Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Hópur Kanadamanna minntist þess í Viðey og kirkjugarð- inum í Fossvogi í gær að þá voru 75 ár frá því að kanadíski tundurspillirinn HMCS Skeena strandaði við vesturenda Viðeyjar í ofsaveðri. 15 fórust en 198 mönnum var bjargað. Chris Barker, sem er lengst til hægri á myndinni, hefur nokkrum sinnum komið með hóp manna til landsins í þess- um tilgangi og nú er 31 maður í ferðinni og þar af 21 ung- menni. Hann segir að aðeins tveir skipverjanna sem komust af séu enn á lífi en ungir nemar haldi merkinu og minning- unni á lofti í þessari kynnis- og fræðsluferð. Einar Sigurðsson, skipstjóri á Aðalbjörgu RE-5, fór fyrir hópi breskra hermanna á bandarískum landgöngupramma út í Viðey og vann mikla hetjudáð við björgunina í aftaka- veðri. Aldrei hefur fleiri einstaklingum verið bjargað í einni björgunaraðgerð hér við land og fékk Einar heiðursorðu breska heimsveldisins, MBE-orðuna, fyrir afrekið. Minnis- varði um strandið var afhjúpaður í Viðey á aldarafmæli Ein- ars 2. ágúst 2006. Kanadíski tundurspillirinn HMCS Skeena strandaði við Viðey fyrir 75 árum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kanadamenn minnast látinna og hetjulegrar björgunar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mjög hefur dregið úr beiðnum barnaverndaryfirvalda til lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu um að leitað verði að börnum. Fyrstu níu mánuði ársins fækkaði leitar- beiðnum úr 226 í 163 og enn meiri fækkum hefur orðið það sem af er þessum mán- uði. Það gerðist nú í fyrsta skipti frá því núver- andi skipulag var tekið upp að hálfur mánuður leið á milli þess að beiðnir um leit bærust lög- reglu. Guðmundur Fylkisson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, hefur ekki beinar skýringar á þessari fækkun. Bend- ir þó á að á síðustu átján mán- uðum hafi nokkur börn sem oft hafi þurft að leita að á hverju ári dottið út af leitarbeiðnum vegna þess að þau hafi náð átján ára aldri og komist þar með í fullorð- inna manna tölu. Í staðinn hafi ekki bæst við jafn erfið börn. Þetta þýðir ekki endilega að vandamál fólksins hafi minnkað heldur að barnaverndaryfirvöld óska ekki lengur eftir leit. Vantar nýtt meðferðarheimili Guðmundur segir að þær breyt- ingar sem gerðar voru á sínum tíma á meðferð ungmenna í vanda hafi skilað árangri. Börnin fái með- ferð á heimili sínu og í skóla en sjaldnar á stofnun. Þá segir hann að meðferðarstöðin Stuðlar taki ótrúlega lengi við ungmennum. Hins vegar segir Guðmundur að enn vanti meðferðarúrræði í stað Háholts í Skagafirði sem lokað var á árinu 2017. Nýtt meðferðarheim- ili hefur enn ekki verið byggt á höfuðborgarsvæðinu, eins og til hefur staðið. Telur Guðmundur að þrír til fjórir strákar gætu nú átt heima á slíku heimili. Beiðnum um leit að börnum fækkar mikið  Í fyrsta skipti leið hálfur mánuður á milli leitarbeiðna Beiðnir um leit að börnun 2018 og 2019 Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Leitarbeiðnir í janúar til september Fjöldi barna sem leitað var að Börn sem leitað er 4 sinnum eða oftar Börn sem leitað er 10 sinnum eða oftar 2018 2019 2018 2019 226 85 163 65 23 leitarbeiðnir 1.-24. október 2018 9 leitarbeiðnir 1.-24. október 2019 Guðmundur Fylkisson Tíu sóttu um embætti varaseðla- bankastjóra fjármálastöðugleika, en embættið var auglýst laust til um- sóknar 3. október. Sérstök hæfnis- nefnd verður skipuð til þess að fara yfir umsóknir og fjalla um hæfni um- sækjenda. Umsækjendur eru: Arnar Bjarnason, lektor og framkvæmda- stjóri, Ásdís Kristjánsdóttir, for- stöðumaður efnahagssviðs SA, Guð- rún Johnsen hagfræðingur, Gunnar Jakobsson lögfræðingur, Haukur C. Benediktsson hagfræðingur, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, Kristrún Heimisdóttir lög- fræðingur, Óttar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs sveitar- félaga, Tómas Brynjólfsson skrif- stofustjóri og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. Tíu sóttu um stöðu í Seðlabankanum  Skipað í embætti varaseðlabankastjóra Isavia krefur íslenska ríkið um 2,2 milljarða í bætur vegna tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness frá 17. júlí sl. í innsetningarmáli bandaríska flugvélaleigufélagsins ALC. Á grundvelli úrskurðarins var Isavia gert að afhenda flugvél ALC sem kyrrsett hafði verið vegna skulda leigu- taka vélarinnar, WOW air. Einnig gerir Isavia bótakröfu á hendur ALC. Hún byggist fyrst og fremst á bótareglu aðfararlaga. Bóta- krafan á hendur íslenska ríkinu byggist á ákvæðum dóm- stólalaga og 97. gr. aðfararlaga um ábyrgð héraðsdóm- ara. „Þetta er ekki bara spurning um fjárhagslegt tjón heldur er þetta líka spurning um að fá úr því skorið hvernig eigi að beita þessari lagaheimild, kyrrsetning- arheimild sem felst í loftferðalögum, til framtíðar,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, við mbl.is. Isavia stefnir íslenska ríkinu  Krefst 2,2 milljarða króna í bætur vegna ALC-málsins Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Við erum með tugi fyrirtækja á söluskrá Um er að ræða fyrirtæki í verslun, innflutningi, útflutningi, matvælaframleiðslu, iðnaði, ferðaþjónustu, skiltagerð, veitingarekstri, skyndibita og ísgerð Ráðgjafar / eigendur Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA Gsm. 8939855 Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA Gsm. 8939370 •Áhugaverð skiltagerð sem hefur farið út í ýmsar nýjungar og hefur skilað góðri afkomu. •Mjög arðsöm verslun og skyndibitastaður á Suðurnesjum. •Um 120 fm. verslunarrými í Kringlunni - leigusamningur. Hugsanlegt samstarf við núverandi verslun. •Öflugt og arðsamt innflutningsfyrirtæki í eigin húsnæði. Velta um 250 milljónir. •Búnaður, eldhústæki, borð og stólar veitingastaðar í Reykjavík • Sérverslanir á Laugavegi með góða afkomu. • Leitum að fjárfesti í áhugverð verkefni Við erum með fjölda fjárfesta sem eru að leita að tækifærum af ýmsum toga og vilja hefja eigin rekstur. Á tímum lækkandi vaxta felast oft bestu tækifærin í eigin fjárfestingum í einkarekstri og þróun eigin fyrirtækja. Við erum lifandi markaðstorg fjárfestinga og tengsla, vertu í sambandi við okkur. Ráðgjafar Investis annast miðlun og sameiningar fyrirtækja. Við gerum verðmöt sem byggjast á viðurkenndum aðferðum. Auk þess erum við ráðgefandi og við öflun fjárfesta á fyrirtækjum í uppbyggingu og þróun. Meðal fyrirtækja á söluskrá eru þessi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.