Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 7
Okkur langar að skilja hvernig heilinn býr til persónuleika og hvaða líffræðilegu ferlar búa þar að baki. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE Samkvæmt 35. gr. laga Félags rafeindavirkja skal auglýsa frest til framboðs. Framboðsfrestur skal vera minnst 14 sólarhringar og skal tillögum skilað til kjörstjórnar innan þess tíma. Með hliðsjón af framansögðu hefur framboðsfrestur verið ákveðinn til kl. 12 á hádegi 2. mars 2020 Reykjavík 15. febrúar 2020 Stjórn Félags rafeindavirkja Framboð í trúnaðarstöður FRV Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina OPIÐLAUGARDAG 10-15 HUMARSÚPA STÓR HUMAR Café Komdu í kaff i AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM VÍSINDI „Þetta gerðist þannig að það voru 100 til 200 starfsmenn sem féllust á að taka þetta próf og fengu leyfi til að deila niðurstöðunum á Facebook. Á sólarhring voru allt í einu 35 þúsund manns búnir að taka prófið. Þannig að þetta gerðist ansi hratt og dálítið óvænt,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, um rannsókn fyrirtækisins á persónuleika. Um er að ræða próf sem hægt er að taka á heimasíðunni personu- leiki.is en þátttakendur verða að hafa rafræn skilríki til að taka þátt. Fólk svarar spurningum um per- sónuleika sinn og birtast niðurstöð- urnar á myndrænan hátt. Hægt er að sjá hvernig viðkomandi kemur út í samanburði við aðra þátttak- endur. Kári leggur áherslu á að gögnin sem berist séu algjörlega ópersónu- greinanleg en rannsóknin hefur hlotið leyfi Vísindasiðanefndar. „Við höfum engan áhuga á persónu- leika einstaklingsins. Við erum ein- göngu að reyna að finna út hvað það er sem skilgreinir hóp af fólki sem er með sams konar persónuleika,“ segir Kári. Íslensk erfðagreining hefur í rúm 20 ár leitað skýringa á því hvernig breytileikar í erfðamengi mannsins leiði til mannlegs fjölbreytileika. Kári segir að þá skipti töluverðu máli að skilja hvernig heilinn virki. „Okkur langar að skilja hvernig heilinn býr til persónuleika og hvaða líffræðilegu ferlar búa þar að baki. Þegar þú ert kominn með slíka breytileika sem hafa áhrif á per- sónuleika er spennandi að kanna hvort þeir tengjast einhverjum sjúkdómum.“ Það sé ljóst að persónuleiki hafi áhrif á það hvernig við bregðumst við umhverf inu. „Hvernig við bregðumst við okkar umhverfi hefur meðal annars áhrif á það hvaða sjúkdóma við fáum. Það má setja þessa rannsókn í samhengi við margar aðrar rannsóknir sem við erum að vinna núna og höfum unnið fram til dagsins í dag.“ Kári segir að miðað við hvernig viðtökurnar hafi verið í upphafi megi búast við að enn bætist í þátt- tökuna um helgina. „Þetta var sett í loftið rétt fyrir óveður. Þá sátu menn heima og höfðu ekkert að gera og hafa sjálf- sagt tekið þetta sem einhvers konar samkvæmisleik. Það má kannski segja að það sem maður hafi lært af þessu sé að það beri að setja í loftið rannsóknir sem eru gerðar í gegnum netið daginn fyrir óveður.“ Sjálfur segist Kári ekki enn vera búinn að taka prófið. „Ég var að koma frá Kaliforníu og þegar maður er nýkominn þaðan hefur maður allt annan persónuleika heldur en venjulega. Ég ætla að bíða með þetta þangað til ég er búinn að ná mér af jet-laginu.“ sighvatur@frettabladid.is Landinn áhugasamur um persónuleika sinn Um 35 þúsund manns tóku þátt í persónuleikarannsókn Íslenskrar erfða- greiningar fyrsta sólarhringinn sem prófið var á netinu. Kári Stefánsson segir að setja megi rannsóknina í samhengi við aðrar rannsóknir fyrirtækisins. Með því að svara spurningum birtast niðurstöður um persónuleikann á myndrænan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TÍMAMÓT Hæstiréttur efnir til hátíðarsamkomu í Þjóðleikhúsinu á morgun, 16. febrúar, til að fagna 100 ára afmæli réttarins en fyrsta þinghald réttarins var 16. febrúar 1920 og hefur sá dagur síðan verið talinn afmælisdagur Hæstaréttar. Hátíðarsamkoman er fyrir boðs- gesti eingöngu og munu forseti Íslands, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar, forseti Hæstaréttar Noregs, forsætisráðherra og dóms- málaráðherra flytja ávörp. Utan ávarpa verða tvö erindi f lutt; Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, fjallar um Hæstarétt í aldarspegli og norski prófessorinn Mads Bryde Andersen fjallar um framsækni, innan og utan norræns réttar. Hæstiréttur fær veglega afmælis- gjöf frá Alþingi, en í tilefni af ald- arafmælinu hefur Alþingi falið for- seta þess að ganga til samstarfs við Þjóðskjalasafn Íslands og Sögufélag um útgáfu á dómum og skjölum Yfirréttarins á Íslandi. Alþingi hefur samþykkt að styrkja útgáfuna fjár- hagslega um 10 milljónir á ári næstu 10 ár. – aá Hæstiréttur býður í 100 ára afmæli Ávörp, erindi og tónlist munu einkenna afmælisdagskrá réttarins á morgun. Fyrsta þinghald Hæsta- réttar fór fram 16. febrúar 1920. 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.