Fréttablaðið - 15.02.2020, Blaðsíða 33
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Í lýsingu á viðburðinum á sam-félagsmiðlum stendur: „Má ég halda áfram að hlusta á uppá-
haldstónlistarmanninn minn, þó
svo að hann hafi verið dæmdur
fyrir kynferðisof beldi? Á ég að
slökkva á uppáhaldsseríunni
minni þegar aukaleikari birtist
á skjánum, af því að ég veit að
hann hefur barið konuna sína?
Má syrgja nauðgara? Halda með
morðingja?“
Og áfram er spurt: „Hvað með
listamenn sem ekki eru níðingar
en hafa viðhorf sem ganga þvert
gegn mínu eigin siðferði? Má ég
lesa bækur eftir rasista? Veita
hómófób YouTube-áhorf? Læka
mynd hjá manni sem hatar
konur?“
Á málþinginu sem er haldið á
vegum Siðmenntar og er hluti af
fyrsta Siðmenntarþingi félags-
ins verður reynt að svara þessum
erfiðu spurningum. Inga Auðbjörg
K. Straumland, formaður Sið-
menntar, segir að hugmyndin að
málþinginu hafi komið vegna þess
að hún hafi mikið velt því fyrir sér
hversu flókið getur verið að setja
sér siðferðislegar línur um hvaða
listamenn má styrkja með áhorfi
sínu og athygli.
Í lýsingu málþingsins segir að
Býst við áhugaverðum umræðum
Á málþingingu Má njóta níðinga? sem fer fram í dag verður velt upp siðferðislegum spurningum á
borð við: Má ég lesa bækur eftir rasista, hlusta á tónlist eftir ofbeldismann eða syrgja nauðgara?
Inga Auðbjörg
K. Straumland
segist sjálf
ekki vita hvar
hún á að draga
línuna í þessum
efnum. MYND/
HARI
sumt fólk taki harða siðferðislega
afstöðu gegn listafólki sem hefur
breytt rangt, á meðan öðrum finn-
ist að listin hljóti að standa fyrir
sínu, óháð gjörðum listamannsins.
Þar segir einnig að flestir húki
ringlaðir á milli þessara tveggja
póla og eigi erfitt með að draga
sína persónulegu línu í sandinn.
„Ég er oft ekki viss sjálf hvaða
línu ég vil setja og hef til dæmis
velt því fyrir mér hvort það sé rétt-
lætanlegt að horfa á myndir eftir
Woody Allen, eða myndir með
Johnny Depp og eins hvort megi
syrgja Kobe Bryant og mér fannst
eiginlega kominn tími á að fá ein-
hvern til að svara þessu fyrir mig,“
segir Inga.
Framsögufólk veltir upp
erfiðum spurningum
Steinunn Ólína Hafliðadóttir,
Þóra Tómasdóttir og Arnar Eggert
Thoroddsen verða framsögumenn
á málþinginu og munu rekja sínar
hugmyndir um þessar siðferðis-
legu spurningar og eftir það verða
umræður úr sal.
„Steinunn Ólína hefur mikið
látið að sér kveða í ungmenna-
málum og femínisma, hún skrifaði
grein í Flóru veftímarit sem var
á þessari línu svo þess vegna
hafði ég samband við hana,“ segir
Auður.
Steinunn Ólína Hafliðadóttir
situr í ritstjórn femíníska veftíma-
ritsins Flóru og hefur undanfarin
ár beitt sér fyrir femínískum verk-
efnum, en hún vann meðal annars
að átaki Stígamóta, Sjúk ást.
Arnar Eggert er tónlistargagn-
rýnandi sem hefur mikið skoðað
útskúfunarmenningu. Doktors-
ritgerð hans var á sviði dægurtón-
listar og mun hann einbeita sér
að útskúfunarmenningunni þar,
hvernig henni er háttað og hvernig
hún hefur þróast. Hann er aðjunkt
í félagsfræði við Háskóla Íslands
og umsjónarmaður grunnnámsins
þar í fjölmiðlafræði.
„Mér fannst mjög mikilvægt að
fá innsýn úr tónlistarbransanum
því umfjöllunarefnið á mjög vel
við þar,“ segir Inga.
„Þóra Tómasdóttir kemur úr
kvikmyndabransanum og er mik-
ill femínisti, hún hefur líka langa
reynslu af blaðamennsku og mun
fjalla um afhjúpun og útskúfun.
Þannig að ég held að við höfum
náð nokkuð breiðri skírskotun í
listina með þessu framsögufólki.“
Inga býst við áhugaverðum
umræðum á málþinginu í dag.
„Siðmenntarþingið er í tengslum
við afmæli Siðmenntar en við
eigum 30 ára afmæli núna. Eitt af
markmiðum félagsins er að standa
fyrir umræðu um siðferðismál og
húmanisma og mál tengd okkar
gildum og þetta er málefni sem er
fólki hugleikið.“
Málþingið hefst klukkan 14.00 í
dag og stendur til 15.30. Það er
öllum opið og fer fram í sal Garð-
yrkjufélags Íslands í Síðumúla.
Einstakt
tilboð
fyrir tvo á kr.
19.900
– aukanótt –
14.400
Á FOSSHÓTEL REYKJAVÍK
Bókist í gegnum netfangið res.reykjavik@fosshotel.is
eða á vefnum islandshotel.is/tilbod
Gildir til 31. maí 2020 og með fyrirvara um bókunarstöðu.
*Gefa verður upp bílnúmer við bókun. Á virkum dögum er
hádegisverðarhlaðborð en brunch um helgar.
Innifalið er gisting í standard herbergi á
Fosshótel Reykjavík ásamt brunch hlaðborði
á Haust Restaurant fyrir tvo, að auki
frítt bílastæði í bílastæðahúsi.*
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R