Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 25
Hildur Vala samdi og flytur lagið með eiginmanninum, Jóni Ólafssyni, en samband þeir ra vakti mikla athygli í upphafi og varð tilefni til þess að þjóðin var spurð hvort hún hefði trú á að það myndi endast. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist, lærði á píanó í nokkur ár sem barn og var í barnakór hjá Jóni Stefáns­ syni í Langholtskirkju. Ég var líka í Söngskóla Reykjavíkur í klassískum söng í örskamman tíma en tók það ekki mjög alvarlega og fór frekar á kaffihús en í tónfræðitíma,“ segir Hildur Vala aðspurð um upphafið. „Ég átti mér enga sérstaka drauma um að verða tónlistarkona, held ég, þó ég hafi haft gríðarlegan áhuga á tónlist. Ef ég hef haft þá, þá hafa þeir verið geymdir einhvers staðar lengst í dýpsta hafi jarðar. Það hvarflaði ekki að mér að ég gæti orðið tónlistarkona,“ segir hún. Skondið og merkilegt að vinna Það var árið 2005 sem Hildur Vala, þá 23 ára bar sigur úr býtum í hinni vinsælu Idol Stjörnuleit. „Mér finnst dálítið skondið en merkilegt að ég hafi unnið. Ég var algjörlega blaut á bak við eyrun, þannig séð, og hugsaði ekki um neitt nema að syngja, ekkert um athyglina sem við fengum. Ég var upptekin af því að kynn­ ast nýju fólki og hafa gaman. En svo kitlaði þetta hégómagirndina hjá ungri stúlku, sem fékk alls konar dót gefins og ferðir til útlanda og þetta var bara fallegt ferli.“ Hildur Vala fékk í kjölfarið umboðsmann og nóg af verkefnum, meðal annars að syngja með Stuð­ mönnum sumarið eftir um land allt. „Þetta var stórskemmtilegt en haustið eftir var ég komin með nóg og flúði til Ítalíu í eitthvað ítölsku­ nám, en endaði þó á að ferðast með lestum um Toscana með Jóni og kann vart stakt orð í ítölsku,“ segir hún og hlær. Bransinn erfiður og flókinn Hildur Vala segist hafa áhuga á ýmsu öðru en tónlist og á tímabili hafi hana alls ekki langað að leggja hana fyrir sig. „Á þessum tíma menntaði ég þó mig í tónlist og söng í Tónlistarskóla FÍH og fékk þar útrás fyrir tónlistarástríðuna.“ Leiðin lá svo í kennaranám og er Hildur hálfnuð með meistararitgerð í faginu. „Auk þess gekk ég með og ól upp ásamt Jóni tvo litla stráka. Mér fannst bransinn dálítið erf­ iður og flókinn, þessi lína milli þess að vera listamaður en vera líka að selja sig sem vöru. Ég sagði nei við ýmsu sem mér bauðst og fannst mun ánægjulegra að vera heima með strákunum mínum en að vera að syngja einhvers staðar. Í dag hugsa ég þetta þó öðruvísi og geri bara það sem mér finnst skemmti­ legt og rétt,“ segir Hildur ákveðin en bætir við; „Og mér finnst eiginlega allt skemmtilegt sko, og rétt.“ Vegfarendur spurðir um Jón Eins og fyrr segir er Hildur Vala gift Jóni Ólafssyni tónlistarmanni og eiga þau saman þrjú börn. Hildur og Jón kynntust þegar hann stýrði upptökum á fyrstu sólóplötu Hildar. Platan var hluti sigurverð­ launanna í Idol og grínast Hildur því með að sigurinn hafi sannarlega verið örlagaríkur. „Mér fannst hann skemmtilegur og með góðan húmor. Ég vissi jú að hann væri eitthvað eldri en ég, en hafði þó ekki hugmynd um að hann væri svona gamall,“ segir Hildur og hlær en á milli þeirra eru 19 ár. „Ég var ekkert að spá í það. Þetta var bara dásamlegur tími, þegar við vorum að byrja saman.“ Parið fór þó ekki varhluta af fjölmiðlaumfjöllun en Hildur segir þau bara hafa haft gaman af því þegar miðlarnir gerðu sér mat úr aldursmuninum. „Ég man að DV spurði fólk úti á götu hvort Tónlistin heilandi Hildur Vala Einarsdóttir varð þjóðþekkt aðeins 23 ára gömul þegar hún sigraði Idol stjörnuleit fyrir fimmtán árum. Nú keppir hún aftur, í Söngvakeppni sjónvarpsins, með sitt eigið lag, Fellibylur. Hildur Vala segir það ekki hafa hvarlað að henni að hún gæti orðið tónlistarkona. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR ÉG MAN AÐ DV SPURÐI FÓLK ÚTI Á GÖTU HVORT ÞAÐ HEFÐI TRÚ Á ÞESSU SAMBANDI OG HVERJAR ÞAÐ TELDI LÍKURNAR Á AÐ ÞAÐ MYNDI ENDAST. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is það hefði trú á þessu sambandi og hverjar það teldi líkurnar á að það myndi endast,“ segir Hildur og hlær að upprifjuninni. „Við finnum ekki fyrir aldurs­ muninum, almennt, nema hann er aðeins betur að sér í eldri tónlist, eðlilega. En við höfum sömu gildi í lífinu, sameiginleg áhugamál og svipaðar skoðanir á því sem skiptir máli. Ég hef lært margt af honum alveg eins og hann hefur lært margt af mér.“ Saman eiga þau Hildur og Jón þrjú börn, drengi sem eru 10 og 13 ára og fjögurra ára dóttur. Fyrir átti Jón svo tvær dætur frá fyrra sambandi. „Ég er mikil barnakona, áhuga­ manneskja um barnamenningu og hef mjög mikið yndi af börnum á öllum aldri. Mér finnst ég svo innilega lánsöm að hafa fengið að eignast þessi þrjú dásamlegu börn.“ Hildur hefur starfað við tónlist­ arkennslu síðustu ár. „Nú kenni ég söng í tónlistarskóla FÍH þar sem ég stundaði söng­ og tónlistarnám. Ég elska að kenna tónlist og miðla því sem ég hef lært og gengið í gegnum sem tónlistarkona. Söngur og tón­ list er líka svo heilandi einhvern veginn, og stuðlar oft að bættri líðan og aukinni hamingju.“ Hildur Vala segist lengi hafa haft áhuga á feminisma. „Síðastliðinn áratug hef ég lesið mér mikið til um konur og tónlist, þar sem bæði lokaritgerð mín og meistararitgerð hverfast um þetta efni. Það hefur í gegnum tíðina verið mikill kynja­ halli í bransanum og það er ekki af því að stelpur séu ekki nógu dug­ legar að spila á trommur eða semja lög. En þróunin er mjög jákvæð, þó mér finnist hún stundum vera of hæg. Kítón, Félag kvenna í tónlist, og fleiri aðilar, hafa þó lyft umræð­ unni upp á yfirborðið sem er mikil­ vægt.“ Hildur Vala hefur gefið út þrjár sólóplötur. Sú fyrsta var ábreiðu­ plata þar sem Hildur söng sín eftir­ lætis lög og næsta innihélt ný lög frá íslenskum höfundum. „Við tókum hana upp í Danmörku þegar ég var ólétt að frumburðinum. Svo þegar hún kom út var ég bara dottin inn í ungbarnabúbbluna og hafði lítinn tíma eða áhuga á að fylgja henni eftir.“ Árið 2018 kom loks út platan Geimvísindi þar sem Hildur syngur lög eftir sjálfa sig. „Það fannst mér hrikalega skemmtilegt og get ekki beðið eftir að komast af stað í næsta sköpunarferli.“ Þegar Hildur Vala kemur fram leikur eiginmaðurinn oftast undir. „Við vinnum mjög vel saman, og erum yfirleitt sammála um hlutina þegar við erum að taka upp nýja tónlist. En ég get alveg hugsað mér að vinna með einhverjum öðrum við tækifæri, kannski einhverjum upptökustýrum. Það er bara svo hagkvæmt fyrir heimilið að við vinnum saman,“ segir hún og brosir. Þarf ekki alltaf stuð og læti Eins og fyrr segir eiga þau hjón lagið Fellibyl í Söngvakeppninni en Hildur segir þau hafa verið beðin af RÚV af koma með lag og henni hafi fundist liggja beinast við að segja já. „Að fara með sitt eigið lag, á sínum eigin forsendum og stýra útkomunni algjörlega sjálf, það er bara stórkostlegt. Auk þess er gott fyrir mig að fara út fyrir þæginda­ hringinn og láta bara vaða.“ Lagið er angurvært og jafnvel nokkuð draumkennt en Hildur Vala segist hafa viljað tef la fram hægu lagi. „Á móti öllu teknó­ stuðinu sem hefur einkennt stóru Eurovision keppnina. Það þarf ekki alltaf að vera stuð, ljósasjóv og læti þó að maður sé glaður og hamingju­ samur.“ 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.