Fréttablaðið - 15.02.2020, Page 36

Fréttablaðið - 15.02.2020, Page 36
Borgarritari Umsjón með ráðningu hefur Intellecta. Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2020. Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is), Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Lóa Birna Birgisdóttir sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar (loa.birna.birgisdottir@reykjavik.is). Umsókn óskast útfyllt á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Skipuð verður 3ja manna hæfnisnefnd sem mun vinna úr öllum umsóknum í samráði við Intellecta. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf borgarritara Reykjavíkurborgar. Borgarritari er æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar að borgarstjóra undanskildum og fer með forystu- og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu Reykjavíkurborgar. Borgarritari er einn af staðgenglum borgarstjóra og tilheyrir yfirstjórn Reykjavíkurborgar. Launakjör borgarritara heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Borgarritari heyrir beint undir borgarstjóra og um störf hans gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Ráðið er í starf borgarritara af borgarráði til fimm ára. Hjá Reykjavíkurborg starfa á hverjum tíma um 9.000 starfsmenn sem sinna fjölbreyttri þjónustu á mörgum sviðum fyrir íbúa og gesti Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg er einn vinnustaður í öllum sínum fjölbreytileika. Samkvæmt mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar og þeirri framtíðarsýn sem þar birtist þá einkennist starfsemi Reykjavíkurborgar af fagmennsku og framsækni. Með því að taka öra tækniþróun upp á okkar arma erum við lifandi og skemmtilegur vinnustaður með sterkt aðdráttarafl fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk á öllum aldri sem vinnur í þágu borgarbúa. Í kjölfar aukinnar áherslu á þverfaglegt samstarf og styttri boðleiðir upplifir starfsfólk borgina sem einn vinnustað sem einkennist af fjölbreytni, sterkri menningu, sveigjanleika og samheldni. Sjá nánar á: www.reykjavik.is • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi • Leiðtogahæfileikar, farsæl reynsla af stjórnun ásamt reynslu af því að leiða breytingar • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótunarvinnu og áætlunargerð • Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum • Þekking og reynsla af samningagerð og undirbúningi samninga • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur • Forysta um að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í þróun og þjónustu, stjórnsýslu og rekstri á landsvísu og standist samanburð við framsæknar borgir í alþjóðlegum samanburði • Ábyrgð á að stefnumörkun borgarráðs og borgarstjórnar sé fylgt eftir með upplýsingamiðlun og stoðþjónustu við fagsvið borgarinnar • Eftirlit með að framkvæmd sé í samræmi við markaða stefnu og fjárhagsheimildir • Ábyrgð á því að stuðla að lýðræðislegum stjórnunar- háttum með því að auka gegnsæi og styrkja upplýsingaflæði milli stjórnenda, sviða og stofnana borgarinnar, íbúa og annarra samráðsaðila • Yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar • Fer fyrir samningateymi Reykjavíkurborgar í samskiptum við ríkið • Tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög • Tengiliður Reykjavíkurborgar við atvinnulífið í Reykjavíkurborg og á landsvísu • Leiðir stór og flókin verkefni sem kalla á samhæfingu og samræmingu innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og utan þess • Undir borgarritara heyra skrifstofa borgarstjóra og borgarritara og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Menntunar- og hæfniskröfur: Ábyrgðarsvið: Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson. Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.