Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 81
Dýr vikunnarBrandarar
„Ég er sko ekki orðinn gamall, ég verð það bara þegar ég verð eldri.“
Hans klaufi er sýndur í glænýjum
búningi í Tjarnarbíói, af leik-
hópnum Lottu. Hann var króaður
af í viðtal:
Hvað heitir þú fullu nafni og
hversu gamall ertu? Ég heiti Hans,
Hans klaufi, og ég er sko ekki orðinn
gamall, ég verð það bara þegar ég
verð eldri.
Ertu klaufabárður eða af hverju
hefur þú viðurnefnið klaufi? Á ég
að segja þér, stundum get ég verið
klaufi en ekkert alltaf. Eins og til
dæmis ef maður heitir Þröstur, þá
er maður ekkert alltaf fugl.
Ertu sonur karls og kerlingar í koti
sínu – eða hverra manna ertu? Já,
foreldrar mínir eru karl og kerling.
Áttu einhver systkini – og þá hver?
Á ég að segja þér, ég á sko systur sem
heitir Gréta og við erum sko systk-
ini og við heitum Hans og Gréta.
Hver er besti vinur þinn? Á ég að
segja þér, hann heitir sko Aron,
Aron prins. Aron er sko mjög góður
(hann er eiginlega bara bestur).
Hann á sko heima í kastala í Ævin-
týraskóginum.
Áttu einhverja óvini? Nauts, af
hverju ætti maður að vilja eiga svo-
leiðis?
Hverja umgengst þú helst í þessu
leikriti um Hans klaufa sem er
í Tjarnarbíói núna? Aron, ég er
sko aðstoðarmaðurinn hans, ég er
samt ekki aðstoðarmaðurinn minn.
Þegar ég segi að ég sé aðstoðarmað-
urinn hans þá þýðir sko hans Arons
en ekki Hans klaufa. Enda gæti ég
ekkert verið aðstoðarmaðurinn hjá
sjálfum mér, hahahahahahaha. Svo
hitti ég líka Öskubusku og stjúp-
systur hennar og frosk og systkini
hans Arons, þau heita Ríkey og
Sölvi.
Hvað finnst þér langskemmti-
legast að gera? Leika mér og baka
og skrifa sögur og á ég að segja þér,
núna er ég að skrifa sögu sem heitir
Hans klaufi.
Hvað finnst þér best að borða?
Baka bollur og borða þær, til dæmis
rjómabollur og fiskibollur og kjöt-
bollur og berlínarbollur og svo á
ég líka afmæli á bolludaginn. Aron
segir að það sé ekki hægt, hann
segir: „Hans, bolludagurinn er ekki
alltaf á sama degi.“ Þá segi ég alltaf …
uuu… jú, bolludagurinn er alltaf á
bolludegi!
Hvað langar þig að verða þegar þú
verður stór? Kannski bollubakari í
höllinni eða – hey – kannski verð ég
ekkert stærri og þá verð ég kannski
bara áfram aðstoðarmaðurinn
hans Arons og ef ég verð alltof stór
þá kannski verð ég bara RISASTÓR
HANS KLAUFI.
Stundum get
ég verið klaufi
Á ÉG AÐ SEGJA ÞÉR, ÉG
Á SKO SYSTUR SEM
HEITIR GRÉTA OG VIÐ ERUM SKO
SYSTKINI OG VIÐ HEITUM HANS
OG GRÉTA.
Laufhalaeðla (e. satanic leaf-
tailed gecko) lifir á Madagaskar.
Hún er fimm til fimmtán senti-
metrar að lengd. Hali hennar er
flatur og líkist mjög laufi, eins
og nafn hennar bendir til. Það
hjálpar henni að dyljast óvinum
sínum á daginn og liggja í leyni
fyrir bráð sinni að nóttu til. Hún
hefur engin augnlok en notar
langa tunguna til að hreinsa
óhreinindi úr augunum.
Laufhalaeðlan er næturdýr.
Hún veiðir sér skordýr til matar,
meðal annars krybbur og meli.
Sjálf er hún sérfræðingur í
að forðast stærri dýr. Það gerir
hún með feluhalanum sínum og
hefur líka ýmis önnur ráð. Hún
getur, til dæmis, gert sig mar-
flata, til að minnka skuggann
sem hún annars varpar; hún getur
opnað skoltinn á sér upp á gátt,
þannig að við óvininum blasi
ógnvekjandi eldrautt munnholið
og svo getur hún misst halann,
vísvitandi, til að villa um fyrir
þeim sem ætla að veiða hana.
Laufhalaeðla
Laufhalaeðlan er alger sérfræðingur í að forðast stærri dýr.
„Palli, þú ættir að þvo þér í framan.
Það sést á andlitinu á þér hvað þú
varst að borða í hádeginu.“
„Jæja, og hvað borðaði ég
svosem í hádeginu?“
„Spagettí.“
„Nei, það var í gær.“
Ferðamaðurinn: „Er húsið þarna
sumarbústaður?“
Bóndinn: „Já, ef einhver vill
leigja það. Annars verður það
svínastía áfram.“
„Ég vil ekki segja að maðurinn
minn sé grindhoraður en þegar
hann fór með dóttur okkar niður
að Tjörn á laugardaginn hentu
endurnar brauði til hans.“
Konráð
á ferð og ugi
og félagar
391
„Nú mala ég ykkur,“ sagði
Kata glottandi þegar
hún sá sudoku gáturnar.
„Ég er orðin svo góð í að
leysa sudoku gátur að við
skulum koma í kapp um
hver verður fyrstur til að
leysa þær,“ bætti hún við.
Konráð horfði á gáturnar.
„Allt í lagi, til er ég.“ „Og
ég,“ sagði Lísaloppa sem
var líka góð í að leysa
sudoku gátur svo hún
var alveg til í keppni. „Við
glímum öll við þær báðar
og þá kemur í ljós hversu
klár þú ert orðin,“ bætti
hún við. „Allt í lagi,“ sagði
Kata montin. „En ég vara
ykkur við,“ bætti hún við.
„Ég mun mala ykkur,“
sagði hún og glotti en
meir.
Heldur þú að þú getir leyst þessar sudoku gátur hraðar en Kata?
?
?
?
1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR