Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Ríkið rekur sérstaka ríkis-stofnun, Fjölmiðlanefnd, sem hefur eftirlit með fjölmiðlum, þar með talið með rit- stjórnarstefnu og ritstjórnum einka- rekinna fjölmiðla. Með hugmyndum um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla er gert ráð fyrir að auka enn umsvif þess- arar stofnunar og möguleika henn- ar til að hafa áhrif á starfsemi fjöl- miðla.    Ástæða er til að benda á þettavegna orða forsætisráðherra í samtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið er ákvörðun Íslandsbanka um að beita fjölmiðla fjárhags- legum þrýstingi ef þeir hegða sér ekki í samræmi við kynjasjónarmið bankans.    Þær viðskiptaþvinganir sem núhanga yfir íslenskum fjöl- miðlum af hálfu þessa ríkisbanka urðu til þess að forsætisráðherra sagði fólk eðlilega viðkvæmt þegar kæmi að samspili stórfyrirtækja og fjölmiðla.    En forsætisráðherra hafði ber-sýnilega líka samúð með þessum aðgerðum bankans þó að hún segðist vilja breyta kynja- hlutföllum „án þess þó að ganga á ritstjórnarlegt sjálfstæði fjöl- miðla“.    Þessi hálfvelgja er ekki sér-staklega gagnleg eða sann- færandi. Þegar ríkið rekur sér- staka stofnun sem skiptir sér af ritstjórnarstefnu fjölmiðla og leyf- ir ríkisbanka að beita fjölmiðla fjárhagslegum þrýstingi, þá er ekki mjög trúverðugt að ríkið telji ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla mikilvægt. Katrín Jakobsdóttir Vaxandi afskipti af ritstjórnum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarð- ar, Djúpavogshrepps og Borgar- fjarðar eystri ganga í dag til kosn- inga um sameiningu sveitar- félaganna í eitt. Kjörstaðir verða í öllum sveitarfélögunum, einn í hverju. Kjörfundir hefjast klukkan 9 eða 10 og lýkur á bilinu 18 til 22. Tal- ið verður á öllum stöðunum og nið- urstöður tilkynntar. Ef meirihluti þeirra sem þátt taka samþykkir sameiningartillöguna í öllum sveitarfélögunum sameinast þau í eitt. Ef tillagan verður felld í einu af þremur minni sveitarfélög- unum, það er að segja öðrum en Fljótsdalshéraði, er sveitarstjórnum þeirra þriggja sem samþykkja heim- ilt að ákveða sameiningu án þess að ganga til nýrra kosninga. Í aðdraganda viðræðna um sam- einingu var gerð skoðanakönnun meðal íbúa þessara fjögurra sveitar- félaga auk Vopnafjarðarhrepps og Fljótsdalshrepps. Meirihluti studdi sameiningu á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði, Djúpavogi og Borgar- firði eystra en meirihluti íbúa á Vopnafirði og í Fljótsdalshreppi var andvígur. Því gengu sveitarfélögin fjögur til viðræðna sem leiddu til til- lögu um sameiningu sem nú er lögð fyrir íbúana. helgi@mbl.is Greiða atkvæði um sameiningu  Tillaga gerð um sameiningu fjögurra nágrannasveitarfélaga á Austurlandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seyðisfjörður Íbúar fjögurra sveit- arfélaga kjósa um sameiningu. Hjálparsamtökin SOS Barnaþorpin eru meðal kostunaraðila heimildar- þáttarins Leitin að upprunanum, sem hefur síðustu vikur verið í sýningu hjá Stöð 2. Spurður hvort samtökin séu farin að styrkja þáttagerð í sjón- varpi segir Ragnar Schram, fram- kvæmdastjóri SOS Barnaþorpa, svo ekki vera. Aðeins sé um auglýsinga- kaup að ræða, sem séu nauðsynleg. Samtökin séu ekki að styrkja þátta- gerð. „Hluti af starfsemi okkar er að kynna okkur og við reynum að hafa þann kostnað sem allra lægstan til að sem mest af framlögum fólks fari í verkefnin okkar erlendis,“ segir Ragnar og bætir við: „Okkur fannst efni þáttarins eiga óbeina skírskotun og tengingu við starfsemi okkar.“ Nauðsynlegur hluti rekstrar „Þetta er kallað kostunaraðili en þetta er ekkert annað en kaup á aug- lýsingu. Við fáum 10 sekúndna pláss á undan og eftir þættinum,“ segir Ragnar og telur af og frá að samtökin komi með neinum hætti að þáttagerð. Stefna SOS Barnaþorpanna sé að aldrei fari minna en 80% styrkja í verkefni samtakanna og afgangurinn fari þá í rekstur og öflun nýrra styrktaraðila, eins og umrædda aug- lýsingu. Í fyrra fóru 84% í verkefnin og því 16% í kostnað. Ragnar segir þetta vera nauðsyn- legur hluti af rekstrinum og segist stoltur af því að kostnaðurinn sé ekki meiri en raun ber vitni. „Reynslan hefur sýnt að þegar dregið er úr aug- lýsingakostnaði kemur bara minna inn og auðvitað þarf að finna eitthvert jafnvægi,“ segir hann. „Þetta er bara hluti af því að vera á þessum markaði og leita að styrkjum frá almenningi. Við þurfum að biðja um peningana, þeir koma ekki af sjálfu sér.“ SOS Barnaþorp kosta heimildarþátt  84% framlaga til SOS fara í verkefni  16% fara í kostnað AFP SOS Samtökin komast ekki hjá því að verja fjármunum í auglýsingar. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Peysur – bolir – túnikur blússur – vesti – buxur Eigum alltaf vinsælu velúrgallana í mörgum litum og stærðum S-4XL 1988 - 2018 NÝJAR GLÆSILEGAR HAUSTVÖRUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.