Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 ✝ Benedikt EinarGuðbjartsson fæddist á Ísafirði 16. júní 1941. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 12. októ- ber 2019. Foreldrar hans voru Sigríður Ólöf Jónsdóttir, f. 17.2. 1911, d. 19.10. 1998, og Guð- bjartur Jónsson, f. 18.8. 1911, d. 22.6. 1991. Bræður Benedikts eru Sveinn Árni, f. 15.9. 1939, og Jón Kristinn, f. 26.12. 1946. Benedikt kvæntist 21. sept- ember 1963 Eddu Hermanns- fræðaprófi. Var síðan einn vetur í Héraðsskólanum á Núpi áður en hann fór í Verslunarskóla Ís- lands, þaðan sem hann útskrif- aðist sem stúdent 1964. Bene- dikt lauk embættismannaprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1970. Hann fór í framhaldsnám í háskólanum í Ósló og nam þar fjármunarétt. Veturinn 1982- 1983 var Benedikt í námi við Sa- int Mary-háskólann í London. Eftir námið í Ósló vann hann fjögur ár á lögmannsskrifstofu Árna Grétars Finnssonar og kenndi jafnframt verslunarrétt í Verslunarskóla Íslands. Árið 1975 hóf hann störf í lög- fræðideild Landsbanka Íslands og vann þar í 28 ár. Síðustu starfsárin vann hann hjá Reykjavíkurborg. Benedikt verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 26. október 2019, og hefst at- höfnin kl. 13. dóttur. Dætur Benedikts og Eddu eru Helga, f. 12.4. 1968, og Sigríður, f. 26.4. 1972. Helga er gift Margeiri Sveinssyni, f. 7.5. 1966, og eiga þau tvo syni, Sævar, f. 10.4. 1996, og Sig- urð Rúnar, f. 1.4. 2001. Sigríður er gift Arnari Geirs- syni, f. 9.10. 1971, og eiga þau þrjá syni, Benedikt Jens, f. 19.4. 2000, Kristján Geir, f. 7.4. 2002, og Arnar Helga, f. 27.1. 2005. Benedikt ólst upp á Ísafirði og lauk þaðan barna- og gagn- Mig langar að kveðja hann Benna frænda með nokkrum orð- um og þakka honum samfylgdina í gegnum lífið. Þegar við, barna- börn þeirra Siggu og Bjartar, sem ólust upp fyrir vestan, komum suður til að fara í skóla eða vinna og hefja búskap áttum við frænd- fólk í Hafnarfirði. Það voru þau Benni og Edda og dætur þeirra Helga og Sigga. Það var gott að vita af þeim og geta leitað til þeirra ef eitthvað var. Mjög fljótt fóru þau að standa fyrir jólaboði að hætti ömmu Siggu þar sem boðið var upp á hangikjötsveislu með meiru. Í fyrstu vorum við ekki mjög mörg en eftir því sem árin liðu bættust við makar, börn og loks barnabörn. Jólaboðið þró- aðist með tímanum og næsta kyn- slóð tók við. Enn þann dag í dag hittumst við um jól og núna er jólaboðið orðið mjög fjölmennt. Það var mjög dýrmætt af hafa þessi fjölskyldutengsl í upphafi en ekki síður núna og er ég mjög þakklát Benna frænda og fjöl- skyldu að hafa komið þessum jólasið af stað. Þetta varð til þess að næsta kynslóð, börnin okkar, hittast minnst einu sinni á ári og þau þekkja því og vita hvert af öðru. Benni frændi hafði einstaklega fallega rithönd, alveg eins og Guð- bjartur afi. Það var alltaf augljóst þegar jólakortið frá honum kom í hús. Núna seinni árin sendi hann oft með jólakortinu, gamlar ljós- myndir. Stundum voru það mynd- ir sem hann hafði tekið af mínum börnum þegar þau voru lítil í jóla- boðum hjá honum eða jafnvel af okkar frændsystkinum litlum. Þetta voru skemmtilegar send- ingar sem glöddu mig alltaf mjög mikið og sýndu svo vel hvað Benna var umhugað um fjölskyld- una alla. Alltaf var gaman að hitta Benna frænda og fá hlýtt faðmlag og breitt bros og finna áhuga hans á okkar lífi og starfi. Þess mun ég sakna í jólaboðum framtíðarinn- ar. Við fjölskyldan sendum Eddu, Helgu, Siggu og þeirra fjölskyld- um innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Benna frænda. Jónína Salóme. Ég væri að segja ósatt ef ég segði að við Benni hefðum verið nánir. En Benni var frændi minn og mér þótti vænt um hann. Við áttum líka meira sameiginlegt en virðist kannski í fyrstu. Báðir er- um við aldir upp við Ísafjarðar- djúp, báðir fluttum við úr for- eldrahúsum eftir að grunnskólanámi lauk til frekara náms í öðrum landshluta, báðir gerðum við lögfræðina að ævi- starfi okkar og báðir sóttum við viðbótarnám í lögfræði til Lund- úna. Þá settumst við báðir að á höfuðborgarsvæðinu og foreldrar okkar bjuggu og hafa alla tíð búið fyrir vestan. Þess utan sá ég ým- islegt í fari Benni sem ég kannast við hjá mér sjálfum. Fregnin um skyndileg og al- varleg veikindi Benna og andlát skömmu síðar var óvænt. Hann var ekki gamall til þess að gera, leit vel út og virtist vel á sig kom- inn. Þess vegna er erfiðara að sætta sig við þetta. En það deilir enginn við manninn með ljáinn. Hann kemur þegar hann kemur og enginn fær rönd við reist. Nýr veruleiki blasir við. Benni birtist sem hlýr og glað- ur maður. Hann gaf mikið af sér þegar fjölskyldan kom saman og lagði sitt af mörkum til þess að hún hittist og að frændsemin yrði ræktuð, t.d. með því að halda ár- legt jólaboð fyrir stórfjölskylduna á höfuðborgarsvæðinu, fyrst á Víðivanginum og síðar í Bogahlíð- inni. Var yfirleitt rætt um hangi- kjötsboð með vísan til þess að for- eldrar hans buðu ávallt hinum bræðrunum tveimur sem bjuggu fyrir vestan, Svenna og Nonna og fjölskyldum þeirra, í hangikjöt á jóladag. Benni og að sjálfsögðu líka Edda, eiga þakkir skildar fyr- ir þetta. Fyrir vikið þekkist okkar fólk í þriðja ættlið ágætlega eða a.m.k. kannast vel hvort við ann- að, sem ekki er sjálfgefið í nú- tímasamfélagi. Það kom fyrir að ég gisti hjá Benna og Eddu í íþróttaferðum sem ég fór reglulega í til Reykja- víkur þegar ég var að alast upp í Bolungarvík. Eitt skiptið stendur upp úr. Þegar hreyfill Fokker- vélarinnar sprakk yfir Ísafirði á leiðinni suður þannig að nauð- lenda þurfti í Keflavík. Árið var 1982 og ég á tólfta ári. Þá var gott að koma til þeirra, en þau tóku alltaf vel á móti mér og voru mér góð. Ég bind ákveðnar vonir við að vitundin haldist með einhverjum hætti þegar farið er yfir móðuna miklu. Því vil ég gera ráð fyrir að við hittumst öll þegar þar að kem- ur og Benni hafi bara farið á und- an okkur. Elsku Edda, Helga, Sigga og fjölskyldur. Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu mikil sorgin er eða sársaukinn, en ég veit að hann er mikill og stundum jafnvel nístandi. Hugur okkar Drífu er hjá ykkur og þið eigið alla okkar samúð. Símon Þór Jónsson. Það er ótrúlegt að Benni, okkar góði vinur, sé horfinn á braut. Andlát hans bar skjótt að og erum við harmi slegin. Enn erum við minnt á hve lífið er hverfult og mikilvægt að njóta hverrar stund- ar. Edda og Benni kunnu það og voru einstaklega samhent í þeim efnum. Þau fóru saman í daglega göngutúra um borgina og lögðu rækt við heilsuna á margvíslegan annan hátt. Þau lögðu einnig rækt við andann og sóttu saman tón- leika og aðra listviðburði. Þau nutu þess að ferðast með vinum, bæði innanlands og utan, oftast í gönguferðum en einnig í þeim til- gangi að fræðast um framandi slóðir og njóta mannlífs og menn- ingar hjá öðrum þjóðum. Hér heima dvöldu þau títt í húsi sínu í Stykkishólmi og tóku þátt í lífi íbúanna þar. Edda og Benni kunnu svo sannarlega þá list að njóta lífsins. Við, ásamt Eddu og Benna, höfum verið vinahópur sem hist hefur reglulega og átt glaðar og skemmtilegar stundir saman sem við erum þakklát fyrir. Er margs að minnast. Benni var einstakt ljúfmenni, gamansamur og til í allt. Hann tók því vel í þá hug- mynd eitt árið að hann og karl- mennirnir í vinahópnum okkar dönsuðu ballett á árshátíð á vinnustað eiginkvennanna. Var æft stíft undir stjórn ballettdans- ara og dönsuðu þeir kafla úr Svanavatninu í tjullpilsum og hvítum sokkabuxum sem vakti mikla kátínu. Hafa þeir síðan ver- ið kallaðir Svanirnir í okkar hópi. Við kynntumst brennandi veiðiáhuga Benna þegar við fór- um saman í veiðiferðir um tíma og síðustu tvö árin höfum við farið saman í golfferð til Spánar. Alltaf var Benni hrókur alls fagnaðar. Hann kunni líka að krydda sam- verustundirnar með góðum sög- um, gjarnan frá æskuslóðunum fyrir vestan þegar hann sem ung- ur maður var á sjó. Það er ósegjanlega sárt til þess að hugsa að Edda sjái nú á bak Benna sínum og er erfitt að hugsa sér annað án hins. Við erum þakk- lát fyrir að hafa átt Benna að vini og minnumst hans með hlýju og miklum söknuði. Vinahópurinn okkar verður aldrei samur án hans. Eddu, dætrum þeirra, Helgu og Sigríði, og fjölskyldum þeirra, vottum við okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Benedikts Guðbjartssonar. Sigríður Vilhjálmsdóttir og Þórarinn Þórarinsson, Jónína Margrét Guðnadóttir og Sveinn Snæland, Sigrún Helgadóttir og Ari Arnalds. Nú þegar við kveðjum okkar góða vin Benedikt eða Benna eins og hann var kallaður kemur margt upp í hugann. Við kynntumst þeim hjónum Eddu og Benna þegar við vorum við nám í Osló á árunum 1970 og 1971. Þar tókst með okkur vinátta sem staðið hefur óslitið síðan og aldrei hefur fallið skuggi á. Fyrir það erum við þakklát. Í Osló nutum við m.a. jóladags- ins saman með börnum okkar. Upp frá því var það hefð sem stað- ið hefur í tæpa hálfa öld að hittast og borða saman um jólin. Það var þó ekki aðeins á jólum sem við nutum samveru þeirra hjóna heldur við fjölmörg önnur tæki- færi. Benni og Guðmundur voru t.d. báðir um árabil í leikfimihópi hjá Gauta Grétars og við spiluð- um golf saman bæði hér og er- lendis. Þá nutum við gestrisni þeirra hjóna m.a. í Stykkishólmi og þau heimsóttu okkur oftar en einu sinni til Edinborgar. Benni var traustur vinur. Hann hafði einstaklega létta lund og góða nærveru, brosmildur og skemmtilegur. Þau Edda voru sérlega samrýnd hjón. Við erum fátækari án hans en mestur er þó missir fjölskyldunnar. Við vottum Eddu, dætrunum Helgu og Sigríði og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Þorbjörg og Guðmundur. Horfinn er óvænt og skyndi- lega af sviðinu góður vinur minn til margra ára, Benedikt Guð- bjartsson. Hann fæddist árið 1941, ólst upp vestur á Ísafirði, fluttist suður til náms í Verslunar- skóla Íslands og lauk síðan lög- fræðiprófi frá Háskóla Íslands ár- ið 1970. Kynni mín við Benedikt og Eddu Hermannsdóttur, konu hans, hófust þegar þau hjón flutt- ust til Hafnarfjarðar. Fljótlega eftir að Benedikt kom hingað til Hafnarfjarðar hóf hann störf sem lögmaður á lög- fræðiskrifstofu Árna Grétars Finnssonar, en á þeim árum var Árni Grétar forustumaður í bæj- armálum hér í firðinum. Ekki er að efa að á þeim vinnustað hafi málefni Hafnarfjarðar verið til umræðu bæði á vettvangi bæjar- og félagsmála en fljótlega eftir komu Benedikts hingað var hann kallaður til ýmissa starfa á vett- vangi félagsmála. Benedikt gleymdi ekki upp- runa sínum og þeim lífsgildum sem hann ólst upp við og oft var vitnað til fólksins fyrir vestan. Benedikt var mikill fjölskyldu- maður, vinnusamur og heiðarleg- ur í samskiptum sínum við annað fólk. Eftir að þau hjónin luku starfsdegi sínum voru hugðarefn- in fjölmörg. Þar var fjölskyldan í fyrirrúmi, umhyggjan fyrir barnabörnunum, erlendar náms- og skemmtiferðir og ekki síst við- vera í húsi þeirra í Stykkishólmi. Við sem áttum því láni að fagna að hitta Benedikt að jafnaði viku- lega að morgni föstudags hér í firðinum hin síðari ár til að ræða málefni líðandi stundar söknum nú góðs félaga. Það var einmitt á föstudagsmorgni fyrir tveimur vikum að vinur okkar þurfti að sinna öðru verkefni en að mæta á hinn vikulega fund okkar. En þá gerðist hið óvænta, að hann varð fyrir slysi sem leiddi til þess að hann lést degi síðar. Þótt Bene- dikt ætti aðeins tvö ár í að fylla áttunda áratuginn var hann vel á sig kominn líkamlega og ekki skorti á áhugamálin. Hópurinn kveður Benedikt og þakkar sam- fylgdina. Nú þegar Benedikt Guðbjarts- son er kvaddur og hans lífsgöngu er lokið verður ekki annað sagt en að hún hafi verið björt og göfug. Hann var traustur maður og vel- viljaður. Ég votta Eddu, dætrum og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð mína og kveð Benedikt og þakka samfylgdina. Sigurður Þórðarson. Benedikt vinur okkar er allur. Við Þórhildur hittum þau hjónin, Benna og Eddu, kát og glöð á tón- leikum í Hörpu. Ákveðið var að hittast fljótt, það hafði svo margt á dagana drifið síðan við hittumst síðast. Margt sem þurfti að segja frá. En daginn eftir var varstu all- ur. Það kveikir ugg í brjósti, en engum tjáir að etja við dauðann. Því þurfti að hraða svo för? Minningar sækja á og þær eru ófáar og ylja. Margt rifjast upp sem rökkur áranna hafði hulið og allt var það á eina lund. Góðar og skemmtilegar minningar. Alltaf var jafn gaman að hitta þessi gestrisnu og glaðværu hjón. Svo samhent voru Edda og Benni þótt Benedikt Einar Guðbjartsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg frænka okkar, SVAVA SVEINSDÓTTIR, Hamrahlíð 25, Reykjavík, lést sátt við guð og menn fimmtudaginn 3. október á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Grundar. Systkinabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Sæbóli, Ingjaldssandi, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, sem lést mánudaginn 7. október, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 1. nóvember klukkan 13. Guðmundur Pétursson Sigrún Ingibjörg Arnardóttir Anna Bára Pétursdóttir Freysteinn Vigfússon Sigurður Pétursson Guðrún Ólafsdóttir Ingibjörg Pétursdóttir Valtýr Reginsson ömmu- og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR GUÐVARÐSSON, Hlaðhömrum 2, áður Fálkahöfða 4, lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 22. október. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 1. nóvember klukkan 14. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala L2 fyrir frábæra umönnun. Sigríður Bjarnason Hjálmar Sverrisson Oddrún Sverrisdóttir Gísli Guðmundsson Sverrir Sverrisson Kristrún Leifsdóttir Pétur Sverrisson Helena Ragnarsdóttir Karl Friðrik Sverrisson Susan Ellekær Birgir Þór Sverrisson Kolbrún Eva Valtýsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, SIGMAR ÓLAFSSON, húsasmíðameistari og kennari, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 22. október. Sigurrós H. Jóhannsdóttir Ástgeir Rúnar Sigmarsson Díana Kristín Sigmarsdóttir Ólafur R. Sigfússon Hólmfríður R. Hjartardóttir Kristín Andersdóttir Kristbjörn Ólafsson Eiginmaður minn, STEINAR JÓHANNSSON frá Vestmannaeyjum, Boðaþingi 12, Kópavogi, lést á Vífilsstöðum 22. október. Útförin fer fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar Ingigerður Axelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.