Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 23
Sem björgunarsveitarkona hef ég lært það, sem er hinn heimurinn í tilveru minni þar sem verið er að kljást við lífið og dauðann, að opinbert líf, svekkelsi yfir „umræðunni“ eða mótstreymi í pólitík er hégómi. Auðvitað geta pólitísk átök, það að standa af sér atlögur og árásir, tekið á andlega og verið særandi, en það eru bara verk- efni. Ég á góða fjölskyldu, góðan vinahóp, það er það er skiptir mig máli. Ég hef horft upp á fólk missa ástvini sína. Ekki eru nema tvær vikur síðan ég var kölluð út vegna snjóf lóðs þar sem 23 ára gamall maður lét lífið. Missir fjölskyldu hans og vina er raunverulegt mót- læti. Ég geri greinarmun þarna. Það er ekkert mótlæti þó að fólk sé ekki sammála manni. Ekki heldur þó að skerist í odda. Það eru gustir og sviptivindar. Á meðan ég þykist vita fyrir hvað ég stend, finn lífs- fyllingu með fólkinu mínu og fæ að njóta samvista við ástvini, þá er ég gæfusöm. Ekkert breyst Ólína vill þó ekki gera lítið úr þeirri baráttu sem hún hefur staðið í að undanförnu enda segist hún hafa löngun til að uppræta samfélags- legar meinsemdir eða í það minnsta vekja athygli á þeim. „Slagurinn sem ég þurfti að taka þegar gengið var fram hjá mér við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum er að mörgu leyti grundvallandi fyrir stöðu kvenna. Þess vegna tók ég þennan slag. Það var mín uppreisn gegn karllægri kvenfyrirlitningu og pólitískum hrossakaupum við opinberar ráðningar.“ Hún segir að þrátt fyrir það sem áunnist hafi í jafnréttismálum síðustu áratugi hafi ótrúlega lítið breyst þegar kemur að sjálfu við- horfinu. „Við sjáum hvernig talað er um sjálfstæðar konur. Þær eru sagðar erfiðar í samskiptum og kallaðar frekjur. Slík lýsingarorð eru óhugs- andi um karlmenn. Þeir eru bara ákveðnir og fylgnir sér. Þetta hefur sáralítið breyst og engu skiptir hvað konur eru að fást við. Hvernig var ekki talað um Torfhildi Hólm þegar hún var hefja sinn rithöfundarferil eða Guðrúnu frá Lundi? Ritsmíðar þeirra voru kallaðar „kerlinga- bækur“. Hvernig var ekki talað um Helgu Kress þegar hún var að sækja rétt sinn vegna stöðuráðninga í háskólanum? Ætli séu ekki fjöru- tíu ár síðan. Í dag er 2020 og enn er verið að niðra konur í opinberri umræðu.“ Ólína þekkir þetta á eigin skinni. Nýlega reis netumræða vegna sam- komulags sem hún gerði við ríkið um bætur eftir að gengið hafði verið fram hjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Á samfélagsmiðlum var dreift mynd af Ólínu með orðunum „20 millj- ónir“ en við hliðina sagt frá fólki sem misst hafði barn vegna lækna- mistaka og undir stóð „5 milljónir“. Hún segir að sér hafi sárnað þessi samanburður. „Að stilla upp skaða- bótum mínum – reiknuðu fjártjóni – við hliðina á óbætanlegum miska og sorg fólks sem misst hefur barn er mikil illgirni. Ég átti lögvarða kröfu á bótum vegna þess að á mér var brotið við stöðuráðningu. Til þess að lágmarka kostnað ríkisins og komast hjá málsókn af minni hálfu var mér boðið samkomulag sem ég féllst á. Þá er mér, konunni, stillt upp en engum þeirra karla sem nýlega hafa fengið mun hærri fjárhæðir fyrir það eitt að hætta í störfum sínum, einn fékk 150 millj- ónir og annar 60 milljónir. Þing- maður sem talaði um mínar bætur sem „himinhrópandi“ hneyksli hafði sjálfur tekið við 22 milljónum króna fyrir að hætta sem útvarps- stjóri. Sá maður situr meira að segja í Þingvallanefnd sem með lögbroti sínu kallaði bótaskylduna yf ir ríkið.“ Uppreisn Ólínu Frá því að Ólína Þorvarðardóttir hætti á þingi fyrir sjö árum hefur hún meðal annars stundað fræðimennsku og björgunarstörf. Hún lét hart mæta hörðu vegna ráðningar þjóðgarðsvarðar Þingvalla. Það hefur margt neikvætt verið sagt um Ólínu á sam- félagsmiðlum og í opinberri umræðu. Hún lætur slíkt ekki á sig fá. FRÉTTA- BLAÐIÐ/STEFÁN Ólína er með doktorspróf í íslensk- um bókmenntum og þjóðfræðum. Hún hefur umtalsverða stjórnunar- reynslu af opinberum störfum auk fjölmiðlareynslu frá fyrri tíð. Hún sótti um starf útvarpsstjóra. Það gerðu einnig Herdís Þorgeirsdóttir, doktor í lögum með tjáningarfrelsi fjölmiðla sem sérsvið, og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi aðal- ritstjóri 365 miðla, auk f leiri fjöl- miðlakvenna. Engin þeirra komst í síðari umferð viðtala. „Samt er það er megininntak jafnréttislöggjafar- innar að ef karl og kona eru jafnhæf í starf skuli ráða konuna ef konur eru í minnihluta á viðkomandi starfs- vettvangi. Karlinn þyrfti, lögum samkvæmt, að hafa mikla yfirburði til þess að vera tekinn fram yfir hæfa konu. Þarna sóttu um konur sem ég fullyrði að voru margar hæfari en sá sem ráðinn var, engin þeirra virðist hafa komið til álita hjá pólitískt skip- aðri stjórn Ríkisútvarpsins.“ Ætlar hún aftur í hart? Hún hugsar sig um. „Satt að segja vona ég að ein- hver önnur taki keflið núna, en þar sem stjórn RÚV hefur synjað um rökstuðning fyrir ráðningunni yrði ég ekki hissa þó að eftirmál yrðu. Það er lágmark að stjórnendur opin- berra stofnana skýri gjörðir sínar. Ríkisútvarpið er jú þjóðareign.“ Vill brjóta glerþakið Er hún í baráttu gegn andverðleika- samfélaginu? „Já, í raun. Ég vil ekki að konur sem koma á eftir mér rekist á sömu veggi. Ég hef enn trú á því að með umræðu megi hafa áhrif til góðs. Að með því að neita meðvirkn- inni muni dropinn hola steininn. Það er ekki í lagi árið 2020 að konur skuli enn líða fyrir forneskju herra- veldis og karlrembuviðhorfa,“ segir Ólína einbeitt. „Glerþakið er á sínum stað en það brotnar ekki nema rekist sé á það með látum. Það er það sem ég hef viljað að gera.“ Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.