Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
Ríkið rekur sérstaka ríkis-stofnun, Fjölmiðlanefnd, sem
hefur eftirlit með fjölmiðlum, þar
með talið með rit-
stjórnarstefnu og
ritstjórnum einka-
rekinna fjölmiðla.
Með hugmyndum
um styrkveitingar
til einkarekinna
fjölmiðla er gert
ráð fyrir að auka
enn umsvif þess-
arar stofnunar og möguleika henn-
ar til að hafa áhrif á starfsemi fjöl-
miðla.
Ástæða er til að benda á þettavegna orða forsætisráðherra í
samtali við Ríkisútvarpið í gær.
Tilefnið er ákvörðun Íslandsbanka
um að beita fjölmiðla fjárhags-
legum þrýstingi ef þeir hegða sér
ekki í samræmi við kynjasjónarmið
bankans.
Þær viðskiptaþvinganir sem núhanga yfir íslenskum fjöl-
miðlum af hálfu þessa ríkisbanka
urðu til þess að forsætisráðherra
sagði fólk eðlilega viðkvæmt þegar
kæmi að samspili stórfyrirtækja og
fjölmiðla.
En forsætisráðherra hafði ber-sýnilega líka samúð með
þessum aðgerðum bankans þó að
hún segðist vilja breyta kynja-
hlutföllum „án þess þó að ganga á
ritstjórnarlegt sjálfstæði fjöl-
miðla“.
Þessi hálfvelgja er ekki sér-staklega gagnleg eða sann-
færandi. Þegar ríkið rekur sér-
staka stofnun sem skiptir sér af
ritstjórnarstefnu fjölmiðla og leyf-
ir ríkisbanka að beita fjölmiðla
fjárhagslegum þrýstingi, þá er
ekki mjög trúverðugt að ríkið telji
ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla
mikilvægt.
Katrín
Jakobsdóttir
Vaxandi afskipti
af ritstjórnum
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarð-
ar, Djúpavogshrepps og Borgar-
fjarðar eystri ganga í dag til kosn-
inga um sameiningu sveitar-
félaganna í eitt. Kjörstaðir verða í
öllum sveitarfélögunum, einn í
hverju. Kjörfundir hefjast klukkan 9
eða 10 og lýkur á bilinu 18 til 22. Tal-
ið verður á öllum stöðunum og nið-
urstöður tilkynntar.
Ef meirihluti þeirra sem þátt taka
samþykkir sameiningartillöguna í
öllum sveitarfélögunum sameinast
þau í eitt. Ef tillagan verður felld í
einu af þremur minni sveitarfélög-
unum, það er að segja öðrum en
Fljótsdalshéraði, er sveitarstjórnum
þeirra þriggja sem samþykkja heim-
ilt að ákveða sameiningu án þess að
ganga til nýrra kosninga.
Í aðdraganda viðræðna um sam-
einingu var gerð skoðanakönnun
meðal íbúa þessara fjögurra sveitar-
félaga auk Vopnafjarðarhrepps og
Fljótsdalshrepps. Meirihluti studdi
sameiningu á Fljótsdalshéraði,
Seyðisfirði, Djúpavogi og Borgar-
firði eystra en meirihluti íbúa á
Vopnafirði og í Fljótsdalshreppi var
andvígur. Því gengu sveitarfélögin
fjögur til viðræðna sem leiddu til til-
lögu um sameiningu sem nú er lögð
fyrir íbúana.
helgi@mbl.is
Greiða atkvæði um sameiningu
Tillaga gerð um sameiningu fjögurra
nágrannasveitarfélaga á Austurlandi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Seyðisfjörður Íbúar fjögurra sveit-
arfélaga kjósa um sameiningu.
Hjálparsamtökin SOS Barnaþorpin
eru meðal kostunaraðila heimildar-
þáttarins Leitin að upprunanum, sem
hefur síðustu vikur verið í sýningu
hjá Stöð 2. Spurður hvort samtökin
séu farin að styrkja þáttagerð í sjón-
varpi segir Ragnar Schram, fram-
kvæmdastjóri SOS Barnaþorpa, svo
ekki vera. Aðeins sé um auglýsinga-
kaup að ræða, sem séu nauðsynleg.
Samtökin séu ekki að styrkja þátta-
gerð.
„Hluti af starfsemi okkar er að
kynna okkur og við reynum að hafa
þann kostnað sem allra lægstan til að
sem mest af framlögum fólks fari í
verkefnin okkar erlendis,“ segir
Ragnar og bætir við:
„Okkur fannst efni þáttarins eiga
óbeina skírskotun og tengingu við
starfsemi okkar.“
Nauðsynlegur hluti rekstrar
„Þetta er kallað kostunaraðili en
þetta er ekkert annað en kaup á aug-
lýsingu. Við fáum 10 sekúndna pláss á
undan og eftir þættinum,“ segir
Ragnar og telur af og frá að samtökin
komi með neinum hætti að þáttagerð.
Stefna SOS Barnaþorpanna sé að
aldrei fari minna en 80% styrkja í
verkefni samtakanna og afgangurinn
fari þá í rekstur og öflun nýrra
styrktaraðila, eins og umrædda aug-
lýsingu. Í fyrra fóru 84% í verkefnin
og því 16% í kostnað.
Ragnar segir þetta vera nauðsyn-
legur hluti af rekstrinum og segist
stoltur af því að kostnaðurinn sé ekki
meiri en raun ber vitni. „Reynslan
hefur sýnt að þegar dregið er úr aug-
lýsingakostnaði kemur bara minna
inn og auðvitað þarf að finna eitthvert
jafnvægi,“ segir hann.
„Þetta er bara hluti af því að vera á
þessum markaði og leita að styrkjum
frá almenningi. Við þurfum að biðja
um peningana, þeir koma ekki af
sjálfu sér.“
SOS Barnaþorp
kosta heimildarþátt
84% framlaga til
SOS fara í verkefni
16% fara í kostnað
AFP
SOS Samtökin komast ekki hjá því
að verja fjármunum í auglýsingar.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Peysur – bolir – túnikur
blússur – vesti – buxur
Eigum alltaf vinsælu velúrgallana í
mörgum litum og stærðum S-4XL
1988 - 2018
NÝJAR GLÆSILEGAR
HAUSTVÖRUR