Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 36
Fólkið15/15 sem við höfum tileinkað okkur. Ef viðkomandi vill aftur á móti ræða við okkur tökum við samtalið,“ segir Aðalsteinn og bætir við: „Fólkið veit að trúnaðurinn er alger hjá okkur.“ Hluti af trúnaði við skjól- stæðingana er að þeir þurfa ekki að gefa upp eigið nafn. Fæðingarár þeirra er skráð og það nafn sem þeir kjósa að nota. Aðalsteinn segir þessar forsendur vera hluta af þeim trúnaði. „Fólk væri tregara að leita til okkar ef það þyrfti að gefa upp fullt nafn og kennitölu. Það skiptir öllu til að ávinna sér traust þessara einstaklinga að þeir séu ósýnileg andlit á blaði.“ Aðalsteinn segir að verkefnið hafi stundum verið gagnrýnt á þeim forsendum að verið sé að stuðla að neyslu með því að gefa nálar. Það sé ekki rétt. „Við erum ekki að stuðla að neyslu heldur erum við að tryggja öryggi þeirra sem sprauta vímuefnum í æð. Ef fólk hefur ekki aðgang að hreinum nálum notar það búnað frá öðrum. Við drögum verulega úr skaða sem þessu gæti fylgt. Það sem skiptir einnig miklu máli gagnvart samfélaginu er að fleiri skila óhreinum búnaði, sem við förgum, í stað þess að henda honum úti á víðavangi því það skapar öðrum hættu. Ávinningurinn sést því miður ekki svart á hvítu en skaðaminnkun sparar samfélaginu mikla fjármuni.“ Hann segir starfið hjá Frúnni vera afar gefandi. Skjólstæðingarnir eru jaðarsettir í samfélaginu og þeir þekki vel til fordóma. „Það er alltaf horft á fíkilinn en ekki einstaklinginn og þar af leiðandi fær hann oft lakari þjónustu. Í það minnsta er það reynsla margra okkar skjólstæðinga. Viðhorfið er stundum það slæmt að þeir geta ekki hugsað sér að leita sér aðstoðar. Það er búið að heyra frá svo mörgum að það eigi sér ekki viðreisnar von, sé aumingjar sem ekkert geti, og fer að lokum að trúa því sjálft. Þetta viðhorf breytist ekki nema með fræðslu,“ segir Aðalsteinn. „Það eiga sér allir viðreisnar von. Ég þekki dæmi til þess í starfi mínu hjá Frúnni.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.