Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 44
Fagið08/10 „Það ErU liðin fimmtán ár síðan og við erum enn í sömu stöðu. Það þarf dirfsku og áræði til að breyta hjúkrunarstéttinni úr því að vera kvennastétt yfir í blandaða kynjastétta,“ segir Gísli Níls Einarsson hjúkrunarfræðingur en hann skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. maí 2001 undir yfirskriftinni: Karlmenn í hjúkrun! Kveikjan að því að hann skrifaði greinina voru greinar sem birtust í Tímariti hjúkrunarfræðinga sama ár, annars vegar hring- borðsumræður forsvarskvenna í hjúkrun um framtíðarsýn í tilefni 21. aldarinnar, og hins vegar viðtal við breskan hjúkrunarfræðing. Í viðtali við breska hjúkrunarfræðinginn Christopher Johns, sem þá gegndi framkvæmdastjórastöðu við Burford Community Hospital, velti hann fyrir sér af hverju karlmenn ættu að fara í hjúkrun. Hann var þeirrar skoðunar að karlmenn þyrftu að gefa kveneðli sínu lausan tauminn til að ná árangri við hjúkrunarstörf. Í hringborðsumræðunum í fyrrnefndri grein veltu þátttakendur því fyrir sér hvaða hagsmunum það þjónaði að fá fleiri karlmenn inn í greinina. Enn fremur var því spáð að karlmenn mundu ekki koma inn í stéttina og yrðu því í miklum minnihluta og færu ákveðnar leiðir. Af hverju er félagið svo kvenlægt? Gísli Níls veltir fyrir sér hvað valdi því að konurnar, sem tóku þátt í hringborðsumræðunum, hafi verið sannspáar um að karlmenn verði ekki fleiri en tvo til þrjú prósent af stéttinni. Hann telur skort á fyrir- myndum klárlega vera einn áhrifavaldinn, en til að skilja hvað veldur er mikilvægt að skoða heildarmyndina – að horfa á þetta í stærra sam- hengi. Til að átta sig á hvað við þurfum að gera til að ná raunveruleg- um árangri verðum við að skoða hvernig menntun hjúkrunarfræðinga er uppbyggð sem og starfsemi félagsins, segir hann enn fremur. „Eru viðhorfin í náminu of kvenlæg eða höfðar hún til beggja kynja?“ veltir hann fyrir sér. Í viðleitni til að svara því og fleiru skoðaði hann kynjahlutföll í stjórn og deildum Félags hjúkrunarfræðinga sem og fjölda háskólastarfsmanna í hjúkrun. Óhætt er að segja að töluverð kynjaskekkja sé hvar sem litið er. Fimmtán árum síðar brenna sömu spurningar á honum: „Er félagsstarfsemin svo kvenlæg að karlmenn vilja ekki taka þátt? Er eitthvað sem við þurfum að breyta í starfsemi félagsins til að virkja karlmenn? Er yfirlýst stefna hjá félaginu að gera það? Og af hverju er félagið svo kvenlægt?“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.