Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 60
FÉlagið05/07 því sem sumir halda fram að séu of víð og óljós greiningarviðmið sem finna má í henni (Frances, 2013). Allt í einu, eftir greiningu, eru foreldrar sem tókust nokkuð vel á við feimni eða dapurleika barnsins síns, ekki lengur sérfræðingarnir í líðan barnsins síns og fá beint eða óbeint þau skilaboð að þau ættu að „hætta að vera fyrir“. Valdsviptingin í sjúkdómsumræðunni getur verið býsna sterk. Vel hæfir og öruggir einstaklingar verða oft eins og skjálfandi birkihríslur í vindinum þegar þeir standa frammi fyrir hinum ósigrandi norðan- garra fagmennskunnar. Sjúkdómsvæðing mennskunnar Hluti vandans er líklega árátta okkar til að sjúkdómsvæða mennsku okkar. Þessi nálgun getur stundum verið hjálpleg en hefur líka verið misnotuð í þeim tilgangi að færa fagfólki og fyrirtækjum völd og frama. Dæmi um það er hlutverk lyfjarisans GlaxoSmithKline í vitundarvakningu um sjúkdóminn félagskvíða (Elliott, 2010). Fram að þeim tíma var það ástand sem nú er lýst sem félagskvíða þekkt af mörgum einfaldlega sem feimni. Aðalmunurinn felst í því að feimni er ekki greinanlegur sjúkdómur og því liggur ekki beint við að mæla með lyfjameðferð við honum. En til að fyrirbyggja misskilning legg ég á það áherslu að viðeigandi lyfjameðferð við geðsjúkdómum, þar með talið ein- kennum félagskvíða, á sér sannarlega sinn stað og stund. Til þess hef ég séð gagn- semi þeirra of oft, bæði sem fagmaður og sem aðstandandi. En það er viss áhætta fólgin í því þegar stór lyfjafyrirtæki og fagfólk eiga ríkra hagsmuna að gæta í því að stimpla sem stærstan hluta almennings með geðsjúkdóm. Nýleg fyrirsögn í ádeilublaðinu Onion hljóðaði svo: New Study Finds Therapy, Antidepressants Equally Effective At Monetizing Depression (2015). Eða: Ný rannsókn leiðir í ljós að samtalsmeðferð og þunglyndislyf virka jafnvel til að græða á þunglyndi. Ef við erum heiðarleg við okkur sjálf getum við, fagfólk innan geðheilbrigðisþjón- ustunnar, ekki annað en brosað að sannleikskorninu í þessari ádeilu. Í bókinni Crazy Like Us: The Globalization of the American Psyche „Við, fagfólk innan geðheilbrigðisþjón- ustunnar, getum einfaldlega ekki sleg- ið eign okkar á alla mannlega þjáningu.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.