Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
Íslenska sveitin sem teflir íopnum flokki EM landsliða íBatumi í Georgíu tapaðistórt fyrir Frökkum í fyrstu
umferð á fimmtudaginn, ½:3½.
Sveitin er skipuð Hannesi Hlífari
Steánssyni, Guðmundi Kjartans-
syni, Braga Þorfinnssyni, Helga
Áss Grétarssyni og Degi Ragnars-
syni sem er nýliði en hann hvíldi í
þesssari umferð. Liðsstjóri er
Ingvar Þ. Jóhannesson.
Bragi Þorfinnsson gerði jafntefli
en hinir töpuðu. Íslenska sveitin
reiknast í 33. sæti af 40 liðum.
Franska sveitin er að meðaltali 94
elo-stigum hærri en sú íslenska en
taflmennska okkar manna var frek-
ar slök þó ekki ástæða sé til að
draga of miklar ályktanir af slæmu
tapi í upphafi. Það hefur gerst áður
á þessum vettvangi og samt hefur
góður árangur náðst. Andstæðingar
okkar í 2. umferð í gær voru
Serbar.
Evrópumótið er að venju vel
skipað en samt vantar þarna
nokkra góða menn. Norðmenn, sem
eru án Magnúsar Carlsen, töpuðu
½:3½ fyrir Armenum. Armenar
virðast alltaf vera sterkastir þegar
þeir koma saman sem lið og 2.
borðs maður þeirra, Sargissian, á
þar magnaðan feril.
Rússar eru með besta liðið á
pappírunum en þeir máttu sætta
sig við jafntefli gegn Dönum, 2:2.
Sune Berg Hansen og Jesper
Thybo, sem tefldu báðir á Íslands-
móti skákfélaga á dögunum, unnu
sínar skákir. Skák Dana á 4. borði
var hins vegar fljót að klárast.
Einn efnilegasti skákmaður þeirra
reyndi að sneiða hjá hinu þekkta
bragði Franks Marshall en án
árangurs:
EM landsliða 2019; 1. umferð:
Jonas Bjerre – Daniil Dubov
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7.
Bb3 0-0 8. a4 d5?! 9. exd5
8. a4 var beint gegn d5-leiknum
og því kannski rökréttara að leika
9. axb5. Svartur leikur þá vænt-
anlega 9. … dxe4 10. dxc6 exf3 11.
Dxf3 og nú 11. … e4 eða 11. …
Bc5.
9. … Ra5! 10. Rxe5?!
Var ekki öruggara að draga bisk-
upinn til a2?
10. … Rxb3 11. cxb3 Bb7 12.
Rc6 Bxc6 13. dxc6 Bc5 14. d3
Gott var einnig 14. d4 en þetta er
í lagi.
– Sjá stöðumynd –
14. … Bxf2+!?
Svartur tekur sáralitla áhættu
með þessari fórn ef marka út-
reikninga „vélanna“. Hann gat
einnig leikið 14. … Dd4.
15. Kxf2 Dd4+ 16. Be3?
Eftir 16. Kf3 gæti skákin endað
í jafntefli eftir 16. … Hae8 17.
Rc3 Dg4+ 18. Kf2 Dd4+ 19. Kf3
(19. Kf1 strandar á 19. … Rg4 og
svartur vinnur) Dg4+ o.s.frv.
16. … Rg4+ 17. Kf3 Rxe3 18.
Hxe3 Hae8 19. He2
Kannski batt hann vonir sínar
við þennan leik.
19. … Df6+ 20. Kg3 g5!
Afgerandi.
21. Hf2 Dd6+ 22. Kh3 Dh6+
23. Kg4 Dh4+
– og hvítur gafst upp.
Wang Hue og Caruana efstir
á Mön
Wang Hue frá Kína og Banda-
ríkjamaðurinn Fabiano Caruana
urðu efstir á opna mótinu á Mön
sem lauk í vikunni. Þeir hlutu
báðir átta vinninga af 11 mögu-
legum en Wang Hue var úrskurð-
aður sigurvegari á stigum og fær
auk þess keppnisrétt í áskorenda-
mótinu 2020. Frammistaða hans
kom nokkuð á óvart en sigur hans
í næstsíðustu umferð yfir
Viswanathan Anand í aðeins 28
leikjum með svörtu lyfti honum í
þetta sæti. Hann vann svo Eng-
lendinginn David Howell í síðustu
umferð. Magnús Carlsen varð í
3.-8. sæti með 7½ vinning. Hann
gat náð efstu mönnum með sigri í
síðustu umferð en komst ekkert
áfram gegn Levon Aronjan og
varð að sætta sig við jafntefli.
Hann hefur nú teflt 101 skák án
þess að tapa.
Erfið byrjun á EM
landsliða í Batumi
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Þessa dagana hvolfast yfir
fréttir um ört vaxandi neyslu
fíkniefna í landinu. Samt höfum
við tekið fast á gegn þessum vá-
gesti, því meðferð og neysla
fíkniefna er bönnuð á Íslandi.
Hér er sýnilega ekki nóg að
gert. Það er ekki nóg að banna
þetta. Það verður að harðbanna
það.
Ef það dugir ekki er varla
annað til ráða en að taka upp að-
ferðirnar sem notast er við á Fil-
ippseyjum. Við ættum þá að
dreifa skotvopnum til lands-
manna og hvetja þá til að skjóta
alla sem þeir telja að kunni að
hafa fíkniefni undir höndum eða
neyta þeirra.
Að þessum aðgerðum loknum
er kannski einhver von til þess
að við fína og góða fólkið getum
lifað í fíkniefnalausu landinu og
dreypt á okkar göfuga vímu-
gjafa, áfenginu. Við verðum
kannski eitthvað færri en áður,
en skítt með það ef fíkniefnin
verða horfin.
Ráð sem
ættu að duga
Höfundur er lögmaður.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Geir Vídalín, fyrsti bisk-
upinn yfir öllu Íslandi síðan í
árdaga, fæddist 27. október
1761. Foreldrar hans voru
hjónin Jón Vídalín, prestur í
Laufási, og Sigríður Magn-
úsdóttir, systir Skúla fógeta.
Geir lauk prófi frá Kaup-
mannahafnarháskóla 1789 og
varð dómkirkjuprestur í
Reykjavík 1791 og bjó á
Lambastöðum á Seltjarnar-
nesi, sem þá var prestssetur
Reykvíkinga. Hann flutti í
Aðalstræti 10 árið 1807 og bjó
þar til dauðadags.
Skúli var vígður Skálholts-
biskup 1797, en sat áfram á
Lambastöðum enda stóð til að
flytja biskupsdæmið til
Reykjavíkur. Þegar það dróst
að skipa eftirmann Hólabisk-
ups sem lést 1798 var ákveðið
að sameina biskupsdæmin og
varð Geir því biskup yfir öllu
Íslandi 1801. Allt frá því að
Hólastóll var stofnaður 1106
höfðu verið tveir biskupar í
landinu.
Geir var prýðilega vel gef-
inn, orðheppinn og hag-
mæltur, frjálslyndur í trú-
arefnum og allra manna
örlátastur. Hann sást ekki fyr-
ir í greiðasemi sinni og varð
gjaldþrota, svo að skipuð var
nefnd sem sá um fjármál
hans.
Eiginkona Geirs var Sigríð-
ur Halldórsdóttir. Þau eign-
uðust fjóra syni en aðeins einn
þeirra komst upp.
Geir Vídalín lést 20.9. 1823.
Merkir Íslendingar
Geir Vídalín
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðalstræti 10 Geir bjó í hús-
inu frá 1807 til dauðadags.
Morgunblaðið/Heimasíða EM
Gunnar Björnsson, forseti SÍ, t.h., við setningu EM-landsliða í Batumi.
Það er merkilegt með Þjóð-
verja, okkar bestu vini, hvað
þeir vilja gera okkur
„skrýtna“ þegar þeir segja
frá siðum okkar, þótt við
séum sannarlega á sama
stalli og þeir, með sama
bakgrunn í vestrænni menn-
ingu. En þeir vilja hafa
þetta svona og það er
„kannski gott fyrir túr-
ismann“.
Þetta rifjaðist upp fyrir
mér þegar við horfðum á
þýska mynd þar sem marg-
ar helstu klisjurnar komu
fram.
Til dæmis þegar rútan
með ferðamönnunum bilaði,
þá átti það að vera álfum að
kenna, og það með að þriðji
hver Íslendingur tryði á álfa.
Svo var sjálfsagt að minnast á
hákarl, sem væri mesta sælgæti
eyjarskeggja, og nefna þá sér-
visku að kenna börn við feður
sína.
Síðan þúast allir í þessu landi
þar sem jöklarnir hopa en ráð-
herrann fer með pöplinum að
safna plasti, milli þess sem hann
tekur á móti fyrirmönnum heims-
ins, sem vilja verða Íslandsvinir,
einmitt af því að ísinn er að
bráðna, og ís-belti og -braut er í
sjónmáli. Við lifum undarlega
tíma, það er víst og satt, en „Þetta
reddast“.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Borða álfar hákarl?
Sælgæti Hákarl þykir herramannsmatur.