Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Ríkissaksóknari felldi ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir lögreglustjóra að taka málið til rannsóknar. „Fólk móðgast, hneykslast, eða reiðist, telur á sig hallað, telur á sér brotið og svo framvegis. Þetta er óhjákvæmilegur fylgisfiskur opin- berrar umræðu í lýðræðisþjóð- félagi,“ sagði m.a. í sýknudómi. Eyrún sagði sig síðar úr VG til að mótmæla frumvarpi til breytinga á lögum m.t.t. tjáningarfrelsis. Hún hætti í lögreglunni árið 2018 og starfar nú sem lektor við Háskól- ann á Akureyri. Hatursglæpir heyra nú undir alvarlega ofbeldisglæpi, þar sem eru m.a. tekin fyrir morð, en þeir eru undirdeild hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Ábendingar um vanda Nokkrum vikum eftir að Sigríður Björk kvaðst lesa um samskipta- vanda í fjölmiðlum svaraði Ólöf Nor- dal, þá innanríkisráðherra, fyrir- spurn í febrúar 2016 um meintan samskiptavanda innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Síðastliðið ár bárust ráðuneytinu ábendingar um að það væri sam- skiptavandi innan embættis lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu. Ráðuneytið fundaði með lögreglustjóranum vegna þessa og var ákveðið sl. vor, í samráði við lög- reglustjórann, að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að greina hvort slíkur vandi væri fyrir hendi og þá hver rót hans væri og hvernig ráða mætti bót á honum. Ráðgjafinn skilaði skýrslu til ráðuneytisins í lok síðasta árs. Niðurstöður hans voru að eftir viðtöl við stjórnendur við embætti lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu hefðu komið fram skýrar vísbendingar um vanda sem snerti samskipti og samstarf. Væri hann þess eðlis að hann yrði ekki leystur án utanaðkomandi aðstoðar … Ósk- aði ráðuneytið eftir því við lögreglu- stjórann að hann fylgdi eftir þessum niðurstöðum og ráðleggingum. Lög- reglustjórinn hefur, í samráði við yfirstjórn embættisins, ráðið sér- fræðinga til aðstoðar við að bæta samskipti innan embættisins,“ sagði m.a. í svari ráðherrans. Lýstu erfiðum samskiptum Jafnframt kom fram í dómi Hæstaréttar í máli Aldísar Hilmars- dóttur gegn ríkinu að Lands- samband lögreglumanna hefði sent innanríkisráðuneytinu bréf í desem- ber 2016. Þar hefði komið fram að allt frá árinu 2015 hefðu fjórir starfsmenn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, og svo 20 til 30 til viðbótar, leitað til sambandsins og lýst stöðu sinni og erfiðleikum sem þeir hefðu upplifað í kjölfar eineltis af hálfu lögreglustjórans. Taldi sambandið brýnt að „ráð- herra gripi þegar til eftirlits- og rannsóknarskyldu þeirrar sem á honum hvíldi og tæki málið til rann- sóknar samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum“. En fram kom í dómum Hæstaréttar í málum sem varða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að skipulags- breytingar sumarið 2015 ollu óróa. Ólga upp á yfirborðið Haustið 2016 sögðu fjölmiðlar frá ásökunum þriggja lögreglumanna á hendur Sigríði Björk vegna eineltis, en áðurnefnd Aldís var ein þeirra. Meðal þeirra var fyrrverandi sam- starfsmaður Sigríðar Bjarkar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Um líkt leyti sagði Snorri Magnússon, formaður Lands- sambands lögreglumanna, í samtali við Útvarp Sögu vandséð að Sigríður Björk gæti gegnt áfram embætti. Síðar um haustið 2016 ræddi Sig- ríður Björk um að efla þyrfti traust til lögreglu, sem hefði minnkað. En samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sögð- ust 83% treysta lögreglunni árið 2014, þegar Sigríður Björk tók við, en 77% árið 2015. Traustið hefur síð- an aukist og mældist 83% í árs- byrjun. Lögreglan þótti standa sig vel í ýmsum málum, ekki síst í máli ungrar konu sem var myrt. Unnið á málafjöldanum Eftir mikla áherslu á heimilis- ofbeldi í upphafi, sem leiddi til fjölg- unar á tilkynntum málum, fór at- hyglin á kynferðisbrot. Sigríður Andersen, þá dóms- málaráðherra, taldi síðar að lög- reglan hefði náð árangri í þessum viðkvæma málaflokki. Tekist hefði að vinna á málafjöldanum. Komu þessi sjónarmið fram í svari ráð- herrans við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur í febrúar sl. um áhrif aukinna fjárveitinga til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt ársskýrslu ríkissaksóknara 2018 var hlutfall niðurfelldra kynferðisbrota- mála hjá embættinu 65%, 70%, 61% og 68% árin 2014-2017 í alls 248 mál- um sem varða 194. gr. alm. hgl. Sumarið 2017 lýsti Sigríður Björk því yfir að lögreglan hefði að mestu náð markmiðum sínum varðandi heimilisofbeldi. Haustið 2017 kom óeining innan fíkniefnalögreglunnar upp á yfir- borðið. Síðar var ítarlega fjallað um þær deilur í dómi Hæstaréttar í máli Aldísar Hilmarsdóttur. Tölvupóstum ekki svarað Í febrúar 2018 komst meðferð kynferðisbrotamála aftur í hámæli er Sævar Þór Jónsson lögmaður gagnrýndi lögregluna fyrir að svara ekki tölvupóstum í máli sem vörðuðu meint brot gegn barni. Sigríður Björk og Karl Steinar Valsson héldu blaðamannafund vegna málsins í febrúar 2018. Fjölluðu þau um vankanta á rann- sókninni og boðuðu úrbætur. Slíkir blaðamannafundir eru ekki algengir hjá lögreglunni. Haustið 2018 hafði Fréttablaðið eftir fjár- málastjóra lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu að lögreglan hefði ekki nægan mannskap til að sinna upplýsingamálum. Tilefnið var að lögreglan hafði greitt Góðum sam- skiptum um 900 þúsund vegna ráð- gjafar við stefnumótun í upplýsinga- málum, ásamt ræðuskrifum. Ráðinn án auglýsingar Skömmu eftir blaðamannafund- inn, eða í apríl 2018, varð Theodór Kristjánsson, bróðir Hönnu Birnu, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Fram kom í úttekt Stundarinnar að Theodór var ráðinn án auglýsingar. Það sama gilti um Öldu Hrönn. Má í þessu efni rifja upp þau til- mæli GRECO, ríkjahóps Evrópu- ráðsins gegn spillingu, í skýrslu sem birt var í fyrravor, að lögreglan fylgdi eftir gagnsæju og formlegu hæfnismati við val í stjórnunar- stöður. Yfirlögfræðingur hættir Sem áður segir starfaði Alda Hrönn náið með Sigríði Björk vegna átaks í nokkrum málaflokkum. Fram kom í viðtali Fréttablaðsins við Öldu Hrönn í febrúar 2018 að Sigríður Björk hefði kallað hana til starfa með engum fyrirvara. „Hluti af flutningi Sigríðar Bjark- Ferill Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur sem lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Dæmi um mál sem hafa ratað í fjölmiðla 2014 JÚLÍ Hanna Birna Kristjáns- dóttir skipar Sigríði Björk í embætti án auglýsingar – Sig- ríður Björk var lögreglustjóri á Suðurnesjum 2009-2014 SEPTEMBER Sigríður Björk tekur við embætti OKTÓBER Lögreglan birtir skýrslu sem hún tók saman 2008-2011 um árásirnar á Alþingishúsið og lögreglustöðina við Hlemm – skýrslan var gerð í tíð Stefáns Eiríkssonar, þá lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem hvarf til annarra starfa í júlí NÓVEMBER Sigríður Björk segir á fundi stjórn- skipunar- og eftirlits- nefndar að skýrslan um svonefnda búsáhalda- byltingu sé einstök í sögu lögreglunnar 2015 JANÚAR Sautján lögreglumenn senda bréf til Landssambands lögreglumanna og kvarta undan samskipta- vanda við Sigríði Björk Hanna Birna sendir umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hún telur að samskipti sín við lög- reglustjórann á Höfuð- borgarsvæðinu (Stefán) hafi verið mistök FEBRÚAR Persónuvernd úrskurðar að Lög- reglan á Suðurnesjum hafi ekki haft heimild til að senda innanríkisráðuneytinu upplýsingar um hælisleitanda – Sigríður Björk var þá lögreglustjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum – skjalið tengdist lekamálinu sem leiddi til afsagnar Hönnu Birnu í árslok 2014 Sigríður Björk sendir frá sér yfirlýsingu um málið – Lögreglan á Suðurnesjum hafi talið að lagaleg heim- ild væri fyrir miðlun skýrsludraga MARS Sigríður Björk segir undanfarnar vikur og mánuði hafa reynt á hana og embættið – boðar þjón- andi forystu, huga þurfi að auðinum sem fólginn sé í samstarfsmönnum APRÍL Innanríkis- ráðuneytið sendir Sigríði Björk bréf þar sem fram kemur að ábendingar hafi borist um samskiptavanda innan lögreglunnar JÚLÍ Nýtt skipurit tek- ur gildi hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæð- inu 9. júlí NÓVEMBER Fram kemur í Morgunblaðinu að umfangsmiklar skipulagsbreytingar séu framundan hjá lögreglunni – Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur yfirlög- fræðingur hjá embættinu, stýrir átaks- verkefnum – þau lúta að kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, mansali og hatursglæpum Fréttablaðið segir á forsíðu að íbúð í Hlíðunum hafi verið út- búin til nauðgana – í kjölfarið er efnt til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm – meintir gerendur voru nafngreindir á félagsmiðlum DESEMBER Sigríður Björk kveðst lesa um samskiptavanda í fjölmiðlum – vinnu- sálfræðingur skilar skýrslu eftir viðtöl við 20 starfsmenn 2016 JANÚAR Sigríður Björk færir Aldísi Hilmarsdóttur til í starfi Staða lögreglufulltrúa haturs- glæpa sett á stofn hjá LRH – Eyrún Eyþórsdóttir sinnir málaflokknum – um 70 íslenskir lögreglumenn, víða um landið, fengu sérstaka þjálfun í að greina, rannsaka og sporna gegn hatursglæpum JÚLÍ Sigríður Björk leitar stuðnings á lok- aðri síðu róttækra femínista – vísar til áhrifa karla í lögreglunni Lögreglu- maður hyggst stefna lög- reglustjóra til greiðslu miskabóta SEPTEMBER Fram kemur í frétt RÚV að þrír lögreglu- menn hafi sakað Sigríði Björk um einelti – meðal þeirra var Aldís Snorri Magnússon, formaður Lands- sambands lög- reglumanna, segir vandséð að Sigríður Björk geti áfram gegnt embætti NÓVEMBER Sigríður Björk kveðst sammála því að lögreglan hafi fjarlægst borgarana, traust til lögreglu hafi minnkað 2017 JÚNÍ Sigríður Björk segir lögregluna að mestu hafa náð markmiðum sínum um heimilisofbeldi SEPTEMBER Aldís Hilmarsdóttir vitnar um einelti – Sigríður Björk kveðst hafa fengið margar kvartanir vegna Aldísar Jón H. B. Snorra- son, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, fer til ríkissaksóknara OKTÓBER Sigríð- ur Björk greinir frá áreitni sem hún varð fyrir sem ung- ur skattstjóri og síðar sýslumaður á Vestfjörðum 2018 FEBRÚAR Sævar Þór Jónsson, lögmaður og réttargæslumaður drengs sem kærði mann fyrir kynferðisbrot, gagnrýnir að lögreglan hafi ekki svarað tölvupóstum hans OKTÓBER Tveir dómar felldir í Hæstarétti, ríkið dæmt til að greiða tveim- ur lögreglumönnum sem störfuðu hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bætur. Annar þeirra var Aldís Hilmarsdóttir. 2019 MARS Eyrún Eyþórsdóttir, stjórnandi hatursglæpadeildar lögreglu, segir sig úr VG vegna áforma um að breyta hegningarlögum m.t.t. tjáningarfrelsis APRÍL Sigríður Björk kynnir í bréfi til starfsmanna breytingar á stöðum yfirmanna hjá emb- ættinu – kveðst ekki skynja óróleika innan- húss vegna þessa SEPTEMBER Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen rík- islögreglustjóra, eftir viðtal við hann í Morgunblaðinu, og var Sigríður Björk meðal þeirra  SJÁ SÍÐU 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.