Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 61
FÉlagið06/07 lýsir höfundurinn, Ethan Watters, hvernig fórnarlömb flóðbylgjunnar á Sri Lanka 2004 voru umsetin, ekki aðeins af geðlyfjaframleiðendum heldur einnig af fylgjendum og talsmönnum ólíkra samtalsmeð- ferðaraðferða ætluðum til meðferðar við áfallastreituröskun (2010). Sumir gengu jafnvel það langt að lokka börn með sælgæti og öðrum freistingum úr flóttamannabúðum, þar sem ein aðferð var notuð, og til annarra búða þar sem annarri aðferð var beitt við meðferðina. Þessi börn áttu að hljóta RÉTTA meðferð, alls óháð þörf þeirra fyrir téða meðferð, og þrátt fyrir þá staðreynd að stór hluti mannkyns hefur tekist á við áföll síðustu 150.000 árin eða svo, án formlegrar samtalsmeðferðar eða geðlyfja. Ég ítreka að þetta þýðir ekki að þessar ágætu meðferðaraðferðir geti ekki oft verið gagnlegar, ótal rannsóknir og mín eigin reynsla segir mér annað. En einhvers staðar verðum við að draga línuna. Við, fagfólk innan geðheilbrigðisþjónustunnar, getum einfaldlega ekki slegið eign okkar á alla mannlega þjáningu. Það er jafnvel verra þegar einstak- lingar með lágmarksþjálfun og þekkingu nýta sér alræði fagmennskunnar og rukka stórfé fyrir ógagnreynd inngrip og meðferðarúrræði byggð á gervivísindum. Þar sem neyt- endavernd fyrir slíku er lítil sem engin í íslensku samfélagi er þetta sérstök hætta hér á landi. Því meira sem við reynum að finna upp nýja geðsjúkdóma eða gera greiningarskilmerki núverandi geðsjúk- dóma almennari og óskýrari (stundum af góðum huga), því útlægari verða skjólstæðingar okkar og ástvinir þeirra frá eigin mennsku. Við verðum að tryggja að aðstoð aðstandenda og samfélagsins haldi sínu lykilhlutverki í stuðningi við þá sem eiga við geðrænan vanda að etja. Við fagmennirnir getum aldrei fyllt það skarð. Förum því varlega. Í ákafa okkar og löngun til að verða að gagni megum við ekki ýta „áhugafólkinu“ til hliðar. Því þegar allt kemur til alls, er líklegast að „áhugafólkið“ hjálpi þeim mest sem við viljum hjálpa. „Við verðum að tryggja að aðstoð aðstandenda og samfélagsins haldi sínu lykilhlutverki í stuðningi við þá sem eiga við geðrænan vanda að etja. Við fagmennirnir getum aldrei fyllt það skarð.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.