Fréttablaðið - 15.02.2020, Page 5

Fréttablaðið - 15.02.2020, Page 5
TÖLUR VIKUNNAR 02.02.2020 TIL 08.02.2020 jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® WRANGLER RUBICON AFMÆLISTILBOÐ: 11.960.000 KR. FULLT VERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 12.590.000 KR. FÁANLEGUR MEÐ 35”, 37” EÐA 40” BREYTINGU • BENSÍN 273 HÖ / DÍSEL 200 HÖ • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • ROCK-TRACK® FJÓRHJÓLADRIF • SELECT-TRAC® MILLIKASSI • TRU-LOCK® 100% DRIFLÆSINGAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • AFTENGJANLEG JAFNVÆGISSTÖNG AÐ FRAMAN • HEAVY DUTY FRAM- OG AFTURHÁSING • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ Hildur Guðnadóttir tónskáld vann Óskars­ verðlaun fyrst Íslendinga fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Meðal tilnefndra voru skáld á borð við John Williams og Randy New­ man. Hildur hefur hlotið fjölda verðlauna undanfarið fyrir tónlist sína í Joker og HBO­þáttunum Chernobyl. Wei Li ferðamaður fékk ekki skipt 1,6 milljónum króna, eða um 170 kílóum af íslenskri mynt, sem hann ferð­ aðist með til landsins. Fulltrúi Arion banka sagði bankanum ekki skylt að taka við peningum frá aðilum sem eru ekki í við­ skiptum við bankann en Li gaf síðar Samhjálp hluta myntar­ innar. Birni H. Halldórssyni framkvæmdastjóra Sorpu var sagt upp störfum á fundi stjórnar Sorpu. Í tilkynningu frá stjórninni segir að ákvörð­ unin eigi sér meðal annars stoð í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingu til fjölmiðla lýsti Björn yfir von­ brigðum með niðurstöðuna og sagðist telja að stjórnin væri að varpa athygli frá sjálfri sér með uppsögninni. Þrjú í fréttum Óskarinn, íslensk mynt og uppsögn 1,3 tonna flugeldur var sprengdur í Bandaríkjunum, sá stærsti í heim- inum hingað til. 62 tillögur bárust fyrir nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 80 prósent landsmanna 15 ára og eldri eru með rafræn skilríki. 44 stundir var meðalvinnuvika einstaklinga á síðasta ári miðað við fullt starf. 3.186 fyrirtæki og félög voru nýskráð á síðastliðnu ári sam- kvæmt Hagstofu. Fauk ofan af fjölskyldu á Rangárvöllum „Það varð töluvert tjón á nokkr- um stöðum, sérstaklega á húsum og bæjum uppi á Rangárvöllum,“ segir Grímur Hergeirsson, settur lögreglustjóri á Suðurlandi. Óveðrið sem gekk yfir landið í gær varð ekki síst öflugt á Suður- landi. „Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um að það hafi orðið slys á fólki hérna hjá okkur,“ segir Grímur. „Það voru fáir á ferðinni og það hefur hjálpað til þess að fólk var ekki að lenda í vandræðum." Að sögn Gríms var aðallega um að ræða fok á lausamunum og þakplötum og skemmdir á útihúsum. „Það gaf sig veggur á skemmu á einum bæ. Á öðrum bæ féll fóðursíló og lenti á fjósinu. Síðan féll fjárhús. Það var töluvert mikið af rafmagnsstaurum sem brotnuðu,“ segir Grímur. Á bænum Lambhaga þurfti heimilisfólkið að sögn Gríms að yfirgefa íbúðarhúsið er burður í þaki gaf sig. Ábúandinn gaf sér ekki tíma til að ræða við blaða- mann í gær. – gar ÓVEÐUR Óveðrið sem gekk yfir landið í gær hafði áhrif víða en rauð viðvörun var í gildi fyrir sunnanvert landið aðfaranótt föstudags. Aldrei fyrr hefur verið gefin út rauð viðvörun fyrir höfuðborgar­ svæðið. Rýma þurfti hús í Garði þar sem sjór var farinn að flæða inn í kjall­ ara eftir mikinn sjógang í bænum. Töluvert var af vatni inni í húsinu og fengu mæðgur sem þar búa aðstoð björgunarsveitar við að komast út. Þær komust ómeiddar í öruggt skjól. Vélbáturinn og fyrrum varðskipið Blátindur sökk í Vestmannaeyjahöfn í óveðrinu í gær þar sem vindur fór í 50 metra á sekúndu. Báturinn var í eigu bæjarfélagsins og talinn mikil menningarverðmæti fyrir bæinn. Blátindur var til sýnis á Skans­ svæðinu og um klukkan hálf tíu í fyrrakvöld fór hann á flot. Skömmu síðar var honum komið fyrir við bryggjuna þar sem hann svo sökk. Þá losnuðu smábátar frá bryggj­ unni í Vestmannaeyjahöfn og einn bátur á Suðurnesjum. Lög reglan í Vest manna eyjum segir að við varanir og undir­ búningur íbúa og eig anda fyrir­ tækja í Vest manna eyjum hafa átt lykil þátt í því að ekki varð meira tjón í ó veðrinu. Björgunar sveitir og lög­ regla höfðu sinnt á fjórða tug verk­ efna um miðjan dag í gær. Karlmaður slasaðist þegar þak­ plata fauk á hann í Hvalfirði. Björgunar sveitar menn frá Kjalar­ nesi voru kallaðir út á samt lög reglu og gekk vel að koma manninum af vett vangi. Maðurinn var f luttur á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand hans. Allt skólahald í leik­ og grunn­ skólum höfuðborgarinnar féll niður í gær og fjöldi verslana og fyrir­ tækja lokaði starfsemi sinni vegna veðurs. Þá varð þó nokkur röskun á almenningssamgöngum. Sömu sögu má segja um landið allt nema á Akureyri þar sem skólar voru opnir. Rafmagn fór af víðs vegar um landið, til að mynda á Höfn í Horna­ firði og í Vík í Mýrdal. Í Vík var raf­ magn skammtað og þar var fólk beðið að fara sparlega með rafmagn. Í Landeyjum brotnuðu 27 raf­ magnsstaurar. birnadrofn@frettabladid.is Óveður gekk yfir landið í gær Áhrifa óveðursins sem gekk yfir landið í gær gætti víða. Bátur sökk í Vestmannaeyjahöfn. Rýma þurfti hús í Garði er kjallarinn fylltist af vatni. Maður slasaðist í Hvalfirði og nokkur truflun varð á rafmagni. Björgunarsveitarmenn þurftu að vanda sig við að standa í fæturna við Reykjavíkurhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Meira á frettabladid.is 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.