Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 39
Hlutfall: Hlutastarf Tegund: Sérfræðingur
Landvernd leitar að samskiptastjóra.
Um er að ræða 75% starf í fjölskylduvænu umhverfi.
Umsóknarfrestur til 29. febrúar 2020.
Sjá nánar á Job
Ertu frábær miðlari?
GRUNN- OG TÓNLISTARSKÓLA-
FULLTRÚI Í GARÐABÆ
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is
gardabaer.is
Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf grunn- og tónlistarskólafulltrúa. Starf grunn- og
tónlistarskólafulltrúi hefur þann megin tilgang að efla faglegt starf í grunnskólum og
Tónlistarskóla Garðabæjar.
Grunn- og tónlistarskólafulltrúi framfylgir stefnu Garðabæjar í fræðslumálum sem sérstaklega
snúa að grunn- og tónlistarskólum og hefur yfirumsjón með innra starfi þeirra. Hann ber ábyrgð
á faglegri stjórnun, rekstri og samskiptum við skólastjóra grunn- og tónlistarskóla
sveitarfélagsins. Vinnur að verkefnum með starfsfólki skólanna og fjölbreyttum aðilum í
fræðslumálum, veitir skólunum stuðning og ráðgjöf og stuðlar að samstarfi þeirra.
Grunn- og tónlistarskólafulltrúi vinnur ásamt grunnskólanefnd og stjórn Tónlistarskóla
Garðabæjar að framtíðarsýn varðandi grunn- og tónlistarskóla í sveitarfélaginu í samstarfi við
yfirstjórnendur og skólastjóra.
Helstu verkefni:
• Tillögugerð og þátttaka í mótun og eftirfylgni skólastefnu sveitarfélagsins og öðrum stefnum
sem snerta fræðslumál
• Yfirumsjón með rekstri grunn- og tónlistarskóla sveitarfélagsins
• Yfirumsjón og eftirlit með fjárhags- og starfsáætlunum í fræðslumálum grunn- og
tónlistarskóla sveitarfélagsins og sjá um kostnaðareftirlit
• Umsjón með samskiptum við þá aðila sem koma að fræðslumálum og aðstoðar við ýmis
verkefni, umsóknir og markaðsmál
• Ýta undir og aðstoða við verkefni sem ganga út á samvinnu aðila sem sinna fræðslumálum
og tómstunda- og forvarnarstarfi
• Yfirsýn yfir sérkennslu og sérfræðiþjónustu grunnskóla
• Veitir ráðgjöf til skóla varðandi einstök mál og kemur að einstaklingsmálum með beinum
hætti þegar það á við
• Eftirlit með að grunn- og tónlistarskólastarf sé í samræmi við lög og reglugerðir og
aðalnámskrá grunnskóla og tónlistarskóla
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á háskólastigi á sviði uppeldis- og kennslufræði og/eða
menntastjórnunar eða önnur sambærileg menntunar
• Þekking og reynsla af skólastarfi
• Þekking og reynsla af rekstri og áætlanagerð
• Sjálfstæði og frumkvæði í að leysa verkefni og hrinda hugmyndum í framkvæmd
• Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, þ.m.t. jákvæðni, færni í mannlegum samskiptum og
skipulagsfærni
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig skipulega í töluðu og rituðu máli
• Góð tölvukunnátta
• Góð enskukunnátta
• Geta til að vinna undir álagi
• Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
• Góð kunnátta í einu norðurlandamáli er æskileg
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá um störf umsækjanda, menntun, rekstrar- og
stjórnunarreynslu og innsýn í verkefni sem viðkomandi hefur unnið og geta varpað ljósi á færni
umsækjanda til að sinna starfi grunn- og tónlistarskólafulltrúa. Jafnframt er óskað eftir greinar-
gerð að hámarki tvær blaðsíður þar sem umsækjandi lýsir framtíðarsýn sinni fyrir fræðslumál
í Garðabæ.
Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2020.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Björn Bjögvinsson, sviðsstjóri fræðslu- og
menningarsviðs, s. 525 8500, netfang eirikurbjorn@gardabaer.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi
stéttarfélags.
Geislagata 9 Sími 460 1000 www.akureyri.is akureyri@akureyri.is
Hvítt letur
Verkefnisstjóri eftirlits
byggingaráforma
Skipulagssvið Akureyrarbæjar auglýsir starf
verkefnisstjóra eftirlits byggingaráforma laust til
umsóknar. Um er að ræða 100% dagvinnustarf og er
æskilegt að umsækjandi getið hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni skipulagssviðs eru skipulagsmál,
byggingareftirlit, lóða- og fasteignamál.
Helstu verkefni eru:
• Yfirferð aðaluppdrátta og annarra hönnunargagna sem
fylgja umsóknum um byggingarleyfi
• Samskipti við hönnuði, verktaka og íbúa um
byggingarmál
• Annast úrvinnslu umsagna um rekstrarleyfi
• Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga
• Ýmiss önnur verkefni á skipulagssviði sem snúa að
umsýslu byggingarmála
Menntunar- og/eða hæfniskröfur:
• Byggingarfræðingur, -tæknifræðingur, -verkfræðingur
eða önnur sambærilega háskólamenntun (B.s., B.a.,
B.ed.) sem nýtist í starfi.
• Góð þekking á mannvirkjalögum og byggingarreglugerð
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Góð samskipta- og samstarfshæfni
• Skipulagsfærni, nákvæmni og hæfileiki til að vinna
sjálfstætt
• Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
• Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott
orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og
utan hans samrýmist starfinu
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu
Akureyrarbæjar, www.akureyri.is þar sem sótt er um
rafrænt.
Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020
Skálholtsstaður
óskar eftir samstarfsaðila um rekstur á veitinga- og
gistiþjónustu í Skálholti.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sambærilegum rekstri og
fagþekkingu sem nýtist í starfið.
Hugmyndir um áherslur í rekstri ásamt upplýsingum um
viðkomandi þurfa að berast í tölvupósti fyrir 24. febrúar 2020
til Hólmfríðar Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra í Skálholti,
sem einnig veitir frekari upplýsingar.
Netfang framkvæmdastjóra er holmfridur@skalholt.is
og sími 486-8870.
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 5 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R