Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 24
Hamagangurinn hefur lítil áhrif
á hana sjálfa en hún er ekki viss um
ástvini sína. „Það sem særir mig
helst þegar ég verð fyrir neikvæðri
umræðu er vitneskjan um að börn
og ástvinir geta lesið það versta
sem skrifað er í virkum í athuga-
semdum. Fjölskylda mín hefur
aldrei kvartað við mig, en ég þykist
vita að þetta hafi verið þeim erfitt
stundum. Ég vona samt að ég sé
þeim sæmileg fyrirmynd. Ég hefði
gjarnan viljað vernda yngstu börn-
in mín fyrir sviptingum síðustu ára,
en það á maður ekki val um. Það er
ekkert hugsað út í það þegar ráðist
er að fólki á Íslandi að það eigi fjöl-
skyldu.“
Ólína var fréttakona á Sjónvarp-
inu á níunda áratugnum og naut
hylli í því starfi. Þaðan var hún
fengin árið 1990 til forystu fyrir
Nýjan vettvang sem þá var nýtt
stjórnmálaaf l jafnaðar- og félags-
hyggjufólks í Reykjavík. Hún hlaut
brautargengi sem borgarfulltrúi og
varð oddviti minnihlutans í borgar-
stjórn Reykjavíkur næstu fjögur
árin. „Þá byrjaði ballið. Sjálfstæðis-
mennirnir sáu ofsjónum yfir mér
og ætluðu sannarlega að taka mig
niður. Þeir beittu öllum brögðum í
bókinni og ég varð fyrir ótrúlegum
persónuárásum. Sumar aðferðirnar
voru svo soralegar að sómakærir
Sjálfstæðismenn báðu mig afsök-
unar á þeim síðar. Eftir þá reynslu
þekki ég öll skólabókardæmin úr
kynjafræðinni um hvernig tekið
er á konum sem ógna valdhöfum á
opinberum vettvangi.“
Hraður þroski
Um miðjan tíunda áratuginn flutti
Ólína með Sigurði, eiginmanni
sínum og börnum þeirra, til Dan-
merkur. Þar vann hún að doktors-
verkefni sínu við Hafnarháskóla.
Stuttu eftir heimkomuna var hún
ráðin skólameistari Menntaskól-
ans á Ísafirði. Þá endurnýjaði Ólína
kynni sín af Ísafirði þangað sem
hún f lutti með foreldrum sínum
f jórtán ára gömul þegar faðir
hennar varð bæjarfógeti og sýslu-
maður í Ísafjarðarsýslum. Á Ísa-
firði eignaðist hún sitt fyrsta barn,
nýorðin 17 ára gömul. Stuttu síðar
kynntist hún þar mannsefninu
sínu og saman eiga þau fjögur börn
að auki.
„Ég þurfti að hraða þroskanum
þegar ég varð ófrísk 16 ára,“ segir
Ólína. „Samfélagið var öðruvísi í þá
daga en ég sé ekki eftir neinu,“ bætir
hún við og brosir. „Ef að hlutirnir
blessast þá má maður bara þakka
fyrir.“ Brosið stækkar þegar hún
klárar að telja hvað elsta barnið er
orðið gamalt. „Hann er að verða 45
ára og löngu búinn að ná mér,“ segir
hún glettin á svip.
Fjölskyldan hélt heimili á Ísafirði
frá aldamótum allt til 2017 að hún
flutti aftur í höfuðborgina. Nú deila
þau tímanum milli Reykjavíkur og
Laugarvatns þar sem þau kenna
bæði við ML, Sigurður í fullri stöðu
en Ólína kennir íslensku í hluta-
starfi, nemendum með erlendan
bakgrunn. „Það er gaman að kenna
ungu fólki. Laugarvatn er dásam-
legur staður. Gott mannlíf í nálægð
við náttúruna.“
Þræll í þágu þjóðar
Ólína sat á þingi fyrir Samfylking-
una frá 2009 til 2013, var síðan vara-
þingmaður og sat á þingi 2015-2016.
Hún saknar ekki þingmennskunnar
sem hún segir vera mikið annríkis-
starf. „Þingmaður nýtur engrar frið-
helgi. Hann er í vinnunni alla daga,
öll kvöld, alla frídaga. Á mínum
tíma voru launin ekki í neinu sam-
ræmi við álagið. Þingmaður sem
sinnir sínu starfi vel er þræll í þágu
þjóðar.“
Báðir stóru vinstrif lokkarnir
kljást við trúverðugleikavanda
gagnvart almennum launþegum
segir Ólína. „Það hefur orðið rek
frá verkalýðshreyfingunni sem
er alvarlegra en margur gerir sér
grein fyrir. Ef Samfylkingunni
tekst ekki að byggja upp samband
og verða trúverðugri fulltrúi verka-
fólks á Íslandi en hún er í dag þá
er ég hrædd um að flokkurinn sé í
Ólína og Skutull að síga með þyrlu Landhelgisgæslunnar. MYND/AÐSEND
Ólína og Skutull hafa verið á útkallslista Landsbjargar síðustu tíu árin.
erfiðum málum. Samfylkingin átti
að sameina félagshyggjufólk, en nú
eru ný stjórnmálaöf l komin inn á
sviðið og tala beint inn í verkalýðs-
hreyfinguna.“ Ólína dregur djúpt
andann. „Ég er samt ekkert í pólitík
lengur, sit bara heima í stofu með
mínar skoðanir,“ segir hún og hlær.
Endurkoma í samfélagið
Það hefur ekki gengið sem skyldi
fyrir ýmsa fyrrverandi þingmenn,
þar á meðal Ólínu, að fá starf hjá
hinu opinbera að lokinni þing-
mennskunni. Hún segir þetta
áhyggjuefni. „Mér finnst ekki að
þingmennskan eigi að vera ævi-
starf. Tvö til þrjú kjörtímabil eru
alveg nóg. Vandinn er hins vegar sá
að fólk þarf að geta átt endurkomu
í samfélagið. Það er ekki þannig á
Íslandi því svo virðist sem menn
verði vanhelgir af að sitja á Alþingi
Íslendinga. Fólk fær ekki vinnu,“
segir hún hvöss. „Erlendis eru
fyrrverandi þingmenn eftirsóttur
starfskraftur, bæði í einka- og opin-
bera geiranum, sem stjórnendur eða
ráðgjafar. Það er eitthvað allt annað
í gangi hér sem veldur því að þegar
fólk kemst inn á þing þá hangir það
eins og hundar á roði, enda hafa
margir ekki að neinu að hverfa eftir
þingmennsku.“
Hún bendir á að ef fólk ætti end-
urkomu út í samfélagið þá gæti átt
sér stað eðlileg og heilbrigð nýliðun
í þinginu í staðinn fyrir stöðnun og
„daunilla lykt pólitískra hrossa-
kaupa og ráðninga“ eins og hún
orðar það. „Flokkarnir að koma
sínum mönnum á alla pósta og líta á
það sem sitt hlutverk að stoppa ann-
arra flokka fólk í því að nýta krafta
sína og hæfileika. Þetta er skaðlegt
fyrir samfélagsheildina.“
Nornaveiðar
Ólína fann fyrir miklum létti þegar
þingmennskan var yf irstaðin.
„Mestu munaði um samverustundir
með fjölskyldunni en líka áhuga-
málin. Ég elska að grúska. Það var
alveg frá mér tekið á meðan ég var
á þingi. Þá spilaði ég sjaldnast á
píanóið, ég orti ekki ljóð og greip
aldrei gítarinn. Þegar ég hætti kom
þetta allt aftur. Ég fór að syngja,
yrkja og skrifa, og er nú búin að
koma frá mér bók.“
Fimmta bók Ólínu, Lífgrös og
leyndir dómar. Lækningar, töfrar
og trú í sögulegu ljósi, kom út í
haust og var tilnefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna. „Bókin
varð til upp úr doktorsverkefninu
mínu, Brennuöldinni, sem fjallaði
um galdramálin á Íslandi og munn-
mæli sem þeim tengdust. Þá áttaði
ég mig á því að f lestir sem voru
brenndir á báli fyrir galdra hér á
landi voru að reyna að stunda lækn-
ingar. Hér voru engir læknar á þeim
tíma og öll viðleitni til slíks var litin
hornauga, jafnvel sem galdrar og
guðlast. Þegar ég var búin að gera
göldrunum skil þá voru lækningar
næsta rökrétta skrefið.“
Ólína lifnar öll við þegar talið
berst að því sem hún hefur verið að
grúska í. „Grasakonur og ljósmæður
í Evrópu voru margar brenndar
á báli. Hér á landi voru það frekar
karlar sem gáfu sig út fyrir að geta
farið með læknisdóma og því voru
þeir í meirihluta þeirra sem brennd-
ir voru hér.“ Hún segir að nornir í
Evrópu og galdramenn á Íslandi
séu skólabókardæmi um hvernig
hægt sé að notfæra sér fáfræði, búa
til óvin og valda ótta. „Við sjáum
þetta aftur og aftur þegar þjóðir
eru að undirbúa stríð. Gyðingaof-
sóknirnar. McCarthy-isminn. Alltaf
sama aðferðafræðin. Nornaveiðar.“
Fólki bjargað frá dauða
Hin ástríðan í lífinu var hesta-
mennska, lífsstíll og íþrótt sem
hún stundaði í 40 ár áður en hún
lagði hana á hilluna. Í staðinn kom
björgunarhundasveitin sem hún
gekk til liðs við árið 2005. „Ég átti
orkumikinn hund sem mig langaði
til að fengi útrás. Þessi hundur varð
nú aldrei alvöru leitarhundur. Í dag
á ég Skutul, 12 ára gamlan höfðingja
sem hefur verið á útkallslistanum
hjá Björgunarhundasveit Íslands
síðustu tíu árin. Hann er endurmet-
inn á hverju ári og við erum saman
félagar í Landsbjörgu.“ Hundar eru
afar mikilvæg leitartæki segir Ólína.
„Þeir þurfa ekki að sjá til að leita.
Það má vera myrkur og hríð. Í víða-
vangsleit fara þeir yfir stór svæði, og
þeir eru ómetanlegir í snjóflóðum
þar sem það tekur þá 2-3 mínútur
að vinna verkefni sem tæki mann 45
mínútur. Þetta kom í ljós í snjóflóð-
unum fyrir vestan árið 1995. Ekkert
annað leitartæki jafnast á við hund
í slíkum aðstæðum.“
Sum útköllin hafa verið heilmikil
lífsreynsla og nefnir hún sem dæmi
þegar hátt í tvö hundruð björgunar-
sveitarmenn tóku þátt í að bjarga 49
ferðamönnum og leiðsögumönnum
í námunda við Langjökul 7. janúar
síðastliðinn. Hópurinn var í vél-
sleðaferð og tepptist þegar veðrið
versnaði fyrr en áætlað var. „Það
útkall var bæði krefjandi og gef-
andi því þarna var lífi fólks sannar-
lega bjargað. Krafturinn í veðrinu
var þvílíkur að á köf lum óttaðist
björgunarfólkið um sitt eigið
öryggi. Menn skiptust á að ganga á
undan farartækjunum langleiðina
frá Gullfossi í Geldingarfell. Þar
settum við upp neyðarhjálp fyrir
fólkið þegar komið var með það á
snjóbílum fyrsta spölinn. Við gáfum
því heitt að drekka og klæddum það
í þurrt, en svo tók við tímafrekur
f lutningur að Gullfossi þar sem
læknar og hjúkrunarfólk biðu þess
í fjöldahjálparstöðinni. Þetta var
raunveruleg björgun og okkur leið
öllum mjög vel á eftir.“
Hvað er svo næst á dagskrá?
Ólína gjóar augum í átt að vinnuað-
stöðunni sinni. Þar er opin fartölva
og bunki af þykkum bókum sem
bera öll merki grúsks. Hún kímir.
„Ég get ekki tjáð mig um það að svo
stöddu.“
ÞARNA SÓTTU UM KONUR
SEM ÉG FULLYRÐI AÐ
VORU MARGAR HÆFARI
EN SÁ SEM RÁÐINN VAR,
ENGIN ÞEIRRA VIRÐIST
HAFA KOMIÐ TIL ÁLITA
HJÁ PÓLITÍSKT SKIPAÐRI
STJÓRN RÍKISÚTVARPSINS.
SVO VIRÐIST SEM MENN
VERÐI VANHELGIR AF
AÐ SITJA Á ALÞINGI
ÍSLENDINGA. FÓLK FÆR
EKKI VINNU.
Ólínu gafst meiri tími til samverustunda með fjölskyldunni og áhugamála eftir að hún hætti á þingi.
Ólína gekk til liðs við Björgunarhundasveitina árið 2005.
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0