Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 71
Hjálmars og við kynntumst henni sem smábarni. Sigyn byrjaði að leika með mér í sjónvarpi árið 1992. Þá var hún 10 ára og við vorum með þátt á Stöð 2 sem hét Kýrhausinn. Jón og Frikki Dór léku í Verzló- söngleikjum sem ég leikstýrði. Jón var í aðalhlutverki í söngleik sem Felix skrifaði og við vorum báðir í fyrstu prufunni hans.“ Felix man enn eftir þeirri prufu. „Það var stórkostlegt. Hann hefði aldrei orðið neitt ef við hefðum ekki uppgötvað hann,“ segir hann og hlær. Að auki verður sjálf Mamma Klikk, sem Valgerður Guðnadóttir leikur svo snilldarlega í Gaflaraleik- húsinu, en Valgerður var í hlutverki með þeim í West Side Story, rúm- lega 18 ára. „Felix var í aðalhlutverki. Lék Toni eins og Garðar Thor Cortes því það átti að sýna þetta svo oft að það voru tveir Toni-ar. Mér var boðið stórt hlutverk. Ég var til í að taka minna hlutverk því við vorum að byrja með Stundina okkar. Þarna fórnaði ég mér,“ segir Gunni. „Hann reyndar skaut mig til bana í sýningunni,“ skýtur Felix inn í. „Já, alveg rétt. Ég gerði það,“ rifjar Gunni upp. „Fyrir börnin sem komu að sjá þetta verk gat þetta verið mjög dramatísk sena,“ segir Felix. „Þarna var Stundin okkar byrjuð og á generalprufunni var rosalegt drama og Toni, sem Felix lék, var nýbúinn að drepa bróður Maríu sem hann var skotinn í. Bróðirinn liggur í blóði sínu og þá kem ég, besti vinur bróðurins, með byssu og skýt Felix. Bara BANG og þögnin þrúgandi,“ segir Gunni. „Það er stútfullur salur og ég dey með þvílíkum tilþrifum. Er kominn niður á hnén og varla þurrt auga í salnum. Nema hjá einum. Það var gutti sem sat uppi á svölunum í Þjóðleikhúsinu sem rýfur þögnina, stendur upp og kallar yfir allan sal- inn. GUNNI DRAP FELIX! Verður þá aldrei aftur Stundin okkar?“ segir Felix og getur ekki annað en hlegið. „Áhorfendur sprungu úr hlátri og líkið hristist alveg þvílíkt,“ segir Gunni. Njóta sín best á sviði Þeir félagar hafa gert ansi margt og mikið á þessum 25 árum og alltaf hefur gleðin verið við völd. Það er aldrei leiðinlegt enda er það orð varla til í þeirra orðabók. „Við njót- um okkar best á sviði. Þar erum við í okkar elementi. Við erum fyrst og fremst leikarar. Þegar það heppnast vel, þá er fátt sem toppar það,“ segir Felix. Tónleikarnir verða 14. mars en þá verður Páll Óskar með sína afmælis- tónleika sömuleiðis. Sýningin hefur því stækkað enda ætla þeir að nýta hljóðkerfi Palla – sem er ekkert slor eins og alþjóð veit. „Þetta verður mikið fjör. Við samnýtum græj- urnar og þetta verður miklu stærra sjóv en við ætluðum okkur. Planið er að þetta verði tónlistarhátíð en lítið um einhverja geggjaða sögu- skýringu. Láta okkar gesti skína og svo syngjum við öll saman. Allt miðast að því að láta krakkana hlæja smá,“ segir Gunni. Þegar þeir eru spurðir hvort þeir séu farnir að líta í baksýnisspegil- inn segir Gunni eiginlega ekki svo vera. „Þetta er alltaf búið að vera gaman og við erum alltaf að búa til eitthvað nýtt. Okkur fannst við vera farnir að endurtaka okkur haustið eða vorið 1996 með Stundina okkar og þá ákváðum við að hætta frekar en að byrja á endurtekningum.“ „Menn verða undrandi þegar við bendum fólki á að við vorum bara tvö ár í Stundinni okkar. En ég var nú líka bara tvö ár í Greifunum. Tíminn flýgur áfram þegar það er gaman og það er svo sannarlega búið að vera gaman hjá okkur.“ MENN VERÐA UNDRANDI ÞEGAR VIÐ BENDUM FÓLKI Á AÐ VIÐ VORUM BARA TVÖ ÁR Í STUNDINNI OKKAR. Felix HOMMAR TALA UM AÐ FELIX HAFI BREYTT ÝMSU ÞVÍ HANN HAFI VERIÐ Í BARNAEFNINU. TENGING HOMMA VIÐ BÖRN VAR ALLT ÖÐRUVÍSI ÞÁ EN NÚNA. Gunni Við félagarnir hófum samstarf okkar fyrir alvör u þegar v ið tókum við Stund-inni okkar, haustið 1994,“ segir Felix Bergsson. Gunnar Helgason, Gunni Helga, spyr hvort það hafi ekki verið haustið 1995. „Hvenær var HM í handbolta? Mókollur og öll sú skemmtun.“ Smá eftirgrennslan leiðir í ljós að í vetrardagskrá RÚV haustið 1994 var Stundin okkar aug- lýst með nýjum umsjónarmönnum – þeim Gunna og Felix. RÚV var greinilega eitthvað að breytast því í sömu auglýsingu er áberandi hversu margir nýir voru á skjánum. Dagsljós var kynnt til leiks, Í sannleika sagt, SPK fékk nýja umsjónarmenn og Sigla himinfley hafði verið kvikmyndað. Hemmi Gunn var á sínum stað eins og Bjarni Fel og enski boltinn á laugar- dögum. En mesta breytingin var að tveir ungir karlmenn færu að gera barnaefni og annar þeirra hommi. „Þegar við byrjum með Stundina okkar höfðu karlmenn ekki verið mikið að gera barnaefni. Þetta vakti töluverða athygli,“ segir Felix. „Hvað þá að annar væri opinberlega hommi. Það var alveg hneykslun. Maður vissi alveg að þetta var rætt, líka innan veggja RÚV. Það var alveg smá tuð,“ segir Gunni. „Það heyrðist alveg: Gera menn sér grein fyrir hvaða áhættu er verið að taka hér?“ segir Felix og bætir við að engin formleg kvörtun hafi þó komið. „En vitleysingarnir voru víða – eins og þetta var. En dropinn holar steininn og hlutirnir hafa sem betur fer breyst.“ Gunni grípur boltann á lofti. „Hommar tala um að Felix hafi breytt ýmsu því hann hafi verið í barnaefninu. Tenging homma við börn var allt öðruvísi þá en núna.“ „Hún var engin,“ segir Felix. „Þarna var maður sem átti ekki bara eitt barn heldur öll börn Íslands. Ég pældi ekki í því þá en maður er búinn að heyra þetta síðan. Hvað hann hafi gert fyrir þeirra líf.“ Það kemur svipur á Felix og hann f lettir upp í höll minn- inganna. Brydda upp á nýjungum Þeir félagar hafa alltaf verið óhræddir við að gera nýja hluti. Þeir hættu jú með Stundina okkar því þeim fannst þeir vera farnir að endurtaka sig. Nú er komið að því að halda tónleika til að fagna árunum 25. „Við erum að vinna með slagorðið „Ein stór fjölskylda“, eitthvað sem við komum með á hin- segin dögum þegar við sungum We are family með Sister Sledge. Við ákváðum að vera með vagn á Hin- segin dögum í fyrsta sinn og við erum voða mikið að gera eitthvað í fyrsta sinn,“ segir Felix. „Sem er gaman eftir 25 ár. Nú förum við að prófa hluti. Við erum eins og gott hjónaband. Það þarf að lífga upp á hlutina eftir allan þennan tíma,“ bætir Gunni við og skellir upp úr. „Já, við erum að draga aðra inn í þetta,“ segir Felix. „Er það? Þetta er eitthvað öðru- vísi þarna í Vesturbænum?“ segir Gunni. Felix horfir á Gunna og hristir hausinn. Hann heldur áfram: „Ein stór fjölskylda passar vel þv í v ið teng jumst öllum skemmtikröftunum. Þegar þau voru börn voru þau að leika með okkur. Salka Sól er auðvitað dóttir Uppalendur heilu kynslóðanna Gunni og Felix eru 25 ára, hvorki meira né minna. Af því tilefni ætla þeir að blása til fjölskyldutónleika. Þeir áttu örlitla stund milli stríða og fóru yfir árin, vináttuna, ferðalögin og þegar Gunni drap Felix í West Side Story. „Við fáum stöðugt beiðnir um að fá efnið okkar endurútgefið þar sem svo mikið af því er orðið uppselt og enginn vill kaupa geisladiska,“ segir Felix. Árin í Stundinni okkar voru aðeins tvö. Þeir hafa selt plötur og aðra titla í hundruðum þúsunda eintaka síðan samstarfið hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.