Morgunblaðið - 26.10.2019, Page 56

Morgunblaðið - 26.10.2019, Page 56
Kristín Mort- hens opnar myndlistar- sýningu í Gallerí Porti í dag, 26. október, kl. 16 og aðra í verslun GK Reykjavík 6. nóvember. Sýningin í Gallerí Porti verður fyrsta einka- sýning hennar á Íslandi eftir út- skrift úr málaradeild OCAD Uni- versity í Torontó þar sem hún hlaut heiðursverðlaun fyrir fram- úrskarandi árangur í málverki. Á sýningunni í Porti kannar Kristín hringformið út frá tilfinningum og táknfræði og í málverkunum birt- ist hringurinn ýmist sem spírall, lykkja eða ormur sem bítur í hal- ann á sér. Kristín sýnir í Porti LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 299. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Ísland vann sigur á einu besta landsliði heims, Svíþjóð, í fyrri vin- áttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í Svíþjóð í gær, 27:26. Hinn tvítugi Sveinn Jóhannsson, í sinni frumraun í alvöru landsleik, og línu- maðurinn reyndi Kári Kristján Kristjánsson voru á meðal þeirra sem styrktu stöðu sína fyrir valið í EM-hópinn í janúar. »46 Barist um EM-sæti í frábærum sigri Hátíðin Ljóðadagar óperudaga – ljóð fyrir loftslagið, verður haldin frá 30. október til 3. nóvember og sækir hún innblástur í ungu bar- áttukonuna Gretu Thunberg, æsk- una, náttúruna, mæður og feður heimsins og eistnesku söngbylt- inguna á 9. áratug síðustu aldar. Markmið hátíðarinnar er að búa til jákvæðan og valdeflandi vett- vang til að huga að loftslagsmálunum og verða söng- urinn, tónlistin og ljóðin notuð sem miðill til að hvetja til hóp- eflis, umræðna, íhugunar og lausna á vandanum. Thunberg innblástur Ljóðadaga óperudaga ÍÞRÓTTIR MENNING afla sér upplýsinga um allt sem við- kemur ræktun blóma og grænmetis og fésbókin hefur reynst henni vel. „Þar eru margir hópar um garðrækt og ég hef fengið svör við öllum mín- um spurningum, sama hverju ég hef kastað inn á netið. Ég hef aldrei hugsað út í að rækta blóm og græn- meti og til dæmis aldrei gert mér grein fyrir að mismunandi plöntur þurfa mismunandi umhirðu.“ Plantan og afurðirnar hafa breytt lífi Kolbrúnar Evu. Þegar tómatarnir byrjuðu að vaxa setti hún niður papr- ikufræ sem skilaði árangri. „Það er komið blóm en ég veit ekki hvað ger- ist,“ útskýrir hún. Kolbrún Eva keypti líka kálhaus og setti í vatn og tilraunin stóð undir væntingum. Sama gerðist með ýmsar plöntur. „Það er alveg sama hvað ég hef gert, allt hefur gengið upp, vaxið og dafn- að. Ég er frekar óþolinmóð en þegar hlutirnir ganga upp vekja þeir óneit- anlega meiri áhuga. Þessi planta óx svo hratt að ég þurfti ekkert að bíða. Hitinn er mikill hérna við gluggann á sumrin en það verður líka mjög kalt þegar kólnar úti á veturna. Ég ætla að sjá til hvað plantan endist lengi og ef hún drepst endurtek ég örugglega leikinn næsta sumar. Svo þarf ég bara að fá mér garðhús og fara út í ræktun af fullri alvöru.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kolbrún Eva Oddsdóttir í Vogum á Vatnsleysuströnd hafði aldrei talið sig vera með „græna“ fingur þar til í sumar, þegar kirsuberjatómatar byrjuðu að spretta sem gorkúlur úr pottaplöntu í stofunni. Oddur Evert, rúmlega tveggja ára sonurinn, kom með stilk heim í sumar og skilur ekki almennilega breytinguna en þakkar fyrir tómatana. Börnin á Heilsuleikskólanum Suð- urvöllum í Vogum fengu það verkefni í sumar að setja fræ úr kirsuberja- tómötum í mold í skyrdósum, sem síðan voru settar til hliðar. „Áður en börnin fóru í sumarfrí höfðu fræin spírað og Oddur hélt hreykinn á skyrdósinni sinni með stönglinum í á leiðinni heim,“ segir móðirin. Hún segist hafa sett hana í horn við sól- ríkan stofugluggann, stilkurinn hafi fljótlega orðið að stóru blómi og hún þurft að setja það í pott. „Blómið stækkaði og stækkaði og ég hef þurft að skipta fjórum eða fimm sinnum um pott auk þess sem plantan hefur heldur betur borið ávöxt, gefið enda- laust af sér – ég hef ekki þurft að kaupa tómata undanfarna mánuði.“ Hún bætir við að hún hafi gefið móð- ur sinni afleggjara og sagan hafi end- urtekið sig. „Litla greinin hefur vaxið mikið og plantan hennar borið ríku- legan ávöxt.“ Hugsar um gróðurhús Tómataplantan er einær og Kol- brúnu Evu hefur verið sagt að hún eigi að drepast um leið og kólnar, en þrátt fyrir lægra hitastig, jafnvel undir frostmarki úti, er allt nánast við það sama. „Hún er slappari en hún var fyrir mánuði en eins og sjá má er hún enn með tómata og græn blöð.“ Kolbrún Eva segist aldrei hafa verið með margar plöntur og þá sjaldan að það hafi gerst hafi þær drepist fljótlega. „Ég held að þessi vöxtur sé vegna loftsins í Vogunum, því allt blómstrar hérna.“ Vegna breyttrar stöðu í stofunni heima hefur Kolbrún Eva reynt að Kirsuberjatómatar vaxa á hverri grein  Fræ á leikskólanum urðu að stórri plöntu heima í stofu Morgunblaðið/RAX Tómatatré Kolbrún Eva Oddsdóttir og Oddur Evert við gjöfula plöntuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.