Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Botngöng eru einn þeirra mögu- leika sem nefndir hafa verið sem fyrsti áfangi Sundabrautar undir Kleppsvík. Starfshópur um Sunda- braut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu, sem birti skýrslu sína í sumar, sló þennan möguleika út af borð- inu. Ekki eru allir á eitt sáttir með það og reyndir menn í verkfræð- ingastétt gagnrýna þessa ákvörð- un. „Ókostir botnganga tengjast ekki síst þeirri óvissu sem fylgir því að engin reynsla er af gerð botnganga hér á landi, og kostn- aðaráætlanir því ótryggar. Stað- setning á þurrkví til framleiðslu steyptra eininga hefur mikil áhrif á kostnaðinn og jarðfræðilegar að- stæður, laust efni og klöpp vega einnig þungt,“ sagði m.a. í skýrslu starfshópsins. „Ég er ekki að fullyrða að botn- stokkur sé hagkvæmasta lausnin á þessu stigi en mér finnst allt of bratt farið hjá þessum samstarfs- hópi að afskrifa hann á grundvelli þeirra takmörkuðu gagna sem liggja fyrir,“ segir Einar Ragn- arsson, sviðsstjóri mannvirkja og umhverfis, hjá verkfræðistofunni Mannviti. Setja þarf fram valkosti Undir þessi orð tekur Bjarni Gunnarsson, umferðarverkfræð- ingur hjá Hniti. Hann segir að botngöng hafi allan tímann verið inni sem valkostur en nú séu þau tekin út og um kennt reynsluleysi íslenskra tæknimanna og óvissu um kostnað. Við allar hefðbundnar vegaframkvæmdir setji menn fram valkosti til að skoða og þeir séu svo kynntir í mati á umhverfis- áhrifum. „Maður sér ekki að slíkt sé í gangi hér,“ segir Bjarni. Einar bendir á að þegar kynnt var skýrsla um samanburð val- kosta fyrir 20 árum hafi margir orðið til þess að benda á veikleika í kostnaðarlegum samanburði val- kosta. „Svo virðist að þrátt fyrir alla þá vinnu og fjármuni sem varið hefur verið í þetta verkefni á umliðnum áratugum sé enn verið að byggja á eldri vinnu,“ segir Einar. Hann bendir á að í skýrslu sam- starfshóps ríkis og SSH, kafla 6, komi fram að kostnaðarmat sé byggt á eldri vinnu Línuhönnunar sem Efla var fengin til að endur- reikna. Þar segir að mikil óvissa sé um þessar kostnaðaráætlanir og nauðsynlegt að leggja í frekari vinnu í að endurreikna kostnaðar- áætlanir frá grunni. „Í ljósi þessa er mjög sér- kennilegt að þessi starfshópur hafi komist að svo afdráttarlausri nið- urstöðu. Bætt er við „rökum“ eins og að ókostir botnstokks felist m.a. í að það sé engin reynsla af slíkri fram- kvæmd á Íslandi. Þetta finnst mér ekki boðleg „rök“, það yrði lítið um framþróun í landinu ef þetta væri tekið gilt,“ segir Einar. Jafnframt sé fullyrt að lágbrú sé besti kosturinn gagnvart hjólandi og gangandi vegfarendum. Einar segist ekki geta séð að umferð þessara sömu vegfarenda um bjartan og vistlegan stokk, þar sem þeir eru fullkomlega að- greindir frá umferð bifreiða, sé síðri kostur. „Að mínu viti verður seint hægt að réttlæta jarðgöngin sökum kostnaðar. Þá stendur eftir lágbrú yfir Kleppsvík sem þverar hafn- arsvæðið. Það er ljóst að höfnin verður að treysta á núverandi landsvæði um ókomin ár og það er frekar þrengt að henni frekar en hitt. Ef menn velja að fara í lágbrú verða menn líka að greina áhrifin á höfnina og verðleggja þá bakka og það svæði sem skerst af sunnan Holtavegar,“ segir Einar Markaðurinn meti kostina Hann bendir á að í samgöngu- áætlun sé gert ráð fyrir að Sunda- braut verði skilgreind sem sam- vinnuverkefni ríkis og einkaaðila (PPP-verkefni) líkt og Hvalfjarð- argöng voru. „Mín skoðun er að það sé bæði rökrétt og eðlilegt. Með því er hægt að láta markaðinn um að meta hagstæðustu lausnina. En þá er líka mikilvægt að aðrar ákvarðanir og útfærslur, svo sem hönnun væntanlegs Sæbraut- arstokks, útiloki ekki lausnir sem markaðurinn telur hugsanlega vænlegar við þverun Kleppsvíkur,“ segir Einar. Bjarni segir það sína skoðun að botngöng séu besti kosturinn og hinir valkostirnir mjög dýrir, bæði hvað varðar umferð og skipulag. „Jarðgöng sem vonlaust er að byggja í áföngum og lágbrú sem lokar nánast fyrir starfsemi Sam- skipa.“ Botngöng verði áfram kostur  Reyndir verkfræðingar undrast að starfshópur hafi slegið botngöng út af borðinu sem möguleika við þverun Kleppsvíkur  Segja rökin ekki standast skoðun  Endurreikna þarf kostnaðaráætlanir Botngöng Myndin sýnir hvernig slíkur stokkur hefur verið lagður á hafs- botn erlendis. Akreinar eru fyrir bifreiðar í báðar áttir og göng fyrir lestir. Bjarni Gunnarsson Einar Ragnarsson Mynd/Bjarni Gunnarsson Sundabrautin Möguleg lega í botngöngum. Vestanmegin yrði rampi neðan Klepps en á landfyllingu austanmegin. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is Upptöku tækiÞér er í lófa lagið að taka upp ! Verkfræðistofan Mannvit vann skýrslu um botngöng sem kynnt var í borgarráði Reykjavíkur í september 2017. Þar kemur fram að botngöng er að finna víða um heim og lögð höfðu verið yfir 200 slík þegar skýrsl- an kom út árið 2017. Í Noregi, Svíþjóð og Danmörku hafi nokkur botngöng verið byggð og tekist vel til, að því er fram kemur í skýrslunni. Stærð botnganga ráðist af aðstæðum og þau séu oftast gerð fyrir bíla- og lestarumferð. Botngöng eru vanalega notuð til að þvera þar sem vatnsdýpi er tiltölulega lítið en dýpt lausra jarðlaga umtalsvert. Botngöng samanstanda venjulega af forsmíðuðum einingum sem byggðar eru á landi og síðan fleytt á ákvörðunarstað þar sem þeim er sökkt og komið fyrir í skurði sem grafinn er í botninn. Einingarnar eru svo tengdar saman með vatnsþéttri tengingu. Val á mannvirki veltur á mörgum þáttum en botngöng hafa ýmsa kosti, segir í skýrslunni. Þau eru hentug á litlu dýpi og þar sem erfitt er að bora í gegnum berggrunn. Einingar eru forsteyptar og getur framkvæmda- tími verið styttri því hægt er að steypa á meðan jarðvinna er í gangi. Helsti kostur botnganga umfram jarðgöng er að þau þurfa ekki að liggja eins djúpt og venjuleg jarð- göng sem bora þarf á ákveðnu dýpi í berginu. Aðkoman getur því verið mun styttri, veglínur mögulega með minni langhalla og göngin eru því hentug þar sem landsvæði er lítið. Botngöng hafa það einnig fram yfir hábrýr líkt og jarðgöng að þurfa á styttri aðkomu að halda og heild- arlengd þverunar verður minni. Botngöngin hafa ekki eins mikil áhrif á skipaumferð og brú, og veður og vindar hafa ekki áhrif á botngöng líkt og hábrýr þar sem ísing getur myndast á brúm auk þess sem við- halds er krafist vegna veðrunar. Það er mat skýrsluhöfunda hjá Mannviti að aðstæður við Kleppsvík séu um margt heppilegar fyrir botn- göng. Lagt er til að framkvæma rannsóknarboranir, sýnatöku og rannsóknir á seti í áætlaðri legu ganganna. Til eru ýmis ný og nýleg dæmi um botngöng annars staðar á Norð- urlöndunum. Sýnt hafi verið fram á að botngöng henti vel á stöðum líkt og í Norður-Evrópu þar sem ís- myndun og kaldara veðurfar er al- gengt. Góð reynsla af botngöngum  Notuð þar sem vatnsdýpi er lítið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.