Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 35
Ljúfasta helgarminningin úr æsku tengist systur minni, Særúnu Leu og flestar af eftirlætis minningum mínum frá uppvaxtarárunum eru tengdar henni. Það var skemmtilegast að fá að tjalda úti á túni, fá snakk í skál, vasaljós og segja draugasögur fram á nótt,“ segir tónlistarkonan Fríða Dís Guðmundsdóttir í upphafi helgar. Fríða Dís er uppalin í Sandgerði en hefur búið í höfuðstaðnum frá því um tvítugt. „Ég byrja hvern dag á kaffi og tónlist setur tóninn fyrir daginn. Ég er mikil stemningsmann- eskja og hrífst auðveldlega með umhverfinu svo ég reyni að hafa venjurnar góðar. Ferskt loft og útivera með syni mínum og skokk er gulls ígildi og gott til að hreinsa hugann. Ég er einfari í eðli mínu og þarf rými til að hugsa og skapa en góður matur með góðum vinum er líka í uppáhaldi. Ferðalög, sýningar, tónleikar og náttúran er allt sem veitir mér innblástur og nærir sálina,“ svarar Fríða Dís, innt eftir helgarlífi drauma sinna. Fríða Dís er gift Þorsteini Sur- meli og eiga þau hjónin tveggja ára son. Því eru helgarnar oftast helgaðar fjölskyldunni þegar Fríða Dís er ekki að spila ein- hvers staðar en hún hefur tekið þátt í mörgum tónlistartengd- um verkefnum í gegnum tíðina, eins og hljómsveit- unum Klassart, Eldum og Trilogiu. „Við nýtum hverja helgi í að hitta vini okkar og leyfa börnunum að leika, sækjum við- burði og gerum eitthvað skapandi og skemmtilegt saman. Við erum líka nýflutt svo helgarnar fara gjarnan í það núverið að ditta að hérna heima. Annars er ég oftast komin mjög fljótt úr náttfötunum um helgar og vil fara að gera eitt- hvað. Þá er það oftast náttúran og útivera með syninum sem kallar,“ segir Fríða Dís. Persónulegt yrkisefni Fríða Dís hóf nýverið að vinna að sólóefni og gaf á dögunum út sína fyrstu sólóplötu, Myndaalbúm. Á henni eru átta frumsamin lög, sex á íslensku og tvö á frönsku. „Yrkisefnið er persónulegt. Lögin tengjast minningum og reynslu úr mínu lífi og raðast eins og ljósmyndir í myndaalbúmi. Ég samdi þau á sex ára tímabili undir mismunandi kringumstæðum og hefur ferlið á plötunni verið tilfinningaleg úrvinnsla þar sem atburðum fortíðar er fundinn farvegur. Laglínan og textarnir fæðast oftast á sama tíma og svo er bassinn oftast fyrsta hljóð- færið sem kemur inn; það er svona fyrsta hljóðfæri sem ég grip í og því eru laglínur og bassalínur þétt- ofnar saman og eru kannski mitt helsta höfundarein- kenni,“ útskýrir Fríða Dís sem er með B.A.-próf í listfræði. „Í gegnum tíðina hef ég átt fremur erfitt með að tala um tilfinn- ingar mínar og vil helst halda þeim út af fyrir mig. Það er mér mjög eðlislægt að finna tilfinningum mínum farveg í gegnum listsköpun og er það mín þerapía. Með þessari plötu langar mig aftur á móti að bæta ráð mitt og vera óhræddari við að tjá hug minn og treysta öðrum betur. Ég er mjög mikil tilfinningavera og ástríðufull í því sem ég geri og þarf að koma kvíð- anum og myrkrinu úr systeminu og opna á betra flæði. Það er margt sem brennur á mér og liggur mér á hjarta svo sólóplöturnar verða örugglega fimmtán,“ segir Fríða Dís og kímir. Á nýju plötunni stjórnaði hún útsendingum sjálf ásamt því að syngja, leika á bassa, rafmagns- gítar, f lautu, áslátt, syngja raddir og hanna plötuumslagið. „Ég fékk því algjört listrænt frelsi til að hafa plötuna nákvæm- lega eftir mínu höfði og það var akkúrat það sem ég þurfti.“ Með barnabók í pípunum Fríða Dís á afmæli í dag, laugar- daginn 15. febrúar, og verður 33 ára. Af því tilefni ætlar hún að blása til veislu í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld og fagna útgáfu plötunnar. „Með mér koma fram Smári Guðmundsson á gítar, Stefán Örn Gunnlaugsson á píanó og syntha, Kristinn Snær Agnarsson á trommur, Óskar Guðjónsson á saxófón, Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar og Óskar Þór Arn- grímsson sér um áslátt. Við ætlum að flytja plötuna í heild sinni og skyggnst verður á bak við lögin og töfrana sem áttu sér stað í upp- tökuferlinu,“ upplýsir Fríða Dís um tónleikana í kvöld. „Svo er planið að fylgja plötunni minni eftir, spila sem víðast og taka upp nokkur tónlistarmynd- bönd. Hljómsveitin mín, Klassart, er einnig að fara í upptökur á lögum sem við sömdum við ljóð Hallgríms Péturssonar. Svo þarf ég að dusta rykið af teikniborðinu því ég er með barnabók og lag í stíl í pípunum sem ég þarf að koma frá mér. Ég er líka strax farin að huga að næstu sólóplötu,“ segir Fríða Dís og iðar í skinninu að fara að semja og útsetja eitthvað nýtt. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Fríða Dís á afmæli í dag og heldur af því tilefni tónleika í Hljómahöllinni í kvöld. MYNDIR/ÞORSTEINN SURMELI Flettir albúmi á afmælisdegi Tónlistarkonan Fríða Dís er ástríðufullur einfari en um leið mikil stemningsmanneskja. Hún segir tímabært að vera óhræddari við að tjá tilfinningar sínar og treysta öðrum. Helgarnar hennar Fríðu Dísar Hvort ertu morgunhani eða næturhrafn? Ég er B+ manneskja í A+ lífsstíl. Besti helgarmaturinn? Sushi. Bestu helgargestirnir? Vinir og fjölskylda. Besta helgardekrið fyrir þig sjálfa? Útiskokk og langt bað með kertaljósum og tónlist. Hvað færðu þér á kósíkvöldi? Ég er mest bara í teinu á kvöldin og finnst gott að fá mér ber og ávexti, en papriku- eða chili-snakk er eftirlætis nammið mitt. Á hvað hlustarðu til að koma þér í helgarskapið? Con Todo El Mundo með Khruangbin. Hvert ferðu á djammið? Ég hef voða lítið stundað næturlífið undanfarin ár, en ef ég fer eitt- hvað út er það helst til að sækja tónleika. Hvaða bíómynd gætirðu horft á aftur og aftur? Spirited Away eftir Hayao Miyazaki. Hvor er betri, laugardagur eða sunnudagur? Laugardagur, þá á maður sunnudaginn inni. Í gegnum tíðina hef ég átt fremur erfitt með að tala um tilfinn- ingar mínar og vil helst bara halda þeim út af fyrir mig. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir: Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is NOTAÐIR BÍLAR Veglegt sérblað um notaða bíla kemur út þriðjudaginn 25. febrúar. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.