínverja, Rússa, Bandaríkjamenn, Þjóðverja, Frakka, Breta og um 50 ríki, stór og smá, til að sitja ráðstefnu í nokkra daga. Hún gengur snurðulaust og friðsamlega fyrir sig, það er mikill áhugi fyrir henni og hún er að breiða út vængi sína í þessari umræðu,“ segir Guðni og þykir mikið til þessara samtaka koma. Skilað miklum árangri „Ég taldi það mjög líklegt að Ólaf- ur, eða þessi samtök, yrðu fyrir starf sitt tilnefnd til friðarverðlauna Nób- els,“ segir Guðni. Spurður hvort samtökin hafi haft mikil áhrif segir hann: „Það er engin spurning að þetta skilar miklum árangri og magnaðri fræðilegri umræðu, bæði meðal vís- indamanna og ekki síður að stjórn- málamenn komi hingað með opinn hug.“ Þá telur Guðni okkur Íslendinga hafa upp á margt að bjóða með okkar hreina loftslag og vatn, endurnýjan- lega orkugjafa og ekki síst þekkingu sem hægt sé að miðla til annarra landa. Spurður hvort hann hafi ekki hugs- að sér að tilnefna Ólaf sjálfur til verð- launanna segist Guðni ekki hafa hugsað svo langt. „Ég veit bara ekki alveg hvernig það er gert en það get- ur verið. Þetta var bara hugdetta sem margir hafa þó nefnt við mig.“ Ólafur verði tilnefndur til nóbelsverðlauna  Guðni Ágústsson vill tilnefningu vegna Arctic Circle Predikun Guðni Ágústsson í prédikunarstól Bessastaðakirkju. Ólafur Ragnar Grímsson Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Formaður Hollvinasamtaka Heil- brigðisstofnunar Vesturlands, Stein- unn Sigurðardóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri, færði Heilbrigð- isstofnun Vesturlands, HVE, 12 sjúkrarúm að gjöf í vikunni. Í maí síð- astliðnum fékk HVE fimm rúm frá samtökunum og þau ráðgera að bæta enn um betur í tengslum við aðalfund Hollvinasamtakanna í apríl á næsta ári. Steinunn stóð fyrir því að Hollvina- samtökin voru stofnuð í janúar 2014. „Við þurfum að standa vörð um heil- brigðisþjónustu á Vesturlandi,“ segir hún, en samtökin hafa afhent HVE tæki að gjöf fyrir um 74,4 milljónir króna frá 2015. Framkvæmdastjórn HVE lætur samtökin fá lista á hverju ári yfir þau tæki sem brýnast er að kaupa hverju sinni. Stjórn samtakanna hefur fengið stuðning frá einstaklingum, fyr- irtækjum og stofnunum og fært HVE gjöf á hverju ári. Sneiðmyndatæki fyr- ir ríflega 49 milljónir króna var gefið 2015, gæslutæki og blöðruómskoð- unartæki 2016, skurðstofustæða og skuggaefnisdæla fyrir sneiðmynda- tökur að verðmæti samtals um 12 milljónir kr. 2017 og öndunaraðstoð- arvél í fyrra. Sjúkrarúmin, sem Holl- vinasamtökin hafa gefið, eru merkt með nafni félagsins og gefanda. Steinunn segir að stofnunin hafi nú talið brýnast að endurnýja rúmin. Oddfellowstúkurnar á Akranesi hafi gefið fjögur sjúkrarúm í ár í tilefni 200 ára afmælis Oddfellowreglunnar, sem íslenska Reglan tilheyrir, og því sé endurnýjunin langt komin. Ljósmynd/Skagafréttir Gjöf Gestir skoða sjúkrarúmin. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, til hægri, býr sig undir að prófa að liggja í einu þeirra. Hafa gefið 17 sjúkrarúm í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.