Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 21
Félögin starfrækja Stuðn-ingsnetið þar sem ein-staklingar með reynslu veita öðrum faglegan jafningjastuðning og er þjónustan hugsuð fyrir þá sem greinst hafa með krabba- mein og aðstandendur þeirra. Ég skil þig herferðin fer að mestu fram á samfélagsmiðlum þar sem birtar eru sögur fólks sem hefur þegið og veitt jafningjastuðning í gegnum Stuðningsnetið. Markmiðið er að opna umræðuna og kynna Stuðn- ingsnetið fyrir þeim sem gætu haft gagn af. Allir þeir sem veita jafningja- stuðning hafa lokið námskeiði til að auka færni í að miðla reynslu sinni og veita stuðning. Netið telur í dag um 100 stuðningsfulltrúa vítt og breitt um landið og eru námskeiðin haldin reglulega. Missti báða foreldrana Ása Nishanthi Magnúsdóttir er 34 ára, einstæð móðir úr Hafnarfirð- inum og ein þeirra sem boðið hafa fram krafta sína sem stuðningsfull- trúi Stuðningsnetsins. Ása var aðeins nokkurra mán- aða gömul þegar hún var ætt- leidd hingað til lands af foreldrum sínum Jacqueline Friðriksdóttur og Magnúsi Jónssyni. „Ég er uppalin í Reykjavík en flutti í Hafnarfjörðinn 2008 og bý þar með gullmolanum mínum, syninum Breka. Móðir mín var bresk en faðir minn íslenskur og þau voru bæði enskukennarar. Mamma vann mikið við enskukennslu hér á landi og gaf út margar kennslu- bækur. Pabbi var prófessor í ensku við Háskóla Íslands og vann einn- ig mikið við rannsóknarverkefni erlendis.“ Ása á tvær systur, þær Völku og Dagnýju Michelle, og segist hafa átt gott samband við foreldra sína sem hún ferðaðist mikið með erlendis. „Árið 2010 greinist mamma með lungnakrabbamein og var helm- ingur annars lungans fjarlægður í aðgerð. Eftir það tók við lyfjameð- ferð en því miður tapaði hún bar- áttunni og lést árið 2013.“ Ása var enn að syrgja móður sína í mars árið 2014 þegar hún sjálf greindist með eitlafrumukrabba- mein, einnig kallað Hodgkins krabbamein. „Það var mjög mikið sjokk og mjög mikil hræðsla fylgdi greiningunni því ég var nýbúin að missa mömmu og ég var hrædd um að ég færi sömu leið og hún.“ Við tók mjög ströng níu mánaða lyfjameðferð sem Ása segir hafa verið erfiða enda hafi mikil veikindi fylgt henni auk hár- missis auk þess sem sonurinn var á þessum tíma ungur. „Þessi tími tók mikið á bæði and- lega og líkamlega þar sem ég gat lítið sinnt þriggja ára drengnum mínum.“ Ása hafði rétt lokið strangri lyfja- meðferð og sigrað í sinni baráttu þegar nákvæmlega ári eftir hennar greiningu kom enn eitt reiðarslagið, faðir Ásu greindist með krabba- mein í vélinda í mars 2015. „Meinið var þá komið á fjórða stig og því var aðeins hægt að halda því niðri með lyfjagjöf og lést hann í nóvember sama ár. Ég upplifði mikinn tómleika, einmanaleika og söknuð þegar ég missti foreldra mína því þau voru mín stoð og stytta,“ útskýrir Ása. Fékk öll svörin Ása segir mikilvægt að geta rætt reynslu sína og tilfinningar við ein- hvern sem hefur upplifað svipaða hluti. „Ég var mjög heppin að kynn- ast stelpu sem hafði fengið eitla- frumukrabbamein og ég gat leitað til hennar þegar ég greindist, en á þeim tíma vissi ég ekki af Krafti. Hjá henni fékk ég stuðninginn sem mig vantaði: skilninginn, svörin við öllum mínum spurningum og svo margt f leira. Svör við þessum spurningum er erfitt að fá annars staðar en hjá þeim sem hafa verið í sömu sporum.“ Ása segist sjálf eiga þétt stuðn- ingsnet og hennar fólk hafi staðið þétt við bakið á henni í gegnum þessi miklu áföll. „Helstu stuðn- ingsaðilar voru samstarfskonur mínar, fjölskylda og vinir og er ég þeim ótrúlega þakklát.“ Ása er nú nýbúin með fimm ára eftirlitið á Landspítalanum þar sem hún reyndist krabbameins- laus. Hún ákvað að kynna sér betur hvað Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, hefur upp á að bjóða. „Þegar ég sá að verið var að aug- lýsa eftir stuðningsfulltrúum ákvað ég að slá til. Mér finnst skipta miklu máli að geta hjálpað einstaklingum sem eru að fara í gegnum svona áfall og geta verið til staðar fyrir þá.“ Mikilvægt að tala við einhvern Kraftur, stuðningsfélag, og Krabbameinsfélagið settu í byrjun mánaðarins af stað vitundarvakningu um mikil- vægi jafningjastuðnings undir slagorðinu Ég skil þig. Ása Nishanti Magnúsdóttir er ein stuðningsfulltrúanna. Ása segir það hafa skipt sig miklu að kynn- ast stelpu sem einnig hafði barist við eitla- frumukrabba- mein og hjá henni hafi hún fengið svörin við öllum sínum spurningum. FRÉTTABLAÐIÐ/ 1/3 Þriðji hver Íslend-ingur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. 1.600 Árlega greinast hér á landi um 1.600 manns. 70 Af þeim sem greinast árlega eru um 70 manns á aldrinum 18 til 40 ára. 16.000 Ef hver ein-staklingur hefur 10 manns í sínum innsta hring má segja að krabbamein hafi áhrif á 16.000 manns á ári. 71% Krabbamein er ekki dauðadómur og hlutfallsleg lifun fimm árum eftir greiningu er 71 pró- sent hjá konum. 66% Samkvæmt síðustu tölum frá Krabbameinsskrá Íslands er hlutfallsleg lifun karla fimm árum eftir greiningu 66 pró- sent. Mun fleiri lifa með krabba- mein en áður og það hefur áhrif á alla, bæði þann greinda og aðstandendur. Þjálfar og metur alla stuðningsfulltrúana „Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur. Þess vegna fór Kraftur á sínum tíma í að búa til vettvang fyrir jafningja til að miðla reynslu sinni á faglegan máta. Ég sjálfur þjálfa alla þá sem vilja vera stuðningsfull- trúar í Stuðningsnetinu og met hvort þeir séu í stakk búnir til að veita jafningjastuðninginn því það skiptir vissulega máli hvernig jafningjastuðningur er veittur,“ segir Þorri Snæbjörns- son, sálfræðingur Krabba- meinsfélagsins og Krafts. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.