Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 9
2.800 2.600 2.400 2.200 2.000 1.800 1.600 1.400 ja n. 10 ja n. 11 ja n. 12 ja n. 13 ja n. 14 ja n. 15 ja n. 16 ja n. 17 ja n. 18 ja n. 19 ja n. 20 jú l.1 0 jú l.1 1 jú l.1 2 jú l.1 3 jú l.1 4 jú l.1 5 jú l.1 6 jú l.1 7 jú l.1 8 jú l.1 9 ✿ Þróun heimsmarkaðsverðs á áli síðasta áratug Bandaríkjadalir á tonn ára Engin ástæða er fyrir Landsvirkjun til að örvænta og slá af raforku- verðinu til álversins í Straumsvík enda er samningur álversins við Landsvirkjun bundinn til ársins 2036. Fyrirtækin gætu komist að samkomulagi um að skipta ávinn- ingi á milli sín. Þetta segir Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands. Rio Tinto Alcan, eigandi álversins í Straumsvík (ISAL), greindi frá því í gærmorgun að fyrirtækið myndi skoða allar leiðir þegar kæmi að endurskoðun á starfseminni. Meðal annars kæmi til greina að loka því. „Það myndi vitanlega létta álver- inu róðurinn ef raforkuverðið í samningnum við Landsvirkjun yrði lækkað,“ nefnir Sigurður sem hefur komið að ritun fjölmargra skýrslna um raforkumál. „Frá viðskiptalegu sjónarhorni,“ bætir hann við, „sé ég hins vegar ekki ástæðu fyrir Landsvirkjun til að slá af verðinu. Ef samningurinn er þannig úr garði gerður að Rio Tinto hefur skuldbundið sig til að kaupa alla þessa raforku, eftir niðurskurðinn í ár, tel ég ekki að Landsvirkjun sé í slæmri stöðu í bili,“ segir Sigurður sem tekur fram að hann viti ekki með vissu hvað felist í samningi fyrirtækjanna. ISAL og Landsvirkjun endur- nýjuðu raforkusamninginn árið 2010. Þá var raforkuverðið tekið úr sambandið við þróun álverðs. Sig- urður segir að ISAL væri líkast til í betri stöðu ef eldri samningurinn væri enn í gildi. Vissulega hefði lágt álverð eftir sem áður komið niður á álverinu en skellurinn hefði verið minni þar sem orkukostnaðurinn hefði minnkað á móti. Á síðustu fjórum árum – frá árinu 2016 – nemur rekstrartap álverins um 170 milljónum dala, um 21 milljarði króna á núverandi gengi. Í tilkynningu Rio Tinto var haft eftir Alf Barrios forstjóra að unnið hefði verið markvisst að því að bæta afkomu álversins. Það væri engu að síður óarðbært og ekki samkeppnis- hæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar. Ket il l Sig u r jónsson, f ra m- kvæmdastjóri vindorkufyrirtækis- Landsvirkjun þurfi ekki að örvænta Landsvirkjun er í góðri stöðu gagnvart álverinu í Straumsvík. Skuldbundið til að kaupa raforku til næstu 14 ára. Verðlækkun yrði óveruleg og krefðist mikils forsendubrests. Niðurstaðan gæti verið sú að Landsvirkjun og Rio Tinto skipti ávinningi á milli sín. Illa hefur gengið að selja álverið. Norsk Hydro hætti við kaup á álverinu haustið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Samningur Landsvirkjunar og Rio Tinto frá 2010 markaði tímamót Samningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan, sem tók gildi haustið 2010 og gildir til ársins 2036, fól á margan hátt í sér tímamót í sölu- samningum orkufyrirtækisins enda var með honum afnumin tenging raforkuverðs við álverð og þess í stað miðað við bandaríska neysluvísitölu. Haft var eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, þegar samningurinn tók gildi að miðað við þáverandi álverð skilaði samn- ingurinn umtalsverðri hækkun á raforkuverði fyrir fyrirtækið. Samningurinn er tvíþættur. Annars vegar var endursamið um verð á þáverandi orkusölu Lands- virkjunar til álversins, samtals um 2.930 gígavattsstundir, og hins vegar var samið um afhendingu viðbótarorku upp á 658 gíga- vattsstundir vegna áætlaðrar framleiðsluaukningar álversins. Sú aukning náðist þó ekki að öllu leyti og var endursamið um þann þátt samningsins árið 2014. Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkj- unar á eftir Fjarðaáli á Reyðarfirði en samkvæmt ársskýrslu orku- fyrirtækisins fyrir árið 2018 eru um 23 prósent af raforkusölu þess til álvers Rio Tinto. Haft var eftir Herði fyrr í mánuðinum að tekjuáhrifin af fimmtán prósenta samdrætti í framleiðslu álversins í Straumsvík, sem fyrirhugaður er í ár, væru um tuttugu milljónir dala. Af því má ráða að tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu til álversins nemi að jafnaði um 135 milljónum dala, jafnvirði ríflega sautján milljarða króna, á ári. 2010 73,6 2011 41,6 2012 -18,3 2013 -38,5 2014 -0,1 2015 -1,9 2016 -47,2 2017 0,6 2018 -43,4 2019 -80,0 Samtals -113,6 ✿ Rekstrarafkoma ISAL í milljónum dala Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Frá viðskiptalegu sjónarhorni sé ég ekki ástæðu fyrir Lands- virkjun til að slá af verðinu. Sigurður Jóhannes- son, forstöðu- maður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands einhverju máli hvort forsendurnar að baki samningi Landsvirkjunar og ISAL hafi breyst mikið meira en viðsemjendurnir gátu mögulega séð fyrir. Það þarf að vera mjög rík ástæða ef gera á breytingar á samn- ingnum,“ segir Ketill. Raforkuverð ISAL fyrir hverja megavattstund er um 38 dalir að sögn þeirra sem þekkja vel til. Í verðinu er raforkuflutningur inni- falinn sem er talinn nema um sex dölum. Til samanburðar má ætla að raforkuverð til Fjarðaáls sé vel undir þrjátíu dölum og að kjör Norðuráls hafi verið svipuð þar til í fyrra þegar endurnýjaður samn- ingur við Landsvirkjun tók gildi. Þá er Rio Tinto sagt borga 26 dali með f lutningi fyrir hverja mega- vattstund í Kanada. „Álverið í Straumsvík er að greiða miklu hærra verð en álver Fjarðaáls fyrir austan, sem er á upphafssamn- ingi. Þess konar samningur er gulrót til að fá fyrirtækin til landsins. Kjör- in eru góð til að byrja með en báðir samningsaðilar eru meðvitaðir um að þau muni breytast í framtíðinni. Það gerðist einmitt hjá ISAL árið 2010,“ segir Ketill. Raforkuverðið í samningi Norð- uráls við Landsvirkjun er tengt norrænum raforkumarkaði. Ketill segir að Norðurál sé í dag að greiða hærra verð en áður og líklega svipað því sem ISAL greiðir. Verðið þar er tengt raforkuverði á norrænum orkumarkaði. „Munurinn er sá að samningur Norðuráls rennur út eftir þrjú ár og fyrirtækið er að kaupa af f leiri raforkufyrirtækjum á hagstæðum verðum. Þess vegna má segja að samningar Landsvirkjunar hafi hlutfallslega minna vægi í rekstri Norðuráls en Straumsvíkur,“ segir Ketill. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir tel ég að raforkuverðið til ISAL sé ekki ósamkeppnishæft. Vissulega er raforkuverðið til ISAL töluvert hærra en til álvers Alcoa á Reyðarfirði. En það er vitað að fjöl- mörg álver í heiminum greiða svip- að og oft hærra orkuverð en álverið í Straumsvík gerir. Því er vandséð að Landsvirkjun sé til í að lækka orku- verðið til ISAL. Sú lækkun yrði alla vega óveruleg og kæmi ekki til nema rökin þar að baki séu mjög sterk og raunveruleg,“ segir Ketill. Þá vísar Ketill til samantektar frá greiningarfyrirtækinu CRU sem sýndi að íslensk álver væru á meðal þeirra álvera sem greiða hvað lægstan orkukostnað á heimsvísu. Einungis álver í Kanada búi við hag- stæðari kjör. Sigurður bendir á að ef stjórn- endur ISAL ætli að draga frekar úr framleiðslu sé spurningin sú hvort þeir muni reyna að skapa sér samn- ingsstöðu gagnvart Landsvirkjun. „Rio Tinto hefur væntanlega áfram kauprétt á raforkunni ef það borgar fullt verð, þannig að Landsvirkjun getur þá ekki selt hana öðrum. Lausnin gæti þá falist í því að Landsvirkjun og Rio Tinto myndu skipta á milli sín ávinn- ingnum af því að selja rafmagnið áfram. Sá möguleiki hlýtur að vera einhvers virði fyrir Landsvirkjun og í slíku tilfelli myndi Rio Tinto borga minna fyrir rafmagnið,“ segir Sigurður. „Ég tel að ekki sé ástæða fyrir Landsvirkjun til að örvænta. Fyrir- tækið er með góðar tryggingar, eftir því sem ég best veit.“ Ketill segir að rekstrarumhverfi vestrænna álfyrirtækja hafi tekið miklum breytingum vegna aukinn- ar álframleiðslu í Kína. Hlutdeild Kínverja í álframleiðslu heimsins hefur aukist úr fáeinum prósentum árið 2000 í yfir 50 prósent núna og farið sé að bera á vaxandi útflutn- ingi á áli frá Kína. Það haldi aftur af álverði. „En það er útilokað að íslenska ríkið og Landsvirkjun fari að undirbjóða alla aðra, og hvað þá að keppa við þennan furðubisness sem viðgengst í Kína með því að lækka orkuverð,“ segir Ketill. ins Zephyr Iceland og sérfræðingur um orkumál, sér ekki fyrir sér að Landsvirkjun verði tilbúin í umtals- verðar breytingar á raforkusamn- ingnum við ISAL. „Ég held að Landsvirkjun geti ekki látið undan þessum þrýstingi frá ISAL vegna þess að þá væri Landsvirkjun mögulega að grafa undan samningsstöðu sinni í fram- tíðinni. En vissulega getur skipt MARKAÐURINN 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.