Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 31
Þankastrik10/11 Hjúkrunarfræðingar í lykilhlutverki Einstaklingar með fíknivanda mæta oftar en ekki fordómum í samfélaginu og á það einnig við í heilbrigðiskerfinu. Tengsla- og stuðningsnet þeirra er oft lítið og fjölskyldubönd rofin. Mikilvægt er að vera málsvari þessa hóps og það beinir okkur aftur að grunn- gildum hjúkrunar. Því miður virðast fá úrræði vera fyrir þennan hóp og oft eru neyðarathvörf líkt og Gistiskýlið eða Konukot eða jafnvel gatan einu úrræðin sem hægt er að vísa fólki á. Nýverið kynnti ég mér, ásamt tveimur öðrum hjúkrunarfræðingum, skaðaminnkandi úrræðið Mændendes Hjem fyrir einstaklinga í vímuefnaneyslu í Kaupmannahöfn. Þar fá gestir morgunmat, hádegismat og kvöld- mat. Þar er neyðarathvarf yfir nóttina, en einnig er hægt að leigja þar herbergi ódýrt í 2-3 mánuði. Greiður aðgangur er að hreinum sprautubúnaði, smokkum og hægt er að sprauta sig í öruggu um- hverfi. Þar eru hjúkrunarfræðingar í lykilhlutverki og ekki má opna neyslurýmið nema hjúkrunarfræðingur sé á vakt. Hjúkrunarfræðingar eru einnig í lykilhlutverki í annarri heilsu- eflandi þjónustu fyrir þennan hóp. Þar er rekin heilsugæsla mönnuð hjúkrunar- fræðingum með lækni í hlutastarfi. Í athvarfinu er því hægt að sinna þessum hóp betur en inni á yfirfullum bráða- móttökum sem oft getur valdið sjúk- lingnum streitu. Ef leggja þarf sjúkling inn á sjúkrahús þá sér svokallaður félagshjúkrunarfræðingur um öll hans mál. Þetta eru hjúkrunarfræðingar með reynslu af því að starfa með fólki sem á við fíknivanda að stríða og glímir við heimilisleysi. Þessir hjúkrunarfræðingar eru sjúklingunum og starfsfólki athvarfsins innan handar svo hægt sé að veita bestu hugsanlegu meðferð. Hjúkrunarfræðingar starfa einnig á götunni og fylgja eftir meðferð sem lagt hafði verið upp með á sjúkrahúsunum. Heilbrigðisþjónusta við þennan hóp er mikilvæg og mikilvægt að huga að öllum þáttum, þar á meðal kynheilbrigði. Konur í neyslu eru sérstaklega berskjaldaður hópur og sjaldan er hugað að kynheilbrigði þeirra. Mikilvægt er að hefja við þær samræður um kynheilbrigði Rannsóknir sýna að konur í neyslu fá frekar kynsjúkdóma og lenda í ótímabærri þungun en aðrar konur og þær eiga jafnframt frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi og nauðgun.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.