Morgunblaðið - 26.10.2019, Side 46

Morgunblaðið - 26.10.2019, Side 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 HANDBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Vegna mikilla forfalla gefst enn fleiri leikmönnum en ella tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara í handbolta, í Svíþjóð þessa helgina, í síðustu leikjunum áður en lokaund- irbúningur fyrir EM hefst um jólin. Margir hafa fengið stóran plús í kladdann í 27:26-sigri á hinu sterka liði Svía í Kristianstad í gær, en seinni vináttulandsleikur þjóðanna er svo í Karlskrona á morgun. Sveinn Jóhannsson kallaði senni- lega manna hæst á Guðmund um að velja sig, með frábærri framgöngu í miðri vörn Íslands í sínum fyrsta al- vöru landsleik. Guðmundur ákvað að kasta þessum tvítuga, uppalda Fjölnismanni, sem nú leikur með SönderjyskE í Danmörku, út í djúpu laugina gegn liðinu sem endaði í 5. sæti á HM í ár og vann silfur á síð- asta EM. Sveinn reyndist vel fær um að troða marvaðann í 60 mínútur, með Ými Örn Gíslason sér við hlið í afar ungri, miðri vörn Íslands. Kári Kristján Kristjánsson minnti sömuleiðis á að hann er enn í dag besti sóknarlínumaður Íslands. Kári lét sænsku vörnina hafa mikið fyrir sér og með snillinga á borð við Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson tilbúna að mata hann færir það íslenska liðinu mikið að vera með svo góðan mann á lín- unni. Kári var ekki með á síðasta Gummi, veldu mig  Ísland vann frábæran sigur á Svíum  Sveinn og Kári á meðal þeirra sem valda munu Guðmundi EM-hausverk Kristianstad Arena, vináttulands- leikur karla, föstudag 25. október 2019. Gangur leiksins: 2:0, 3:0, 6:4, 8:7, 11:9, 13:11, 14:14, 17:16, 21:19, 23:21, 24:25, 26:27. Mörk Svíþjóðar: Daniel Petters- son 9/3, Kim Ekdahl Du Rietz 4, Albin Lagergren 3, Linus Arnesson 2, Fredric Pettersson 2, Jerry Toll- bring 2, Max Darj 2, Simon Jepps- son 1, Jim Gottfridsson 1. Varin skot: Andreas Palicka 6, Mikael Appelgren 4. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Íslands: Sigvaldi Björn Guð- jónsson 5, Kári Kristján Krist- jánsson 4, Ólafur Guðmundsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Haukur Þrastarson 3, Teitur Örn Einarsson 3, Bjarki Már Elísson 2/2, Aron Pálmarsson 2, Viggó Kristjánsson 1. Varin skot: Viktor Gísli Hall- grímsson 9, Ágúst Elí Björg- vinsson 2. Utan vallar: 12 mínútur. Áhorfendur: 4.054. SVÍÞJÓÐ – ÍSLAND 26:27 KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson Skúli B. Sigurðsson Keflavík er enn með fullt hús stiga í Dominos-deild karla í körfubolta eft- ir 103:91-sigur á útivelli gegn Stjörnunni í 4. umferðinni í gær- kvöldi. Hlynur Bæringsson er enn frá keppni vegna meiðsla og Stjarn- an er ekki sama lið án Hlyns. Kefla- vík var með forskotið stærstan hluta leiks og var sigurinn verðskuldaður. Keflavík er með mun sterkari leikmannahóp á þessu tímabili en því síðasta þar sem þrír gríðarlega sterkir útlendingar eru nú í röðum félagsins. Dominykas Milka, Khalil Ahmad og Deane Williams spiluðu allir virkilega vel í gær. Þeir skoruðu allir yfir 20 stig og tóku yfir 10 frá- köst. Enginn spilaði eins vel og Milka, sem hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins til þessa. Þegar þú ert með þrjá útlend- inga sem skora yfir 70 stig og taka yfir 40 fráköst er frekar líklegt að þú standir uppi sem sigurvegari. Stjarnan gerði vel í að gefast ekki upp og ná að minnka muninn niður í þrjú stig undir lokin. Það vantar hins vegar ákveðið hjarta í liðið þeg- ar Hlynur er ekki með og eru er- lendu leikmenn Stjörnunnar langt frá því að vera eins sterkir og hjá Keflavík. Það verður afar for- vitnilegt að sjá Keflavík fá Íslands- meistara KR í heimsókn þann 15. nóvember. Þótt lítið sé búið á mótinu, gæti það verið upphitun fyr- ir úrslitaeinvígið í lok tímabils. Fyrsti sigur Grindavíkur Það var ekki burðugur körfu- knattleikur sem háður var í Grinda- víkinni þegar Njarðvíkingar mættu í heimsókn. Þessi leikur endurspegl- aði kannski nokkuð vel upphaf beggja liða þetta tímabilið en hvor- ugt lið hefur náð miklum hæðum í sínum leik fram að þessu. 78:66 varð niðurstaða kvöldsins og oft hefur verið meiri ákefð og barátta í leikj- um milli þessara liða. Grindvíkingar höfðu fyrir leik ekki unnið leik í deildinni og fyrir leik undraði undirritaður sig á þeirri staðreynd enda firnasterkur hópur leikmanna samankominn þar á bæ. Enn loðir smá kæruleysi við sókn- arleik liðsins, en á meðan menn eins og Ólafur Ólafsson hitta vel líkt og í gærkvöldi ætti það að sleppa fyrir horn. Njarðvíkingar virðast eiga langt í land í sínum leik og hefur undirritaður varla séð liðið leika jafn illa í mörg herrans ár. Varnarleikur virðist alltaf á hælunum langt fram eftir leik og sóknarleikur sem rétt nær að slefa í 26 stig í fyrri hálfleik mun hæglega verða til þess að liðið komi til með að slást á áður óþekkt- um slóðum í deildinni í vetur. Á loka- sprettinum kom smá ákefð í leik liðs- ins en líkamstjáning leikmanna virðist vera þannig að þeir trúi ekki á verkefnið. Ljós punktur í leik liðs- ins var Veigar Páll Alexandersson, ungur bakvörður þeirra, sem fékk sínar fyrstu mínútur í vetur í gær og komst hann vel frá sínu.  Sigurður Gunnar Þorsteinsson kom lítið við sögu í fyrsta leik sínum eftir endurkomuna til ÍR, þegar liðið vann Þór á Akureyri 85:75. Sigurður tók tvö fráköst og gaf eina stoðsend- ingu á þeim 9 mínútum sem hann spilaði, en Evan Singletary var at- kvæðamestur hjá ÍR með 31 stig og 10 fráköst. Hjá Þór skoraði Jamal Palmer mest eða 19 stig. Keflavík getur barist við KR  Keflvíkingar með fullt hús stiga Morgunblaðið/Árni Sæberg Sterkir Khalil Ahmad og Dominykas Milka sækja að Nikolas Tomsick í gær. EM U17 karla Undanriðill í Skotlandi: Skotland – Ísland..................................... 2:1 Liam Morrison 31., 70. – Danijel Dejan Djuric 19. Króatía – Armenía.................................... 4:0  Staðan: Króatía 6, Skotland 6, Ísland 0, Armenía 0.  Ísland mætir Armeníu í lokaumferðinni á mánudag. Tvö efstu liðin fara í milliriðil og lið í þriðja sæti getur komist áfram. UEFA-mót U15 drengja Leikið í Póllandi: Pólland – Ísland........................................ 4:0 Bandaríkin – Rússland ........... (e. vítak.) 3:5  Lokastaðan: Rússland 9, Bandaríkin 4, Pólland 4, Ísland 0. England Southampton – Leicester ........................ 0:9 Staða efstu liða: Liverpool 9 8 1 0 21:7 25 Leicester 10 6 2 2 25:8 20 Manch.City 9 6 1 2 29:9 19 Chelsea 9 5 2 2 19:14 17 Arsenal 9 4 3 2 13:12 15 Crystal Palace 9 4 2 3 8:10 14 Tottenham 9 3 3 3 15:13 12 Burnley 9 3 3 3 12:11 12 Sheffield Utd 9 3 3 3 8:7 12 Þýskaland Turbine Potsdam – Leverkusen ............ 1:1  Sandra María Jessen var á varamanna- bekk Leverkusen. B-deild: Darmstadt – Aue ..................................... 1:0  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn fyrir Darmstadt. Frakkland B-deild: Auxerre – Grenoble ................................ 0:1  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Grenoble. Rússland Rubin Kazan – Ural ................................. 0:0  Viðar Örn Kjartansson var í liði Rubin Kazan fram á 64. mínútu. Holland B-deild: Excelsior – Jong Ajax ............................. 1:3  Elías Már Ómarsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Excelsior. Katar Al-Arabi – Al Rayyan.............................. 1:2  Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Al-Arabi en Aron Einar Gunnarsson er frá vegna meiðsla. Heimir Hallgrímsson þjálf- ar liðið. Danmörk Esbjerg – Midtjylland ............................. 1.2  Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll- and á 61. mínútu og skoraði. Staðan: Midtjylland 14 11 2 1 20:6 35 København 13 9 1 3 24:14 28 Brøndby 13 7 1 5 25:19 22 Randers 13 6 2 5 21:14 20 AGF 13 6 2 5 20:14 20 OB 13 6 2 5 18:12 20 Nordsjælland 13 6 2 5 24:21 20 AaB 13 6 1 6 19:15 19 SønderjyskE 13 4 6 3 16:16 18 Lyngby 13 5 1 7 14:23 16 Horsens 13 4 2 7 10:22 14 Hobro 13 2 6 5 13:18 12 Esbjerg 14 2 3 9 11:24 9 Silkeborg 13 1 3 9 19:36 6 B-deild: Skive – Vejle............................................. 0:0  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn fyrir Vejle. KNATTSPYRNA Grill 66 deild kvenna ÍR – Grótta............................................ 23:21 Víkingur – Fram U............................... 29:44 Staðan: Fram U 6 6 0 0 211:150 12 FH 5 4 0 1 133:117 8 Selfoss 5 4 0 1 119:108 8 ÍR 6 4 0 2 152:138 8 Grótta 6 4 0 2 146:138 8 ÍBV U 5 3 0 2 131:126 6 Fjölnir 5 2 0 3 126:131 4 Stjarnan U 6 2 0 4 146:173 4 HK U 5 2 0 3 121:133 4 Valur U 5 1 0 4 131:137 2 Fylkir 6 1 0 5 114:133 2 Víkingur 6 0 0 6 149:195 0 Frakkland Toulon – Merignac .............................. 25:23  Mariam Eradze skoraði 1 mark fyrir Toulon. Vináttulandsleikir karla Slóvenía – Holland .............................. 29:29  Erlingur Richardsson þjálfar Holland. Svíþjóð – Ísland.................................... 26:27  Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð. Austurríki – Serbía .............................. 32:30 Svartfjallaland – Bosnía ...................... 26:21 Norður-Makedónía – Georgía............. 25:21 Sviss – Tékkland................................... 32:25 Pólland – Rússland............................... 19:30 HANDBOLTI Mustad-höllin, Dominos-deild karla, föstudag 25. október 2019. Gangur leiksins: 7:3, 13:7, 15:9, 20:11, 20:14, 24:16, 31:21, 35:26, 38:32, 47:38, 56:44, 64:49, 68:55, 72:58, 72:64, 78:66. Grindavík: Ólafur Ólafsson 30/10 fráköst, Jamal K Olasawere 18/9 frá- köst, Dagur Kár Jónsson 14/4 frá- köst/8 stoðs., Ingvi Þór Guðmunds- son 6/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 5/4 fráköst, Valdas Vasy- lius 4, Nökkvi Már Nökkvason 1. Fráköst: 30 í vörn, 6 í sókn. Njarðvík: Mario Matasovic 14/12 fráköst, Wayne Ernest Martin Jr. 14/6 fráköst, Maciek Baginski 11/4 fráköst/5 stoðs., Kristinn Pálsson 8/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 5/4 frák./7 stoðs., Logi Gunnarsson 4, Veigar Páll Alexandersson 4. Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson. Áhorfendur: 350. GRINDAVÍK – NJARÐVÍK 78:66 Mathús Garðabæjarhöllin, Dominos- deild karla, föstudag 25. október. Gangur leiksins: 4:4, 8:9, 14:19, 21:24, 30:27, 37:31, 40:39, 40:48, 46:52, 48:58, 53:67, 60:71, 66:76, 71:85, 79:89, 91:103. Stjarnan: Jamar Bala Akoh 20/4 fráköst, Kyle Johnson 18/5 fráköst, Nikolas Tomsick 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilm- arsson 12/9 fráköst, Ægir Þór Stein- arsson 12/4 fráköst/8 stoðsend- ingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Ágúst Angantýsson 4. Fráköst: 23 í vörn, 11 í sókn. Keflavík: Dominykas Milka 31/15 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 28/11 fráköst, Deane Williams 22/16 frá- köst, Reggie Dupree 9, Hörður Axel Vilhjálmsson 9/11 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 2, Andrés Ísak Hlynsson 2. Fráköst: 28 í vörn, 17 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Leifur S. Garðarsson, Rögnvald- ur Hreiðarsson. Áhorfendur: 631. STJARNAN – KEFLAVÍK 91:103

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.