Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 HANDBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Vegna mikilla forfalla gefst enn fleiri leikmönnum en ella tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara í handbolta, í Svíþjóð þessa helgina, í síðustu leikjunum áður en lokaund- irbúningur fyrir EM hefst um jólin. Margir hafa fengið stóran plús í kladdann í 27:26-sigri á hinu sterka liði Svía í Kristianstad í gær, en seinni vináttulandsleikur þjóðanna er svo í Karlskrona á morgun. Sveinn Jóhannsson kallaði senni- lega manna hæst á Guðmund um að velja sig, með frábærri framgöngu í miðri vörn Íslands í sínum fyrsta al- vöru landsleik. Guðmundur ákvað að kasta þessum tvítuga, uppalda Fjölnismanni, sem nú leikur með SönderjyskE í Danmörku, út í djúpu laugina gegn liðinu sem endaði í 5. sæti á HM í ár og vann silfur á síð- asta EM. Sveinn reyndist vel fær um að troða marvaðann í 60 mínútur, með Ými Örn Gíslason sér við hlið í afar ungri, miðri vörn Íslands. Kári Kristján Kristjánsson minnti sömuleiðis á að hann er enn í dag besti sóknarlínumaður Íslands. Kári lét sænsku vörnina hafa mikið fyrir sér og með snillinga á borð við Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson tilbúna að mata hann færir það íslenska liðinu mikið að vera með svo góðan mann á lín- unni. Kári var ekki með á síðasta Gummi, veldu mig  Ísland vann frábæran sigur á Svíum  Sveinn og Kári á meðal þeirra sem valda munu Guðmundi EM-hausverk Kristianstad Arena, vináttulands- leikur karla, föstudag 25. október 2019. Gangur leiksins: 2:0, 3:0, 6:4, 8:7, 11:9, 13:11, 14:14, 17:16, 21:19, 23:21, 24:25, 26:27. Mörk Svíþjóðar: Daniel Petters- son 9/3, Kim Ekdahl Du Rietz 4, Albin Lagergren 3, Linus Arnesson 2, Fredric Pettersson 2, Jerry Toll- bring 2, Max Darj 2, Simon Jepps- son 1, Jim Gottfridsson 1. Varin skot: Andreas Palicka 6, Mikael Appelgren 4. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Íslands: Sigvaldi Björn Guð- jónsson 5, Kári Kristján Krist- jánsson 4, Ólafur Guðmundsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Haukur Þrastarson 3, Teitur Örn Einarsson 3, Bjarki Már Elísson 2/2, Aron Pálmarsson 2, Viggó Kristjánsson 1. Varin skot: Viktor Gísli Hall- grímsson 9, Ágúst Elí Björg- vinsson 2. Utan vallar: 12 mínútur. Áhorfendur: 4.054. SVÍÞJÓÐ – ÍSLAND 26:27 KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson Skúli B. Sigurðsson Keflavík er enn með fullt hús stiga í Dominos-deild karla í körfubolta eft- ir 103:91-sigur á útivelli gegn Stjörnunni í 4. umferðinni í gær- kvöldi. Hlynur Bæringsson er enn frá keppni vegna meiðsla og Stjarn- an er ekki sama lið án Hlyns. Kefla- vík var með forskotið stærstan hluta leiks og var sigurinn verðskuldaður. Keflavík er með mun sterkari leikmannahóp á þessu tímabili en því síðasta þar sem þrír gríðarlega sterkir útlendingar eru nú í röðum félagsins. Dominykas Milka, Khalil Ahmad og Deane Williams spiluðu allir virkilega vel í gær. Þeir skoruðu allir yfir 20 stig og tóku yfir 10 frá- köst. Enginn spilaði eins vel og Milka, sem hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins til þessa. Þegar þú ert með þrjá útlend- inga sem skora yfir 70 stig og taka yfir 40 fráköst er frekar líklegt að þú standir uppi sem sigurvegari. Stjarnan gerði vel í að gefast ekki upp og ná að minnka muninn niður í þrjú stig undir lokin. Það vantar hins vegar ákveðið hjarta í liðið þeg- ar Hlynur er ekki með og eru er- lendu leikmenn Stjörnunnar langt frá því að vera eins sterkir og hjá Keflavík. Það verður afar for- vitnilegt að sjá Keflavík fá Íslands- meistara KR í heimsókn þann 15. nóvember. Þótt lítið sé búið á mótinu, gæti það verið upphitun fyr- ir úrslitaeinvígið í lok tímabils. Fyrsti sigur Grindavíkur Það var ekki burðugur körfu- knattleikur sem háður var í Grinda- víkinni þegar Njarðvíkingar mættu í heimsókn. Þessi leikur endurspegl- aði kannski nokkuð vel upphaf beggja liða þetta tímabilið en hvor- ugt lið hefur náð miklum hæðum í sínum leik fram að þessu. 78:66 varð niðurstaða kvöldsins og oft hefur verið meiri ákefð og barátta í leikj- um milli þessara liða. Grindvíkingar höfðu fyrir leik ekki unnið leik í deildinni og fyrir leik undraði undirritaður sig á þeirri staðreynd enda firnasterkur hópur leikmanna samankominn þar á bæ. Enn loðir smá kæruleysi við sókn- arleik liðsins, en á meðan menn eins og Ólafur Ólafsson hitta vel líkt og í gærkvöldi ætti það að sleppa fyrir horn. Njarðvíkingar virðast eiga langt í land í sínum leik og hefur undirritaður varla séð liðið leika jafn illa í mörg herrans ár. Varnarleikur virðist alltaf á hælunum langt fram eftir leik og sóknarleikur sem rétt nær að slefa í 26 stig í fyrri hálfleik mun hæglega verða til þess að liðið komi til með að slást á áður óþekkt- um slóðum í deildinni í vetur. Á loka- sprettinum kom smá ákefð í leik liðs- ins en líkamstjáning leikmanna virðist vera þannig að þeir trúi ekki á verkefnið. Ljós punktur í leik liðs- ins var Veigar Páll Alexandersson, ungur bakvörður þeirra, sem fékk sínar fyrstu mínútur í vetur í gær og komst hann vel frá sínu.  Sigurður Gunnar Þorsteinsson kom lítið við sögu í fyrsta leik sínum eftir endurkomuna til ÍR, þegar liðið vann Þór á Akureyri 85:75. Sigurður tók tvö fráköst og gaf eina stoðsend- ingu á þeim 9 mínútum sem hann spilaði, en Evan Singletary var at- kvæðamestur hjá ÍR með 31 stig og 10 fráköst. Hjá Þór skoraði Jamal Palmer mest eða 19 stig. Keflavík getur barist við KR  Keflvíkingar með fullt hús stiga Morgunblaðið/Árni Sæberg Sterkir Khalil Ahmad og Dominykas Milka sækja að Nikolas Tomsick í gær. EM U17 karla Undanriðill í Skotlandi: Skotland – Ísland..................................... 2:1 Liam Morrison 31., 70. – Danijel Dejan Djuric 19. Króatía – Armenía.................................... 4:0  Staðan: Króatía 6, Skotland 6, Ísland 0, Armenía 0.  Ísland mætir Armeníu í lokaumferðinni á mánudag. Tvö efstu liðin fara í milliriðil og lið í þriðja sæti getur komist áfram. UEFA-mót U15 drengja Leikið í Póllandi: Pólland – Ísland........................................ 4:0 Bandaríkin – Rússland ........... (e. vítak.) 3:5  Lokastaðan: Rússland 9, Bandaríkin 4, Pólland 4, Ísland 0. England Southampton – Leicester ........................ 0:9 Staða efstu liða: Liverpool 9 8 1 0 21:7 25 Leicester 10 6 2 2 25:8 20 Manch.City 9 6 1 2 29:9 19 Chelsea 9 5 2 2 19:14 17 Arsenal 9 4 3 2 13:12 15 Crystal Palace 9 4 2 3 8:10 14 Tottenham 9 3 3 3 15:13 12 Burnley 9 3 3 3 12:11 12 Sheffield Utd 9 3 3 3 8:7 12 Þýskaland Turbine Potsdam – Leverkusen ............ 1:1  Sandra María Jessen var á varamanna- bekk Leverkusen. B-deild: Darmstadt – Aue ..................................... 1:0  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn fyrir Darmstadt. Frakkland B-deild: Auxerre – Grenoble ................................ 0:1  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Grenoble. Rússland Rubin Kazan – Ural ................................. 0:0  Viðar Örn Kjartansson var í liði Rubin Kazan fram á 64. mínútu. Holland B-deild: Excelsior – Jong Ajax ............................. 1:3  Elías Már Ómarsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Excelsior. Katar Al-Arabi – Al Rayyan.............................. 1:2  Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Al-Arabi en Aron Einar Gunnarsson er frá vegna meiðsla. Heimir Hallgrímsson þjálf- ar liðið. Danmörk Esbjerg – Midtjylland ............................. 1.2  Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll- and á 61. mínútu og skoraði. Staðan: Midtjylland 14 11 2 1 20:6 35 København 13 9 1 3 24:14 28 Brøndby 13 7 1 5 25:19 22 Randers 13 6 2 5 21:14 20 AGF 13 6 2 5 20:14 20 OB 13 6 2 5 18:12 20 Nordsjælland 13 6 2 5 24:21 20 AaB 13 6 1 6 19:15 19 SønderjyskE 13 4 6 3 16:16 18 Lyngby 13 5 1 7 14:23 16 Horsens 13 4 2 7 10:22 14 Hobro 13 2 6 5 13:18 12 Esbjerg 14 2 3 9 11:24 9 Silkeborg 13 1 3 9 19:36 6 B-deild: Skive – Vejle............................................. 0:0  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn fyrir Vejle. KNATTSPYRNA Grill 66 deild kvenna ÍR – Grótta............................................ 23:21 Víkingur – Fram U............................... 29:44 Staðan: Fram U 6 6 0 0 211:150 12 FH 5 4 0 1 133:117 8 Selfoss 5 4 0 1 119:108 8 ÍR 6 4 0 2 152:138 8 Grótta 6 4 0 2 146:138 8 ÍBV U 5 3 0 2 131:126 6 Fjölnir 5 2 0 3 126:131 4 Stjarnan U 6 2 0 4 146:173 4 HK U 5 2 0 3 121:133 4 Valur U 5 1 0 4 131:137 2 Fylkir 6 1 0 5 114:133 2 Víkingur 6 0 0 6 149:195 0 Frakkland Toulon – Merignac .............................. 25:23  Mariam Eradze skoraði 1 mark fyrir Toulon. Vináttulandsleikir karla Slóvenía – Holland .............................. 29:29  Erlingur Richardsson þjálfar Holland. Svíþjóð – Ísland.................................... 26:27  Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð. Austurríki – Serbía .............................. 32:30 Svartfjallaland – Bosnía ...................... 26:21 Norður-Makedónía – Georgía............. 25:21 Sviss – Tékkland................................... 32:25 Pólland – Rússland............................... 19:30 HANDBOLTI Mustad-höllin, Dominos-deild karla, föstudag 25. október 2019. Gangur leiksins: 7:3, 13:7, 15:9, 20:11, 20:14, 24:16, 31:21, 35:26, 38:32, 47:38, 56:44, 64:49, 68:55, 72:58, 72:64, 78:66. Grindavík: Ólafur Ólafsson 30/10 fráköst, Jamal K Olasawere 18/9 frá- köst, Dagur Kár Jónsson 14/4 frá- köst/8 stoðs., Ingvi Þór Guðmunds- son 6/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 5/4 fráköst, Valdas Vasy- lius 4, Nökkvi Már Nökkvason 1. Fráköst: 30 í vörn, 6 í sókn. Njarðvík: Mario Matasovic 14/12 fráköst, Wayne Ernest Martin Jr. 14/6 fráköst, Maciek Baginski 11/4 fráköst/5 stoðs., Kristinn Pálsson 8/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 5/4 frák./7 stoðs., Logi Gunnarsson 4, Veigar Páll Alexandersson 4. Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson. Áhorfendur: 350. GRINDAVÍK – NJARÐVÍK 78:66 Mathús Garðabæjarhöllin, Dominos- deild karla, föstudag 25. október. Gangur leiksins: 4:4, 8:9, 14:19, 21:24, 30:27, 37:31, 40:39, 40:48, 46:52, 48:58, 53:67, 60:71, 66:76, 71:85, 79:89, 91:103. Stjarnan: Jamar Bala Akoh 20/4 fráköst, Kyle Johnson 18/5 fráköst, Nikolas Tomsick 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilm- arsson 12/9 fráköst, Ægir Þór Stein- arsson 12/4 fráköst/8 stoðsend- ingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Ágúst Angantýsson 4. Fráköst: 23 í vörn, 11 í sókn. Keflavík: Dominykas Milka 31/15 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 28/11 fráköst, Deane Williams 22/16 frá- köst, Reggie Dupree 9, Hörður Axel Vilhjálmsson 9/11 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 2, Andrés Ísak Hlynsson 2. Fráköst: 28 í vörn, 17 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Leifur S. Garðarsson, Rögnvald- ur Hreiðarsson. Áhorfendur: 631. STJARNAN – KEFLAVÍK 91:103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.