Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 34
Tvær vörur frá Eylíf eru nú þegar komnar á markað, Active Joints og Stronger
Bones, og tvær aðrar vörur eru
væntanlegar í vor.
„Active Joints inniheldur
uppbyggjandi næringarefni og
margra ára rannsóknir sýna fram
á jákvæð áhrif þeirra á heilsu
beina, liðamóta, húðar og tanna,“
upplýsir Ólöf Rún Tryggvadóttir,
stofnandi Eylíf.
„Það hefur áhrif á auma og við-
kvæma liði, eykur sveigjanleika
þeirra, styrkir bein og eykur orku
ásamt því að húð, neglur og hár
njóta góðs af.“
Sótt er í sjálf bærar auðlindir úr
sjó og landi við framleiðslu heilsu-
varanna frá Eylíf.
„Við vöndum okkur, notum
hreina íslenska náttúruafurð og
eingöngu hrein, náttúruleg og
óerfðabreytt hráefni sem stuðla
að sveigjanlegri liðum, því með
sveigjanlegri líkama erum við
færari til að takast á við verkefnin í
dagsins önn,“ segir Ólöf Rún.
Spornað við beinþynningu
Ólöf Rún segir öllum nauðsynlegt
að huga að beinum sínum.
„Við þurfum sterk bein alla ævi
því við stöndum og föllum með
því og fáir sjúkdómar skerða lífs-
gæði eins mikið og beinþynning.
Bein eru stöðugt að eyðast og
myndast en til 30 til 35 ára aldurs
er jafnvægi á því. Eftir það byrja
beineyðandi frumur að hafa betur
og vegna hormónabreytinga á
aldrinum 45 til 60 ára eykst hraði
beineyðingar töluvert hjá sumum
einstaklingum. Til að viðhalda
þessu jafnvægi alla ævi þarf að
stuðla að kalkmyndun með góðri
næringu og hæfilegri áreynslu,“
segir Ólöf Rún.
Bætiefnið Stronger Bones inni-
heldur uppbyggjandi næringarefni
frá Eylíf.
„Margra ára rannsóknir hafa
sýnt fram á jákvæð áhrif þeirra á
beinauppbyggingu. Það hefur fyrst
og fremst áhrif á styrkingu beina
en húð, liðir, neglur og melting
njóta líka góðs af,“ útskýrir Ólöf
Rún.
„Rétt eins og með Active
Joints vöndum við til verka og
sækjum í sjálfbærar auðlindir
úr sjó og landi. Við notum
hreina, íslenska náttúruafurð
og náttúruleg og hrein hráefni
sem ekki eru erfðabreytt
til að stuðla að sterkari
beinum, því með því
að huga að beinunum
stöndum við sterkari,“
segir Ólöf Rún.
Stronger Bones frá
Eylíf inniheldur níutíu
tuggutöflur í glasi. Best
er að tyggja þrjár á dag
með mat til að byggja
upp og viðhalda sterkum
beinum alla ævi.
Hrein og sjálfbær
framleiðsla
„Eins og áður sagði notum
við eingöngu hrein íslensk
hráefni sem þróuð eru á
sjálfbæran hátt í Eylíf- vör-
urnar,“ segir Ólöf Rún. „Þau
helstu eru kalkþörungar,
GeoSilica, smáþörungar
(astaxanthín) og íslenskar
jurtir. Kalkþörungar og
GeoSilica eru í báðum
vörunum, en smáþörungar
(astaxanthín) og íslenskt
birki eru aukalega í Active
Joints.“
Kalkþörungarnir vaxa
villtir við strendur Vestfjarða
Ég er líka loksins
farin að geta prjón-
að aftur því það er eitt-
hvað sem ég gat ekki í
nokkur ár. Það er því-
líkur munur því mér
finnst svo gaman að
prjóna.
Dagrún Mjöll Ágústsdóttir
Mýkri og sveigjanlegri liðir
Bætiefnin Active Joints og Stronger Bones frá Eylíf bæta heilsu liða og styrkja bein. Þau eru
framleidd á Íslandi úr hreinum, íslenskum hráefnum og eru öll hráefni sjálfbær og vistvæn.
Stronge
r Bones
styrkir
bein ás
amt
því að h
afa að á
hrif á
melting
u, húð,
hár og
neglur.
Stórbætt líðan í öllum liðamótum
„Ég hef í mörg ár glímt við liðverki og
eymsli í líkamanum, en ég hef stundað
íþróttir í 50 ár. Ég hef tekið Active Joints-
hylkin í nokkra mánuði og eftir tæplega
mánaðarneyslu varð öll líðan í liðum tölu-
vert mikið betri.
Eftir tvo mánuði fór ég í sumarfrí erlend-
is og tókst að gleyma dósinni góðu heima.
Fljótlega fann ég glöggt muninn og var
feginn að byrja aftur á inntökunni þegar
heim kom. Aftur leið þó svolítill tími þar
til efnið fór að virka, en þó töluvert styttri
heldur en þegar byrjaði á því fyrst.
Nú eru komnir rétt um þrír mánuðir og
fleira jákvætt finnst mér fylgja með. Betri
svefn og ég er mun fljótari að hvílast eftir
æfingar. Mesti munurinn er þó á stór-
bættri líðan í öllum liðamótum.
Ég mæli því óhikað með Active Joints
sem hefur reynst mun betur en þau bæti-
efni sem ég hef reynt áður. Nú liggur leiðin
bara upp á við. Ég mæli með Active Joints.”
Valbjörn Jónsson
og finnast helst í Arnarfirði, þar
sem þeir eru tíndir neðansjávar.
„Áhrif og virkni kalkþörunga
er einstök og hafa þeir verið
rannsakaðir ítarlega undanfar-
in ár. Þeir hafa einstaka eigin-
leika og góð áhrif á líkamann,
styrkja beinvef, byggja upp
beinin, hafa góð áhrif á
meltingu og húð, og hafa
reynst vel gegn sliti og
óþægindum í liðum,
en margar rannsóknir
hafa staðfest þessi áhrif,“
upplýsir Ólöf Rún.
GeoSilica er náttúru-
legur hágæða kísill sem
tekinn er úr náttúrulegu
jarðhitaefni við Hellis-
heiðarvirkjun.
„Kísillinn hefur öflug
áhrif á bandvef, beinvef
og styrkir húðina og eykur
teygjanleika hennar. Hann
eykur líka beinþéttni,
örvar hárvöxt og styrkir
neglurnar, brjóskmyndun
og æðakerfið,“ útskýrir Ólöf
Rún og tekur fram að virkni
GeoSilica kísilsins hefur
verið staðfest með rann-
sóknum.
Rannsóknir hafa líka stað-
fest virkni astaxanthín, eða
smáþörunga, en það er öflugt
andoxunarefni sem er 3000
sinnum öflugra en C-vítamín.
„Astaxanthín hefur einstaka
eiginleika og góð áhrif á líkam-
ann. Má þar nefna öfluga virkni
fyrir húð, vöðva, blóðrás, hjarta og
heila. Það styrkir ónæmiskerfið og
sjónina og virkar sem innri sólar-
vörn fyrir húðina, ásamt því að
auka teygjanleika og mýkt hennar,
en margar rannsóknir hafa staðfest
þessi áhrif,“ segir Ólöf Rún.
Astaxanthín er framleitt í
lokuðu kerfi með hreinu íslensku
vatni, en framleiðslan er bæði
vistvæn og sjálfbær.
„Allar jurtir sem eru notaðar í
Eylíf vörulínuna eru handtíndar
og þurrkaðar af íslensku fyrirtæki.
Birkilauf eins og eru í Active Joints
hafa frá örófi alda verið notuð við
ýmsum kvillum og hafa vatnslos-
andi eiginleika,“ segir Ólöf Rún.
Eylíf vörurnar fást í öllum apó-
tekum, Hagkaup, Heilsuhúsinu og
Fjarðarkaup og á eylif.is. Nánari
upplýsingar á eylif.is.
Active Joints inniheldur nær-ingarefni sem hafa jákvæð áhrif á heilsu beina, liðamóta, húð og tennur.
Getur loksins prjónað aftur
Þær Dagrún Mjöll Ágústsdóttir og Brenda
Pretlove hafa báðar afar góða reynslu af
Active Joints.
„Ég fékk heilablóðfall fyrir tæplega
fimm árum og hef síðan átt við afleiðingar
af því,“ segir Dagrún. „Það lýsir sér helst
þannig að ég hef verið stirð og lengi að
koma mér á fætur á morgnana. Ég hef
einnig verið mjög stíf og stirð í fingrum og
fótum og átt frekar erfitt með gang.“
Dagrún hefur notað Active Joints í
nokkra mánuði og fann fljótlega mun á
sér.
„Núna er ég orðin svo miklu betri í
líkamanum, meltingin er betri, ég á auð-
veldara með að ganga og er fljótari að
koma mér í gang á morgnana. Ég er líka
loksins farin að geta prjónað aftur en
það er eitthvað sem ég gat ekki í nokkur
ár. Það er þvílíkur munur því mér finnst
svo gaman að prjóna. Árangurinn af því
að nota Active Joints hefur verið alveg
ótrúlegur og ég mæli svo sannarlega með
Active Joints, því það virkar mjög vel fyrir
mig.“
Dagrún Mjöll Ágústsdóttir
Full orku og finnur mikinn mun
Brenda Pretlove er búin að taka inn Active
Joints-hylkin í tíu mánuði.
„Ég hef verið slæm í skrokknum og
með slit í liðum í mörg ár. Áður fyrr tók
ég inn fæðubótarefni fyrir slit í liðum
og ef ég reyndi að hætta á því þá fékk
ég mikla verki í liðina og leið mjög illa,“
upplýsir Brenda. „Þegar ég byrjaði að nota
Active Joints varð ég smá hrædd um að
verða aftur slæm í liðum en þær áhyggjur
voru óþarfar því ég hef ekki fengið nein
óþægindi eftir að ég byrjaði á Active Joints
og hætti á hinu fæðubótarefninu.“
Brenda er líka sterkari í hnjám en hún
hefur verið síðastliðin fjörtíu ár, eftir að
hún lenti í slysi.
„Svo er gaman að efnin virka líka svo vel
á húðina, hárið og neglurnar. Ég finn mik-
inn mun á nöglunum sem vaxa sem aldrei
fyrr og eru mikið sterkari og fallegri en
áður,“ segir Brenda. „Hárið vex einnig mun
betur og húðin er ekki eins þurr og hún átti
til að vera áður. Fyrir konu á mínum aldri,
sem vill stunda hestamennsku af fullum
krafti, líta vel út og vera með flottar neglur
og lipur liðamót, mæli ég eindregið með
Active Joints. Þetta er frábær vara sem ég
er hæstánægð með.“
Brenda Pretlove
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 1 5 . F E B R ÚA R 2 0 2 0