Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Ííslensku eru þrjúmálfræðileg kyn:karlkyn, kvenkyn oghvorugkyn. Þessi
þrískipting er ævagömul í
indóevrópskum tungu-
málum og birtist í beygingu
fallorða á eldri stigum mál-
anna, t.d. í latínu, grísku og
sanskrít, forntungu Ind-
lands. Íslenska hefur varð-
veitt þetta málfræðiein-
kenni fram á þennan dag
án teljandi breytinga. All-
mörg indóevrópsk mál hafa
einfaldað kynjakerfið og
ýmist losað sig við hvor-
ugkyn en varðveitt karlkyn
og kvenkyn (t.d. franska)
eða steypt karlkyni og kvenkyni saman í eitt kyn – samkyn – en
haldið í hvorugkynið (t.d. danska). Fáein mál hafa nánast útrýmt
málfræðilegu kyni, t.d. armenska, persneska (farsí) og enska sem
sýnir kyn í fornöfnum 3. persónu eintölu (he, she, it) en annars ekki.
Í elsta indóevrópska mál-
inu, hettítísku frá 16. öld f.
kr., eru aðeins tvö kyn,
samkyn og hvorugkyn.
Sumir fræðimenn telja að
hettítíska hafi glatað þrí-
skiptingunni í árdaga og
innleitt tvískiptingu líkt og
gerðist árþúsundum seinna í dönsku. Aðrir staðhæfa að tvískiptingin
í hettítísku sé upprunalegt ástand og kvenkyn hafi þróast út frá
hvorugkyni í öðrum indóevrópskum málum. Kynjaskiptingin ætti þá
rætur í aðgreiningu á lífverum andspænis líflausum hlutum og hefðu
kvenkynsorð upphaflega talist til hinna síðar nefndu. Ef litið er til
tungumála utan indóevrópsku málaættarinnar er t.d. ekkert
málfræðilegt kyn í finnsku, ungversku og tyrknesku, japönsku, kín-
versku og kóresku.
Í bantúmálum í Afríku (t.d. svahílí) er nafnorðum skipt í ótal
beygingarflokka og í ástralska frumbyggjamálinu djirbal eru karl-
menn í flokki með orðum um flestar lífverur, konur eru flokkaðar
með orðum um eld og hættulega hluti en ávextir og grænmeti eru í
sérstökum beygingarflokki. Vissulega samsvarar málfræðilegt kyn
stundum líffræðilegu kyni, t.d. orðin karl og kona, hrútur og ær í ís-
lensku. Það er þó ekki augljóst af hverju barn eða lamb eru hvor-
ugkyns ef miðað er við líffræðilegt kyn – er ungviðið þá ekki af
neinu kyni eða endilega af einhverju þriðja kyni? Þar að auki er
krakki karlkynsorð þótt tæpast sé líffræðilegur munur á barni og
krakka frekar en á stúlku, sem er kvenkyns, og sprundi, sem er
hvorugkyns.
Þegar önnur mál eru borin saman við íslensku verður vandinn
skýrari. Í þýsku er gerður greinarmunur á nafnorðum eftir
málfræðilegu kyni. Iðulega er um samsvörun við íslensku að ræða
en hvergi nærri alltaf. Þannig er hnífur hvorugkyns í þýsku (das
Messer), gaffall kvenkyns (die Gabel) og skeið karlkyns (der Löffel).
Oftast er ekki unnt að greina bein tengsl á milli málfræðilegs kyns
og merkingar. Það sést glöggt á mismunandi kyni orða sem merkja
það sama, hvort heldur innan sama tungumáls eða í ólíkum málum.
Þannig gildir samsvörunin milli málfræðilegs kyns og líffræðilegs
aðeins um afmarkaðan hluta orðaforðans en annars lítt eða ekki.
Karlar, konur
og grænmeti
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Málfræðileg kyn Í Ástralíu eru konur í flokki
með eldi og hættulegum hlutum.
Um ekkert er nú meira rætt um heim allanen loftslagsmál. Gera má ráð fyrir að þærumræður eigi eftir að aukast enn og þáekki sízt vegna þess að fólk er að vakna til
vitundar um að loftslagsbreytingar kalla á breytingar
á daglegum lífsstíl okkar eins og hann hefur þróast
smátt og smátt.
Að vísu eru raddir hér og þar – eins og við mátti
búast – sem ganga út á það að þessar umræður séu
einhvers konar móðursýki. Slíkar raddir heyrðust
m.a. á fundi eldri sjálfstæðismanna í Valhöll sl. mið-
vikudag í bland við athugasemdir um komur flótta-
manna frá öðrum löndum hingað til lands. Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra afgreiddi
þær með skörungsskap.
Þótt ekki kæmi annað til ber okkur Íslendingum að
taka loftslagsmálin alvarlega vegna þess að breyt-
ingar á loftslagi hafa áhrif á lífið í sjónum og haf-
strauma. Nú þegar má sjá merki þess að þeir fiski-
stofnar sem skipta okkur mestu máli séu að færa sig
norðar sem vekur óhjákvæmilega þá spurningu hvort
hugsast geti að þeir syndi einfaldlega út úr lögsögu
okkar – og hvar stöndum við þá?
En – það er vaxandi þungi í
umræðum um að loftslagsbreyt-
ingar kalli á breytingu á lífsstíl
fólksins á jörðinni og þá sér-
staklega í okkar heimhluta, þar
sem velgengnin hefur verið mest.
Getum við dregið úr daglegri „neyzlu“ í víðum
skilningi? Auðvitað getum við það en erum við tilbúin
til þess?
Erum við tilbúin til að byggja minni hús, fara
sjaldnar til útlanda, aka um á rafknúnum smábílum
o.s.frv.?
Kannski þurfum við að byggja inn í samfélagsgerð
okkar hvata til þess. Að sumu leyti snýst þetta um að
hverfa að vissu marki til baka til lífshátta ömmu og
afa minnar kynslóðar, þar sem orðið „nýtni“ var í
forgrunni.
Nú á dögum dettur fólki varla í hug að setja tölvu-
prentara sem bilar heima hjá því í viðgerð. Við segj-
um við sjálf okkur að það sé ódýrara að kaupa nýjan
prentara en láta gera við þann gamla. Og sennilega
er það rétt. Buxum sem kemur gat á er einfaldlega
hent í stað þess að láta gera við þær. Að einhverju
marki eru örlög hefðbundinna heimilistækja svipuð.
En er það ekki raunverulega svo, að loftslagsbreyt-
ingarnar kalla á lífsstílsbreytingar, sem eru meira í
ætt við lífshætti afa og ömmu? Hvernig getum við
stuðlað að því? Og þær breytingar geta leitt til þess
að gamalt verklag vakni til lífsins á ný. Það á t.d. við
um skósmiði sem kunna að sjá fram á nýja og betri
tíma.
Vinur minn einn gaukaði að mér upplýsingum um
hvernig Svíar hafa brugðizt við.
Þeir hafa lækkað virðisaukaskatt á viðgerðum, t.d.
á hjólum, fötum og skóm, svo að dæmi séu nefnd. Þar
voru einnig til umræðu fyrir nokkrum árum breyt-
ingar á skattalögum sem geri fólki kleift að draga frá
tekjuskatti helming viðgerðarkostnaðar á heimilis-
tækjum á borð við ísskápa, þvottavélar og uppþvotta-
vélar.
Það liggur í augum uppi að slíkar ráðstafanir,
hvort sem er lækkun virðisaukaskatts á viðgerðar-
kostnaði eða frádráttur hluta viðgerðarkostnaðar frá
skatti hvetur fólk til að láta gera við í stað þess að
kaupa nýtt.
Aðgerðir af þessu tagi hafa ekki verið til umræðu
hér, alla vega ekki á opinberum vettvangi. En er ekki
ástæða til að ræða þessar aðferðir til að ýta undir
nýtni?
Vafalaust munu hagsmunasamtök í verzlun og inn-
flutningi taka slíkum hugmyndum illa og telja að sér
þrengt. En með sama hætti og bílaumboð reka verk-
stæði, sem gera við bíla, sem þau selja, opnast ný
tækifæri fyrir innflytjendur alls þess
tækjabúnaðar, sem fylgir nútíma lífs-
háttum, þ.e. að setja upp viðgerðar-
verkstæði.
Sá gamli fjósamaður, sem hér
skrifar, hefur líka spurt sjálfan sig
að því, hvenær samtök bænda fari að vekja athygli á
þeim augljósa veruleika að við getum dregið verulega
úr svonefndum kolefnisfótsporum með því að leggja
stóraukna áherzlu á að framleiða nánast öll helztu
matvæli okkar hér heima í stað þess að flytja þau inn
um langan veg.
Það liggur í augum uppi að við getum aukið mat-
vælaframleiðslu verulega hér heima fyrir. Einhverjir
munu segja að því fylgi líka kolefnisfótspor en varla
jafn mikil og þegar lambahryggir eru fluttir hingað
frá Nýja-Sjálandi! Og það fer ekki lengur á milli
mála að við getum aukið verulega grænmetisfram-
leiðslu hér heima fyrir. Slíkar hugmyndir eru reynd-
ar ekki nýjar af nálinni. Gamall vinur minn, Eyjólfur
Konráð Jónsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins
og síðar þingmaður, sá fyrir sér stórframleiðslu á
grænmeti í risastórum gróðurhúsum fyrir u.þ.b.
hálfri öld.
Loftslagsmálin verða stærstu mál næstu áratuga.
Þess vegna er það ánægjuefni að Landssamband
sjálfstæðiskvenna hefur efnt til fundaraðar um þau
mál, sem bendir til þess að sjálfstæðisfólk átti sig á
mikilvægi málsins. Raunar vakti Óli Björn Kárason
alþingismaður athygli á því á einum þeirra funda að
fyrsti maðurinn, sem setti umhverfismál á hina póli-
tísku dagskrá hér á Íslandi, var einn af forystumönn-
um Sjálfstæðisflokksins á þeirri tíð, Birgir Kjaran.
Það væri vit í því fyrir forystusveit þess flokks að
rækta betur tengslin við þá pólitísku arfleifð Birgis
Kjarans.
En alla vega er ljóst að þeir stjórnmálaflokkar sem
þekkja ekki sinn vitjunartíma í þessum málum eiga
heima á annarri öld en þeirri tuttugustu og fyrstu.
Loftslagsmál og lífsstíll
Afturhvarf til lífshátta
ömmu og afa – að hluta
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Snorri Sturluson hefur ekki not-ið sannmælis, því að andstæð-
ingur hans (og náfrændi), Sturla
Þórðarson, var oftast einn til frá-
sagnar um ævi hans og störf.
Sturla fylgdi Noregskonungi að
málum og virðist hafa verið sann-
færður um, að Íslendingum væri
best borgið undir stjórn hans. Ís-
lendinga saga hans var um land,
sem vart fékk staðist sökum innan-
landsófriðar, og í Hákonar sögu
Hákonarsonar dró höfundur upp
mynd af góðum konungi, sem ekk-
ert gerði rangt.
Snorri hafði aðra afstöðu. Samúð
hans var með friðsælum og hóf-
sömum stjórnendum frekar en
herskáum og fégjörnum, eins og
sést til dæmis á samanburði Har-
aldar hárfagra og Hákonar Aðal-
steinsfóstra og Orkneyjarjarlanna
tveggja, Brúsa og Einars, í Heims-
kringlu. Snorri hagaði hins vegar
jafnan orðum sínum hyggilega, svo
að lesa þarf á milli lína í lýsingu
hans á Ólöfunum tveimur,
Tryggvasyni og Haraldssyni, sem
boðuðu kristni og nutu þess vegna
hylli kirkjunnar. Sagði hann und-
anbragðalaust frá ýmsum grimmd-
arverkum þeirra, svo að sú ályktun
Einars Þveræings á Alþingi árið
1024 blasti við, að best væri að
hafa engan konung.
Á þrettándu öld rákust jafn-
framt á tvær hugmyndir um lög,
eins og Sigurður Líndal lagapró-
fessor hefur greint ágætlega. Hin
forna, sem Snorri aðhylltist, var,
að lög væru sammæli borgaranna
um þær reglur, sem ýmist afstýrðu
átökum milli þeirra eða jöfnuðu
slík átök. Þetta voru hin „gömlu,
góðu lög“, og þau voru umfram allt
hemill valdbeitingar. Nýja hug-
myndin var hins vegar, að lög
væru fyrirmæli konungs, sem þeg-
ið hefði vald sitt frá Guði, en ekki
mönnum, og beitt gæti valdi til að
framfylgja þeim. Þegar sendimað-
ur Noregskonungs, Loðinn Lepp-
ur, brást á Alþingi árið 1280 hinn
reiðasti við, að „búkarlar“ gerðu
sig digra og vildu ekki treysta á
náð konungs, var hann að skír-
skota til hins nýja skilnings á lög-
um.
Og enn rekast hugmyndir
Snorra og Sturlu á.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Sturla gegn Snorra