Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 20
Fólkið18/19 Þeir félagar eru einhuga um að það skapi jafnvægi að hafa bæði kynin í hjúkrunarstörfum. Því sé styrkur að fjölga karlmönnum í hjúkrun og það vantar fyrirmyndir í stéttinni. Rudolf segir kvik- myndina „Meet the parents“ ekki hafa hjálpað þar sem tengdafaðir Ben Stiller þótti ótækt að tengdasonur hans væri karlkynshjúkrunarfræðingur! Þarna er verið að spyrða saman um- önnun og kvenleg gildi og það leiðir til þess að fólk veltir fyrir sér kynhneigð hjúkrunarfræðinga. Þá er einnig talið karlmannlegra innan hjúkrunarfræðinnar að fara til dæmis í geðhjúkrun, gjör- gæslu-, slysa- eða bráðahjúkrun og svæfingar. Helgi segir ungt fólk hérlendis ekki skera sig úr hópi jafnaldranna þegar kemur að svarfsvali. „Við erum bara svo fáir,“ segja þeir. Þeir félagar minnast þess þó aldrei að hafa lent í neinum leiðindum eða fordómum vegna náms- og starfsvals þeirra nema fyrir utan góðlátlegt grín. Helgi segist þannig hafa verið þekktur undir nafninu „Helgi hjúkka“ meðal félaga sinna í fótboltanum á yngri árum. „Þetta var vígi karlmennskunnar,“ segir hann og hlær og Rudolf bætir við: „Maður þarf bara að vera með sjálfan sig á hreinu. Ef ekki þá getur maður stefnt í blindgötu sem erfitt er að komast út úr. Ég ákvað fyrir mörgum árum að láta verkin tala og vera metinn út frá þeim.“ Sökum þess hve fáir karlmenn hafa lagt fyrir sig hjúkrun, og þeir félagar eru með þeim fyrstu hér á landi, ætti því ekki að koma neinum á óvart að þeir séu brautryðjendur meðal karlmanna á sínu fagsviði innan hjúkrunar. Helgi er þannig fyrsti karlmaðurinn sem menntaði sig í gjörgæsluhjúkrun, en upphaflega ætlaði hann sér í heilsugæsluhjúkrun en á þeim tíma voru fáir karlmenn á því sviði. Hann hafði sótt um í heilsugæsluhjúkrun í Noregi en var hafnað. „Ég tel að mér hafi verið hafnað vegna kynferðis en engum íslenskum hjúkrunarfræðingi hafði verið hafnað til þessa.“ Helgi fór þá í gjör- gæslunám sem er gerólíkt því sem hann hafði upphaflega ætlað sér. „Við höfnunina kom nýtt tækifæri. Svona var tíðarandinn og ekkert við því að gera,“ segir hann. „Þarna er verið að spyrða saman um- önnun og kvenleg gildi og það leiðir til þess að fólk veltir fyrir sér kynhneigð hjúkrunarfræðinga.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.