Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 75
Svo fór hann allt í einu að öskra og snúast í hringi og Óskar frændi varð svo hræddur að ég hef aldrei séð barn hlaupa eins hratt. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Óskar Veturliði Grímsson Núpalind 8, Kópavogi, áður Njarðvíkurbraut 12, Innri-Njarðvík, lést miðvikudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Margrét Gestsdóttir Atli Már Óskarsson Steinunn Árnadóttir Gestur Pétursson Bjarney María Hallmannsdóttir Olga Alexandersdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf Ingibjörg Haraldsdóttir Laugardælum, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum, laugardaginn 8. febrúar. Útför fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 20. febrúar, kl. 13.00. Jarðsett verður frá Laugardælakirkju. Sigríður Þórarinsdóttir Óli Sverrir Sigurjónsson Haraldur Þórarinsson Þórey Axelsdóttir Kristín Þórarinsdóttir Garðar Sverrisson Ólafur Þór Þórarinsson Malin Widarson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Kristjánsdóttir lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 10. febrúar. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi, fimmtudaginn 20. febrúar, klukkan 11.00. Hákon Torfason Hallgrímur Þór Ingólfsson Hákon Hallgrímsson Hrefna Guðmundsdóttir Unnur Hallgrímsdóttir Þór Hallgrímsson Sandra Heimisdóttir og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Þórunn Árnadóttir Tjörn, Álftanesi, lést á Litlu-Grund mánudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Bessastaðakirkju mánudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu minnast hennar er bent á að láta dvalar-og hjúkrunarheimilið Grund njóta þess. Anna Ólafsdóttir Björnsson Ari Sigurðsson Jóhanna Aradóttir Hörður Bragason Ólafur Arason Shui Kay Ma Okkar ástkæri Guðmundur Örn Guðbjartsson sem lést 21. janúar sl. verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju mánudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Ingifríður Ragna Skúladóttir Guðbjartur Vilhelmsson Ásdís Erna Guðmundsdóttir Grétar Örn Guðmundsson Patrik Birnir Guðmundsson Alexía Ýr Magnúsdóttir Guðmundur Dór Guðmundsson Hrafnkell Skúli Guðmundsson Vilhelm Guðbjartsson Eydís Erna Guðbjartsdóttir Torf hildur Hólm, kölluð Tolla, býr á Höfn í Horna-firði. Flutti þangað með manni sínum, Þorbergi Bjar nasy ni (Bía) f y r ir tveimur árum frá Gerði í Suðursveit. Hún er elst tíu barna hjónanna Ingibjargar Zophoníasdóttur og Torfa Steinþórssonar sem bjuggu á Hala og fagnar sjötíu og fimm ára afmæli á morgun. Hvenær manstu fyrst eftir þér, Tolla? „Það trúa því ekki allir en ég man eftir mér tveggja ára. Þá fór ég með mömmu norður í Svarfaðardal að heilsa upp á fólkið okkar þar og man mörg atriði úr þeirri heimsókn.“ Heitir þú eftir f yrstu skáldkonu Íslands? „Já, svo er mér sagt. Hún fæddist öld á undan mér og ólst upp í Suðursveit. Pabbi hennar var prestur á Kálfafells- stað. En svo var ég alltaf kölluð Tolla, kannski hef ég byrjað á því sjálf, en þegar ég var nefnd Torf hildur tók ég voðalegan kipp, það var einhver alvara í því.“ Kynntist þú Þórbergi vel? „Já, hann var afabróðir minn og var oft á Hala þegar ég var barn og alveg fram á mín fullorðinsár. Kom á hverju sumri og þau hjónin bæði. Mér fannst þau ekkert voða skemmtileg þegar ég var minni en þegar ég fékk meira vit kunni ég að meta þau.“ Er þér eitthvað minnisstætt úr sam- skiptum þínum við Þórberg? „Það voru auðvitað blessaðir andarnir sem hann var alltaf að koma með. Það voru nautsandinn og vatnsandinn og margir f leiri sem hann hræddi okkur á. Einu sinni þóttist hann ætla að grafa andana og daginn eftir ætlaði hann svo að fara að vekja þá upp. Þá vafði hann um sig kaðli og gekk niður á túnið með járnkarl í hönd. Við krakkarnir fórum í humátt á eftir honum. Svo fór hann allt í einu að öskra og snúast í hringi og Óskar frændi varð svo hræddur að ég hef aldrei séð barn hlaupa eins hratt. Við vorum mishrædd, innst inni fannst okkur þetta spennandi.“ Var Halaheimilið fjölmennt í þínum uppvexti? „Já, við erum tíu systkinin og ég byrj- aði snemma að eignast börn með mínum manni. Árið sem mamma fæddi síðasta barnið sitt, eignaðist ég þriðja mitt. Við Bíi bjuggum á Hala fyrst í samkrulli við foreldra mína með okkar þrjú litlu börn, þá voru þrjár yngstu systur mínar litlar. Svo voru Steinunn amma og Steinþór afi líka á heimilinu. Auk þess var mikill gestagangur og margir dvöldu daga og vikur yfir sumarið. Það þótti bara sjálf- sagt. Ég hef oft minnst á það við mömmu að það sé merkilegt að hún skyldi halda heilsu með allt sem hún hafði að gera. Svo kom að því að við Bíi f luttum að Gerði, sem er á sömu torfu og Hali, og fórum að búa út af fyrir okkur.“ Hafðir þú gaman af búskapnum? „Já, hann var það skemmtilegasta sem ég vissi, ég hafði svo gaman af skepn- unum, bæði kindum og kúm.“ Fannst þér þá ekki erfitt að skilja við sveitina? „Nei, veistu, þegar við fluttum austur á Höfn fyrir tveimur árum þá fannst mér það ekkert erfitt, það eina sem ég saknaði var garðurinn minn á Gerði. Núna langar mig eiginlega aldrei að fara vestur í sveit. Er bara mjög ánægð hér. Við búum í Ekrunni og höfum hér dýrð- legt útsýni, allan fjallahringinn.“ Hvað eigið þið Bíi af af komendum? „Við eigum sex börn, nítján barna- börn, tíu langömmu og langafabörn og sjö fóstur-barnabörn.“ Er eitthvað af þessu fólki í kringum ykkur? „Bara Bjössi með sína fjölskyldu á Gerði, hitt er allt á höfuðborgarsvæðinu. En tvö systkini mín búa hér á Höfn og þrír bræður á Hala. Svo er mamma hér á hjúkrunarheimilinu, á 97. aldursári.“ Ertu alltaf að yrkja? „Nei, ég er lítið í því, þó kemur það fyrir. Var eiginlega búin að fá mig full- sadda af því, því ég var svo oft að yrkja eftir pöntunum, fyrir þorrablót og hitt og annað. Hver eru helstu áhugamálin núna? „Þau eru mörg. Ég hef gaman af blómum, það er gott pláss hér við húsið og ég var með heilmikla blómarækt þar í fyrrasumar. Svo les ég mikið og nýt mín við handavinnu. Heimsæki móður mína og sit hjá henni. Ég hef alltaf nóg að gera.“ gun@frettabladid.is Man eftir mér tveggja ára Torfhildur Hólm Torfadóttir, hagyrðingur frá Hala í Suðursveit, verður sjötíu og fimm ára á morgun, 16. febrúar. Hún man vel Þórberg og alla andana sem honum fylgdu. Torfhildur heitir eftir fyrstu skáldkonu Íslands en er alltaf kölluð Tolla og hrökk í kút ef hún var nefnd fullu nafni sem barn. 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.