Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 31
Magga Stína segir að Megas hafi verið góður vinur foreldra hennar og þess
vegna hafi leiðir þeirra legið
saman í langan tíma. Hún hefur
oftsinnis sungið lögin hans og
gerir það eins og henni einni er
lagið. Það fer henni einmitt afar
vel að taka fyrir þessa tegund
tónlistar eins og hún ætlar að gera
í Eldborg þann 22. febrúar. „Jú,
það má segja að Megas hafi fylgt
mér lengi. Einhvern veginn hafa
guðirnir ákveðið að þannig skuli
þetta vera. Ég finn mig vel í tónlist
hans, textum og hugmyndum og
fæ mikið út úr því að flytja hana,“
segir hún.
„Tónleikarnir mínir nefnast
Magga Stína syngur Megas en ég
gaf út samnefnda plötu árið 2005.
Það hefur blundað lengi í mér að
flytja lögin á þennan hátt á sviði,“
segir hún. „Sá draumur er að rætast
núna og ég hef fengið gríðarlegan
fjölda listamanna til að vera með
mér. Þetta hefur verið flókinn
undirbúningur þar sem mörgum
hnöppum þarf að hneppa en nú
er þetta allt að smella saman. Það
er mikið umfang í kringum svona
stóra tónleika.“
Vekur sterkar tilfinningar
Þegar Magga Stína er spurð hvort
henni þyki Megas skemmtilegur,
svarar hún: „Mér finnst hann
ekki bara vera skemmtilegur,
hann getur örugglega verið alveg
hundleiðinlegur. Megas er allt,
hann er óþægilegur, hann dregur
okkur stundum á hárinu, hann
þjarmar að okkur þangað til að
við neyðumst til að líta í spegil
og það finnst mér allra best þótt
það sé kannski ekkert þægilegt,“
segir Magga Stína og á þá við texta
Megasar ekki persónuna sjálfa.
Allir vita að Megas er bæði elsk-
aður og hataður og Magga Stína
segir að það segi heilmikið um hve
margslunginn hann er. „Megas
vekur hjá fólki sterkar tilfinningar,
bæði með tónlistinni, textum
og hegðan. Hann stuðar í manni
sálina. Megas er orðsnillingur og
löngu orðinn þjóðskáld okkar
Íslendinga.“
Engin leyndarmál gefin upp
Það kemur örlítið hik á Möggu
Stínu þegar hún er spurð hvort
Megas muni sjálfur láta sjá sig
á sviðinu. „Ég verð að svara því
eins og stjórnmálamaður. Það
hefur ekkkkkkkki verið ákveðið,“
segir hún og hlær án þess að neita
spurningunni. Magga Stína er stolt
og þakklát fyrir það hversu margir
snillingar verða með henni á tón-
leikunum. Þar má nefna Sigrúnu
Eðvaldsdóttur, konsertmeistara
Sinfóníunnar, Diddu, Björgvin
Gíslason gítarleikara, hljómsveit
sem skipuð er valinkunnum tón-
listarmönnum á borð við Matthías
Hemstock trommara, Jakob Smára
Magnússon bassaleikara, Daníel
Friðrik Böðvarsson gítarleikara
og Tómas Jónsson hljómborðs-
leikara. Hvorki meira né minna en
þrír kórar koma fram, Kammerkór
Suðurlands, Vox Populis og
Söngfjelagið undir stjórn Hilmars
Arnar Agnarssonar. Þá er ónefnd
Brasssveitin Látún.
„Þetta verður sannarlega eitt-
hvað með upphrópunarmerki,“
segir Magga Stína. „Ég hlakka ótrú-
lega mikið til en ég er alveg líka að
fá heilablóðfall af stressi,“ bætir
hún við en mörg þekktustu lög
Megasar munu hljóma á tónleik-
unum og má þar nefna Fílahirð inn
frá Súrín og Gamla sorrí Grána
auk þess sem fluttir verða sálmar
Megasar við nokkra Passíusálma
Hallgríms Péturssonar. „Þetta
verða ólíkir og fjölbreyttir tón-
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is Það hefur
lítið farið
fyrir slökun að
undanförnu hjá
söngkonunni.
Það er flókið
verkefni að
setja upp stóra
tónleika.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
leikar,“ segir söngkonan. „Tón-
leikarnir eru mikil áskorun fyrir
mig og það var kominn tími til að
framkvæma þá.“
Risaeðla
Möggu Stínu þarf vart að kynna
fyrir landsmönnum. Hún hefur
lengi verið viðloðandi tónlist. Á
sínum tíma stofnaði hún hljóm-
sveitina Risaeðluna ásamt fleirum
en hljómsveitin ferðaðist víða um
heim. Magga Stína hefur samið
eigin lög og sungið inn á sínar plöt-
ur og með öðrum. Þá hefur hún
samið tónlist við leikrit í Borgar-
leikhúsinu og með Nemendaleik-
húsi LHÍ. Hún hóf tónlistarnám
sitt með því að læra á fiðlu og hefur
starfað sem tónlistarkennari en
tók sér frá frí kennslu í vetur til að
leggja áherslu á eigin tónlist.
Áherslan liggur í tónlistinni
Magga Stína er móðir þriggja
barna en það yngsta, sonur, er 15
ára en systur hans tvær komnar
yfir tvítugt. „Ég þurfti alltaf að
vinna með tónlistinni meðan þau
voru yngri en núna ætla ég að ein-
beita mér að henni eingöngu. Hef
hugsað mér að gera það framvegis
eða alveg þangað til ég dey,“ segir
hún hressandi kát og hrópar: „Yfir-
lýsing dagsins.“
Tónlistin er bæði ástríða og
áhugamál Möggu Stínu. „Það
hefur hún verið alla tíð,“ segir
hún. „Tónlist er í mínum huga frá-
brugðin öðrum listformum, hún
er abstrakt. Hún þarf enga milliliði
því áhrifin eru sterk, líkt og með
lykt. Tónlistin bætir við óræðum
víddum í þroska heilans,“ útskýrir
Magga Stína heimspekilega. „Hún
veitir fólki ákveðna líðan sem
ekkert annað gerir á sama hátt.
Þótt það hljómi hrokafullt þá
finnst mér tónlistin vera æðsta
listformið,“ bætir hún við.
Kröfuhart ljóðskáld
Tónleikarnir í Eldborg taka allan
tíma sólarhringsins núna hjá
Möggu Stínu. „Maður fer aldrei
með hálfum hug inn í tónlist
Megasar. Hann er rosalega kröfu-
harður og hvert einasta orð skiptir
máli. Hvert orð og hver tónn hefur
sérstaka tilfinningu og tilgang en
það er gjöfin sem hann hefur fært
okkur. Tónlistin er djúp og marg-
brotin.“
Þegar þessir tónleikar verða að
baki eftir 22. febrúar segir Magga
Stína að við taki nýtt verkefni
þótt hún hafi ekki hugmynd um
hvað það verði. „Kannski Hvala-
sinfónían. Hún hefur búið með
mér lengi. Ég get samt ekkert lýst
henni. Hún er ekki til nema inni í
mér. Við verðum bara að tala um
hana seinna.“
Megas er allt,
hann er óþægi-
legur, hann dregur
okkur stundum á hár-
inu, hann þjarmar að
okkur þangað til að við
neyðumst til að líta í
spegil og það finnst mér
allra best þótt það sé
kannski ekkert þægilegt.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R