Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Breska lögreglan sagði í gær að hún hefði handtekið karlmann og konu sem eru grunuð um að hafa tekið þátt í smygli á fólki og bera ábyrgð á dauða 39 manna sem fundust látnir í gámi flutningabifreiðar í Essex á Suðaustur-Englandi á þriðjudags- kvöld. Þau sem voru handtekin eru 38 ára að aldri og frá bænum Warring- ton í Cheshire-sýslu á Vestur-Eng- landi. Lögreglan sagði að þau væru grunuð um að tengjast dauða 31 karlmanns og átta kvenna sem fund- ust látin í kæligámi bifreiðarinnar í iðngarði í Grays, austan við London. Rannsóknin á málinu er viðamesta morðrannsókn bresku lögreglunnar frá hryðjuverkunum í London árið 2005 þegar 52 menn biðu bana. Lögreglan í Essex sagði í frétta- tilkynningu að talið væri að fólkið sem dó í gámnum væru Kínverjar. Sendiherra Kína í London sagði þó að lögreglan hefði ekki staðfest þjóð- erni fólksins. Hann kvaðst hafa sent kínverskan hóp til að aðstoða lög- regluna í Essex við að bera kennsl á líkin. Breska ríkisútvarpið kvaðst hafa rætt við fjölskyldur þriggja Víet- nama, tveggja kvenna og eins karl- manns, sem óttast er að hafi látið líf- ið í gámnum. Fjölskylda annarrar kvennanna segist hafa greitt 30.000 pund, jafnvirði 4,8 milljóna króna, fyrir að henni yrði smyglað til Bret- lands. Bróðir hinnar konunnar sagði að hún hefði hringt í sig snemma á þriðjudag og sagt að hún væri að fara inn í gám og ætlaði að slökkva á símanum til að hún fyndist ekki. Lögreglumenn rannsökuðu í gær þrjú hús á Norður-Írlandi vegna málsins. Talið er að húsin tengist bíl- stjóra flutningabreiðarinnar, 25 ára Norður-Íra sem var hnepptur í gæsluvarðhald eftir að líkin fundust. Dánardómstjórar eru enn að rann- saka dánarorsökina. Gámurinn var fluttur með ferju frá hafnarbænum Zeebrugge í Belg- íu og kom til hafnar í Purfleet á Eng- landi seint á þriðjudagskvöld. Sak- sóknari í Belgíu rannsakar nú hvaðan gámurinn kom. „Ekki er enn vitað hvenær fólkið var sett í gáminn og hvort það var gert í Belgíu,“ hefur fréttaveitan AFP eftir saksóknaran- um. Yfir 200.000 flóttamenn frá Kína Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í Kína síðustu áratugi hafa tugir þúsunda manna farið þaðan til annarra landa í von um betra líf. Alls eru um 212.100 kínverskir flóttamenn skráðir í heiminum og 94.400 Kínverjar hafa sótt um hæli, samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna á síðasta ári. 58 kínverskir farandmenn fundust látnir í hollenskri flutningabifreið í hafnarbænum Dover á Englandi árið 2000. Samkvæmt skýrslu bresku stjórnarinnar á síðasta ári er Kína í fjórða sæti á lista yfir helstu upp- runalönd fólks sem smyglað hefur verið til Bretlands. 50 km 3 39 farandmenn létu lífið í gámi flutningabíls Heimild: Fréttastofa AFP Grays Bílstjórinn lagði af stað án gáms Bílstjórinn handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald Flutningabíllinn fór til Grays þriðj. 22. okt. Höfn Purfleet 1 2 4 5 6 Gámurinn kom til hafnar og flutningabíllinn sótti hann Leið flutninga- bifreiðarinnar Leið gáms flutningabílsins Lögreglumenn kallaðir út vegnamálsins Höfn Holyhead Dublin Zeebrugge Calais 39 lík fundust í gámi flutningabifreiðarinnar, 31 karlmaður og 8 konur 39 lík fundust Þriðjud. kl. 23.40 Þriðjud. kl. 22.30 Sunnud. 20 okt. Eftir kl. 23.05 Flutningabifreiðin kom til Bretlands Gámurinn var fluttur með ferju frá höfninni FRAKKLAND BRETLAND ÍRLAND HOLLAND BELGÍA NORÐUR- ÍRLAND LONDON Ermarsund Þrjú í haldi vegna dauða farandmanna  Talið er að fólkið hafi komið frá Kína og Víetnam Yfirlitssýning á verkum ítalska snillingsins Leonardos da Vinci var opnuð í Louvre-safninu í París í fyrradag í tilefni af því að 500 ár eru liðin frá dauða listmálarans, myndhöggvarans, arkitektsins, verkfræðingsins, vísindamannsins, tónlistarmannsins og fræðimanns- ins. Um 240.000 manns hafa þegar bókað miða á sýninguna, sem á að standa til 24. febrúar. Undirbúning- urinn tók um áratug og áhersla er lögð á málverk og teikningar lista- mannsins. Sýnd eru alls 162 verk, meðal annars 24 teikningar sem fengnar voru að láni frá Elísabetu 2. Bretadrottningu. Einnig voru fengin verk frá British Museum, Hermitage-safninu í Sankti Péturs- borg og listasöfnum á Ítalíu. Da Vinci skaraði fram úr á flest- um sviðum og vegna fjölhæfni sinn- ar var hann álitinn ímynd snillings- ins á endurreisnartímanum. Þótt tiltölulega fá málverk hafi varð- veist eftir hann hafði hann mestar mætur á málaralistinni, að sögn Louis Franks, annars af tveimur sýningarstjórum yfirlitssýningar- innar. „Hann leit á málaralistina sem vísindi, drottningu vísindanna, sem þátt í öllum vísindum og jafn- vel sem guðdómleg vísindi vegna þess að hún getur endurskapað heiminn,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Louis Frank. Leonardo da Vinci fæddist í Flór- ens á Ítalíu 15. apríl 1452. Eftir að hafa starfað þar og í Mílanó, Fen- eyjum og Rómaborg undir verndar- væng hertoga, prinsa og konunga dvaldi hann síðustu þrjú árin í Frakklandi. Hann lést í franska bænum Amboise 2. maí 1519, 67 ára að aldri. 500 ár frá dauða Leonardos da Vinci AFP Hafði mestar mætur á drottningu vísindanna Meistaraverk Sýningargestur í Louvre-safninu í París skoðar eitt mál- verka Leonardos da Vinci, Jesúbarnið, María mey og heilög Anna. Viskíflaska var seld á uppboði í London á andvirði tæpra 1,5 millj- óna punda, jafnvirði 240 milljóna króna, að sögn uppboðsfyrir- tækisins Sotheby’s í gær. Það er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir viskíflösku á uppboði í heim- inum. Viskíið kom frá The Macallan- víngerðinni í Skotlandi, er ein- möltungur úr ámu númer 263, var eimað fyrir rúmum 90 árum og þroskað í eik í 60 ár, að sögn fréttaveitunnar AFP. Flaskan er ein af 40 viskíflöskum sem The Macallan segir að hafi verið fram- leiddar úr ámu númer 263 árið 1986. „Þetta eru þær flöskur af skosku viskíi sem eru í mestum metum hjá viskísöfnurum,“ sagði í kynningu uppboðsfyrirtækisins. Fyrra metið var 1,2 milljónir punda, jafnvirði 192 milljóna króna, sem greiddar voru fyrir aðra viskíflösku úr sömu ámu á uppboði í fyrra. BRETLAND Viskíflaska seld á 240 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.