Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 11
LÖGREGLUMÁL Hvernig fer ákæru­ valdið að því að skyggnast inn í huga þess sem fremur brot til að átta sig á hugarfari hans og ásetningi til að fremja alvarlegustu brot sem kveðið er á um í almennum hegn­ ingarlögum? Hvað ræður því hvort maður er ákærður fyrir manndráp (211. gr.) manndráp af gáleysi (215.) eða líkamsárás sem leiðir til dauða (2. mgr. 218.)? Fréttablaðið ræddi við Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssak­ sóknara um hugtakið ásetning í alvarlegum líkamsmeiðingamálum og þær ákvarðanir sem ákæruvaldið stendur frammi fyrir þegar manns­ bani eða alvarlegt líkamstjón hlýst af samskiptum manna á milli. Ásetning þarf líka til afleiðinga „Til að ákæra mann fyrir mann­ dráp af ásetningi þarf ákæruvaldið að sýna fram á að hann hafi bæði haft ásetning til verknaðarins sjálfs og til af leiðinga hans,“ segir Kol­ brún en öll brot á hegningarlögum áskilji ásetning nema ákvæði þeirra heimili sérstaklega að ákært sé fyrir gáleysisbrot. Þótt unnt sé að sýna fram á að viðkomandi hafi framið sjálft verk­ ið, og jafnvel sanna ásetning til að valda líkamstjóni, er ekki þar með sagt að hann hafi ætlað sér að verða manni að bana. Gat honum ekki dulist að svo gæti farið að þau, sem uppi voru, kæmust ekki undan ef kviknaði í húsinu. Linnti hún ekki látum þó að brota- þoli stæði vopnlaus frammi fyrir henni. Ákærði hafi látið sér afleiðingar af þessari háttsemi sinni í léttu rúmi liggja. Hvenær drepur maður mann? Hæstiréttur mun veita úrlausn um mörk gáleysis og ásetnings í máli manns sem sakfelldur var fyrir manndráp af ásetningi í Lands- rétti en gáleysisbrot í héraði. Fréttablaðið ræðir við varahéraðssaksóknara um hugtakið ásetning í líkamsmeiðingamálum. Hæstiréttur mun fjalla um mörk gáleysis og ásetnings í brennumálinu á Selfossi. FRÉTTA- BLAÐIÐ/EYÞÓR Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Gáleysi breytt í ásetning Brenna Í héraði var ekki talið að Vigfús Óskarsson hefði haft ásetning til að bana fólkinu sem lést í elds- voðanum á Selfossi. Var hann sak- felldur fyrir manndráp af gáleysi og fékk fimm ára dóm. Landsréttur sakfelldi Vigfús hins vegar bæði fyrir brennu og fyrir manndráp af ásetningi og er vísað til líkinda ásetnings í forsendum. Hann hafi vitað af fólkinu á efri hæð hússins og að mikill elds- matur var í húsinu. „Gat honum ekki dulist að svo gæti farið að þau, sem uppi voru, kæmust ekki undan ef kviknaði í húsinu og lík- legt væri að þau gætu beðið bana, eins og reyndin varð. Líkamsárás breytt í manndráp Án vopns eða tækja Valur Lýðsson var sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás á bróður sinn og dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði. Héraðsdómur taldi hvorki sannað að fyrir Val hefði vakað að ráða bróður sínum bana, né að honum hefði mátt vera ljóst hverjar afleiðingar atlögu hans gætu orðið. Landsréttur taldi atlögu hans hins vegar svo ofsafengna að Val hefði hlotið að vera ljóst að lang- líklegast væri að bani hlytist af henni. Var hann því sakfelldur fyrir manndráp af ásetningi og refsing hans þyngd í 14 ára fangelsi. Stórfelld líkamsárás Hálstak og æsingsóráð Þótt Arnar Jónsson Aspar hafi ekki lifað þá atlögu af sem hann varð fyrir á Æsustöðum í Mosfellsdal, var talið að svonefnt æsingsóráð hefði átt hlut í dauða hans og það var niðurstaða bæði ákæru- valds og dómstóla að Sveinn Gestur Tryggvason hefði ekki haft ásetning til að bana Arnari og hann hefði ekki mátt geta sér til um það æsingsóráð sem Arnar Jónsson Aspar var í þegar hann varð fyrir atlögunni að Æsustöðum. Sveinn Gestur var því ákærður og sak- felldur fyrir stórfellda líkamsárás en ekki manndráp. Tilraun til manndráps Hnífstunga Ingibjörg Löve fékk fimm ára fangelsi fyrir atlögu að fyrrverandi kærasta sínum. „Þótt ósannað sé að sá ásetningur hafi vaknað hjá ákærðu á fyrri stigum að ráða brotaþola bana var atlaga hennar að honum heiftúðug. Linnti hún ekki látum þó að brotaþoli stæði vopnlaus frammi fyrir henni, þá þegar sár eftir höfuðhöggið sem hún hafði veitt honum. Lagði hún til hans með hnífnum, sem hún vissi að var flugbeittur. Gat henni ekki dulist á verknaðarstundu að mannsbani gæti hlotist af atlögu í brjóstkassa með svo hættulegu vopni.“ Tilraun til manndráps Hálstak Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa stöðvað för barnsmóður hans úr íbúð þeirra er hún reyndi að flýja ofbeldi hans „með því að taka hana hálstaki og hert þannig að öndunarvegi hennar að hún hafi ekki megnað að streitast á móti og „hafi dottið út“, það er misst meðvitund um stund með þeim afleiðingum sem lýst er í ákæru- skjali héraðssaksóknara. Ákærði hafi látið sér afleiðingar af þessari háttsemi sinni í léttu rúmi liggja.“ Var hann sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Hann var einnig sakfelldur fyrir nauðgun og frelsis- sviptingu og dæmdur til fangelsis í tíu ár. „Ákærða mátti vera ljóst“ Kolbrún vísar til kenninga í refsi­ rétti og dómafordæma sem gefa ákæruvaldinu leiðbeiningar um mat á ásetningi. „Þegar um tjónsbrot er að ræða erum við með nokkur ásetningsstig. Efsta stigið er beinn ásetningur en næst á eftir kemur líkindaásetning­ ur sem er algengasta stigið í þessum alvarlegustu málum,“ segir Kolbrún og tekur dæmi um hnífstungur. „Ef maður stingur einhvern með hnífi í brjósthol eða kviðarhol má honum vera ljóst að líklegast er að þolandinn deyi.“ Í dómafordæmum er líkindaásetningi yfirleitt lýst með þeim orðum að gerandanum hefði ekki getað dulist er hann veittist að brotaþola með hnífnum að langlíklegast væri að bani hlytist af atlögunni. Til að lýsa líkindaásetningi betur nefnir Kolbrún þekkt fordæmi um líkamsárás sem leiddi til dauða en gerandinn gat engan veginn séð fyrir að mannsbani hlytist af, svo­ kallaðan Ásláksdóm. Gerandinn var ákærður fyrir stórfellda líkams­ árás með því að hafa greitt öðrum manni hnefahögg á veitingastað í Reykjavík. Við höggið rofnaði slagæð við hálshrygg mannsins sem fyrir árásinni varð, sem leiddi til heilablæðingar sem dró mann­ inn til dauða. Kolbrún segir að þarna hafi verið ásetningur um verknaðinn sjálfan en gáleysi um afleiðingarnar. Ger­ andinn hafi haft fullan ásetning til að kýla manninn en ekki til að drepa hann. Var ákærði sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. „Lét sér í léttu rúmi liggja“ Kolbrún lýsir lægsta stigi ásetnings um af leiðingar brots þannig að gerandinn kæri sig kollóttan um afleiðingar gjörða sinna. Aðspurð segir Kolbrún að bruna­ málið á Selfossi kunni að vera á mörkum þessa stigs og líkinda­ ásetnings. „En þetta lægsta stig ásetnings er líka oft á mörkum gáleysisbrots,“ segir Kolbrún. Hún segist ekki geta tjáð sig efnislega um brennumálið enda liggi endanleg niðurstaða ekki fyrir í því en hafa þurfi í huga að í málinu sé ákært fyrir tvö brot; brennu og manndráp. „Þegar svo er þarf ekki að vera sama ásetningsstig fyrir bæði brotin. Ákærði gæti hafa haft beinan ásetn­ ing um að kveikja í húsi og látið sér í léttu rúmi liggja hvort eldsvoðinn verður þeim að bana sem sofa í hús­ inu,“ segir Kolbrún. Hún segir mikilvægt að hafa í huga að ákæruvaldið ber alltaf sönnunarbyrðina fyrir öllu, bæði varðandi styrkleika ásetningsins og að hann nái til allra þátta brotsins, bæði verknaðarins og af leiðing­ anna. „Auðvitað látum við stundum reyna á hlutina, jafnvel þótt við teljum einhvern vafa á sakfellingu. Réttarkerfið þróast aldrei áfram nema við látum reyna á hluti,“ segir Kolbrún. Ákæruvaldið þurfi þó alltaf að hafa gott mál í höndunum til að láta reyna á eitthvað sem ekki eru til for­ dæmi fyrir. Hún nefnir nýlegan dóm þar sem hálstak hafi í fyrsta sinn leitt til sakfellingar fyrir tilraun til manndráps. Dómarar hafi á sínum tíma ekki einu sinni viljað heimfæra hálstak sem alvarlega líkamsárás. „Þetta mál var svo alvarlegt og gróft að við urðum að láta á það reyna. Og þannig verður framþróun.“ Pantanir á www.goa.is Áttu von á smáfólki í fyrirtækið á öskudaginn? Markaðurinn er á frettabladid.is Markaðurinn færir þér nýjustu viðskiptafréttirnar og greinargóða umöllun um viðskiptalíð. 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.