Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 36
Borgarritari Umsjón með ráðningu hefur Intellecta. Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2020. Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is), Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Lóa Birna Birgisdóttir sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar (loa.birna.birgisdottir@reykjavik.is). Umsókn óskast útfyllt á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Skipuð verður 3ja manna hæfnisnefnd sem mun vinna úr öllum umsóknum í samráði við Intellecta. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf borgarritara Reykjavíkurborgar. Borgarritari er æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar að borgarstjóra undanskildum og fer með forystu- og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu Reykjavíkurborgar. Borgarritari er einn af staðgenglum borgarstjóra og tilheyrir yfirstjórn Reykjavíkurborgar. Launakjör borgarritara heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Borgarritari heyrir beint undir borgarstjóra og um störf hans gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Ráðið er í starf borgarritara af borgarráði til fimm ára. Hjá Reykjavíkurborg starfa á hverjum tíma um 9.000 starfsmenn sem sinna fjölbreyttri þjónustu á mörgum sviðum fyrir íbúa og gesti Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg er einn vinnustaður í öllum sínum fjölbreytileika. Samkvæmt mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar og þeirri framtíðarsýn sem þar birtist þá einkennist starfsemi Reykjavíkurborgar af fagmennsku og framsækni. Með því að taka öra tækniþróun upp á okkar arma erum við lifandi og skemmtilegur vinnustaður með sterkt aðdráttarafl fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk á öllum aldri sem vinnur í þágu borgarbúa. Í kjölfar aukinnar áherslu á þverfaglegt samstarf og styttri boðleiðir upplifir starfsfólk borgina sem einn vinnustað sem einkennist af fjölbreytni, sterkri menningu, sveigjanleika og samheldni. Sjá nánar á: www.reykjavik.is • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi • Leiðtogahæfileikar, farsæl reynsla af stjórnun ásamt reynslu af því að leiða breytingar • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótunarvinnu og áætlunargerð • Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum • Þekking og reynsla af samningagerð og undirbúningi samninga • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur • Forysta um að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í þróun og þjónustu, stjórnsýslu og rekstri á landsvísu og standist samanburð við framsæknar borgir í alþjóðlegum samanburði • Ábyrgð á að stefnumörkun borgarráðs og borgarstjórnar sé fylgt eftir með upplýsingamiðlun og stoðþjónustu við fagsvið borgarinnar • Eftirlit með að framkvæmd sé í samræmi við markaða stefnu og fjárhagsheimildir • Ábyrgð á því að stuðla að lýðræðislegum stjórnunar- háttum með því að auka gegnsæi og styrkja upplýsingaflæði milli stjórnenda, sviða og stofnana borgarinnar, íbúa og annarra samráðsaðila • Yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar • Fer fyrir samningateymi Reykjavíkurborgar í samskiptum við ríkið • Tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög • Tengiliður Reykjavíkurborgar við atvinnulífið í Reykjavíkurborg og á landsvísu • Leiðir stór og flókin verkefni sem kalla á samhæfingu og samræmingu innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og utan þess • Undir borgarritara heyra skrifstofa borgarstjóra og borgarritara og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Menntunar- og hæfniskröfur: Ábyrgðarsvið: Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson. Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.