Fréttablaðið - 15.02.2020, Síða 5

Fréttablaðið - 15.02.2020, Síða 5
TÖLUR VIKUNNAR 02.02.2020 TIL 08.02.2020 jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® WRANGLER RUBICON AFMÆLISTILBOÐ: 11.960.000 KR. FULLT VERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 12.590.000 KR. FÁANLEGUR MEÐ 35”, 37” EÐA 40” BREYTINGU • BENSÍN 273 HÖ / DÍSEL 200 HÖ • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • ROCK-TRACK® FJÓRHJÓLADRIF • SELECT-TRAC® MILLIKASSI • TRU-LOCK® 100% DRIFLÆSINGAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • AFTENGJANLEG JAFNVÆGISSTÖNG AÐ FRAMAN • HEAVY DUTY FRAM- OG AFTURHÁSING • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ Hildur Guðnadóttir tónskáld vann Óskars­ verðlaun fyrst Íslendinga fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Meðal tilnefndra voru skáld á borð við John Williams og Randy New­ man. Hildur hefur hlotið fjölda verðlauna undanfarið fyrir tónlist sína í Joker og HBO­þáttunum Chernobyl. Wei Li ferðamaður fékk ekki skipt 1,6 milljónum króna, eða um 170 kílóum af íslenskri mynt, sem hann ferð­ aðist með til landsins. Fulltrúi Arion banka sagði bankanum ekki skylt að taka við peningum frá aðilum sem eru ekki í við­ skiptum við bankann en Li gaf síðar Samhjálp hluta myntar­ innar. Birni H. Halldórssyni framkvæmdastjóra Sorpu var sagt upp störfum á fundi stjórnar Sorpu. Í tilkynningu frá stjórninni segir að ákvörð­ unin eigi sér meðal annars stoð í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingu til fjölmiðla lýsti Björn yfir von­ brigðum með niðurstöðuna og sagðist telja að stjórnin væri að varpa athygli frá sjálfri sér með uppsögninni. Þrjú í fréttum Óskarinn, íslensk mynt og uppsögn 1,3 tonna flugeldur var sprengdur í Bandaríkjunum, sá stærsti í heim- inum hingað til. 62 tillögur bárust fyrir nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 80 prósent landsmanna 15 ára og eldri eru með rafræn skilríki. 44 stundir var meðalvinnuvika einstaklinga á síðasta ári miðað við fullt starf. 3.186 fyrirtæki og félög voru nýskráð á síðastliðnu ári sam- kvæmt Hagstofu. Fauk ofan af fjölskyldu á Rangárvöllum „Það varð töluvert tjón á nokkr- um stöðum, sérstaklega á húsum og bæjum uppi á Rangárvöllum,“ segir Grímur Hergeirsson, settur lögreglustjóri á Suðurlandi. Óveðrið sem gekk yfir landið í gær varð ekki síst öflugt á Suður- landi. „Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um að það hafi orðið slys á fólki hérna hjá okkur,“ segir Grímur. „Það voru fáir á ferðinni og það hefur hjálpað til þess að fólk var ekki að lenda í vandræðum." Að sögn Gríms var aðallega um að ræða fok á lausamunum og þakplötum og skemmdir á útihúsum. „Það gaf sig veggur á skemmu á einum bæ. Á öðrum bæ féll fóðursíló og lenti á fjósinu. Síðan féll fjárhús. Það var töluvert mikið af rafmagnsstaurum sem brotnuðu,“ segir Grímur. Á bænum Lambhaga þurfti heimilisfólkið að sögn Gríms að yfirgefa íbúðarhúsið er burður í þaki gaf sig. Ábúandinn gaf sér ekki tíma til að ræða við blaða- mann í gær. – gar ÓVEÐUR Óveðrið sem gekk yfir landið í gær hafði áhrif víða en rauð viðvörun var í gildi fyrir sunnanvert landið aðfaranótt föstudags. Aldrei fyrr hefur verið gefin út rauð viðvörun fyrir höfuðborgar­ svæðið. Rýma þurfti hús í Garði þar sem sjór var farinn að flæða inn í kjall­ ara eftir mikinn sjógang í bænum. Töluvert var af vatni inni í húsinu og fengu mæðgur sem þar búa aðstoð björgunarsveitar við að komast út. Þær komust ómeiddar í öruggt skjól. Vélbáturinn og fyrrum varðskipið Blátindur sökk í Vestmannaeyjahöfn í óveðrinu í gær þar sem vindur fór í 50 metra á sekúndu. Báturinn var í eigu bæjarfélagsins og talinn mikil menningarverðmæti fyrir bæinn. Blátindur var til sýnis á Skans­ svæðinu og um klukkan hálf tíu í fyrrakvöld fór hann á flot. Skömmu síðar var honum komið fyrir við bryggjuna þar sem hann svo sökk. Þá losnuðu smábátar frá bryggj­ unni í Vestmannaeyjahöfn og einn bátur á Suðurnesjum. Lög reglan í Vest manna eyjum segir að við varanir og undir­ búningur íbúa og eig anda fyrir­ tækja í Vest manna eyjum hafa átt lykil þátt í því að ekki varð meira tjón í ó veðrinu. Björgunar sveitir og lög­ regla höfðu sinnt á fjórða tug verk­ efna um miðjan dag í gær. Karlmaður slasaðist þegar þak­ plata fauk á hann í Hvalfirði. Björgunar sveitar menn frá Kjalar­ nesi voru kallaðir út á samt lög reglu og gekk vel að koma manninum af vett vangi. Maðurinn var f luttur á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand hans. Allt skólahald í leik­ og grunn­ skólum höfuðborgarinnar féll niður í gær og fjöldi verslana og fyrir­ tækja lokaði starfsemi sinni vegna veðurs. Þá varð þó nokkur röskun á almenningssamgöngum. Sömu sögu má segja um landið allt nema á Akureyri þar sem skólar voru opnir. Rafmagn fór af víðs vegar um landið, til að mynda á Höfn í Horna­ firði og í Vík í Mýrdal. Í Vík var raf­ magn skammtað og þar var fólk beðið að fara sparlega með rafmagn. Í Landeyjum brotnuðu 27 raf­ magnsstaurar. birnadrofn@frettabladid.is Óveður gekk yfir landið í gær Áhrifa óveðursins sem gekk yfir landið í gær gætti víða. Bátur sökk í Vestmannaeyjahöfn. Rýma þurfti hús í Garði er kjallarinn fylltist af vatni. Maður slasaðist í Hvalfirði og nokkur truflun varð á rafmagni. Björgunarsveitarmenn þurftu að vanda sig við að standa í fæturna við Reykjavíkurhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Meira á frettabladid.is 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.