Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 58
FÉlagið03/03 Á næsta ári verður opnaður nýr vefur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og útgáfa Tímarits hjúkrunarfræðinga verður með breyttu sniði. Vefurinn verður einfaldari og notendavænni og aðgengi að efni stórbætt. Tímariti hjúkrunarfræðinga verður breytt í veftímarit en að auki verður tímaritið prentað tvisvar á ári. Breytingarnar eru unnar með hliðsjón af niðurstöðum notendakönnunar og þarfagreiningar sem framkvæmd var í haust. Almenn ánægja ríkir með núverandi vef og Mínar síður en hluti þátttakenda var þeirrar skoðunar að tími væri kominn á breytingar og að vefurinn fengi andlitslyftingu. Í grunninn er kallað eftir einfaldari, fallegri og skemmtilegri vef sem leiðir notandann betur áfram. Aðgengi að mikilvægum upplýsingum verður bætt og leiðir að efni styttar. Öflug ritstýrð leit mun bæta aðgengi að öðru efni sem liggur dýpra. Áherslur á forsíðu breytast, þáttur frétta og tilkynninga verður fyrirferðarminni, en vægi kjaramála, faglegs efnis, efni tímarits og orlofsmála verður aukið. Þó nokkur óánægja kom fram vegna orlofsvefs, hann þykir óað- gengilegur og erfiður viðeignar. Auk þess voru margir ósáttir við að þurfa að skrá sig inn til þess eins að sjá hvað sé laust hverju sinni. Því kalli hefur verið svarað strax því opnað hefur verið inn á vef orlofs- sjóðs og þarf einungis að skrá sig inn þegar pöntun er send. Grisjun efnis á orlofsvef er eitt af fyrirhuguðum verkefnum næsta árs, og sam- kvæmt upplýsingum þjónustuaðila er nýtt útlit vefsins á teikniborðinu. Töluverð óánægja var auk þess með breytingu á útgáfu tímaritsins í smáforriti (appi) en frá miðju ári 2015 var tímaritið eingöngu gefið út rafrænt. Kallað var eftir prentaðri útgáfu og til að verða við þeim óskum verður tímaritið gefið út á prenti tvisvar á ári, ásamt árlegu aukablaði, og haldið verður úti veftímariti á www.hjukrun.is. Þá verð- ur tímaritið einnig í flettiútgáfu á vefnum ásamt því að hægt verður að lesa einstakar greinar á vef. Könnunin, sem fór fram 4.-12. október, náði til tæplega 600 manns. Meirihluti þátttakenda voru kvenkynshjúkrunarfræðingar á miðjum aldri, en þátttaka var góð í öllum aldurshópum. Fjöldi hugmynda barst og verða þær hafðar til hliðsjónar við komandi breytingar. Kunnum við hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þátttakendum bestu þakkir fyrir þeirra innlegg.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.