Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 33
Fallega sálin, hún móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona og amma, María Lovísa Jack lést á heimili sínu í Åseda, Svíþjóð, þann 17. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hlýhugur og þakkir til fjölskyldu, ættingja og vina sem kvöddu þessa fallegu sál í kyrrþey. Rut Finney Timothy Finney Sigurlín Bjarney Gísladóttir Lárus St. Guðmundsson Sigtryggur Jón Gíslason Pranee Kaewsri Vigdís Jack Bergdís Ósk Sigmarsdóttir Róbert Jón Jack Sigrún Jóna Baldursdóttir Elín Guðmundsdóttir Ella Kristín Jack Skúli Torfason Anna Josefin Jack Guðmundur Sigþórsson Jónína Guðrún Jack Sigurður Tómas Jack Anna G. Gunnarsdóttir Berglind Jack Birgir Birgisson og barnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Sigrún Bjarkar Valdimarsdóttir ferðaþjónustubóndi, Dæli Víðidal, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga. Kt. 711006-2140. Rnr: 0159-15-200135. Víglundur Gunnþórsson Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir Davíð Stefán Hanssen Vilmar Þór Víglundsson Anna Nordberg Kristinn Rúnar Víglundsson Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir Eva Rún, Óskar Freyr, Gabríel Þór og Víglundur Bolli Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Ólafsdóttir Hringbraut 2a, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 4. febrúar á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. febrúar kl. 13.00. Ólafur Arason Agnes Arthúrsdóttir Ingibjörg Þ. Aradóttir Guðmundur Sigurjónsson Draumey Aradóttir Jóhannes Harðarson ömmu- og langömmubörn. Elsku besti pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, Kristinn Jón Reynir Kristinsson sem lést á Landspítalanum 7. febrúar sl. verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 13.00. Katrín Helga Reynisdóttir Sigtryggur Harðarson Árni Sverrir Reynisson Guðmundur Andrés Reynisson Kristján Páll Rafnsson Magdalena Szczotka Kristinn Þór Sigtryggsson Hlynur Þór Sigtryggsson Sumarrós Lilja Kristjánsdóttir Hólmfríður Katla Kristjánsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Ragnheiður Ásgeirsdóttir andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, þann 8. febrúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju, þriðjudaginn 18. febrúar klukkan 13.00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeir sem vilja minnast hennar láti minningar- og styrktarsjóð Sólvangs njóta þess. Ágústa Hinriksdóttir Ásdís Hinriksdóttir Ásgeir Jónasson Ása Hinriksdóttir Þröstur Laxdal Hjartarson Þór Hinriksson Ásdís Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hjálmar Freysteinsson læknir, Duggufjöru 4, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 6. febrúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Sigríður Jórunn Þórðardóttir Guðbjörg Helga Hjálmarsdóttir Anna Þórunn Hjálmarsdóttir Bergsveinn Þórsson Þórður Örn Hjálmarsson Aldís, Baldur, Birkir, Kári og Sigríður Anna Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, Þorgeirs Guðmundssonar Strikinu 2, Garðabæ. Innilegar þakkir til starfsfólks deildar A-6 í Fossvogi og deildar L-2 á Landakoti fyrir alúðlega umönnun. Herborg Þorgeirsdóttir Sigurður I. Guðmundsson Ragnhildur Þorgeirsdóttir Jóhannes Árnason Kristín Þorgeirsdóttir Einar F. Hjartarson Óli V. Þorgeirsson Bodil W. Vestergaard barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar og afi, Geir Þórðarson matreiðslumeistari, Sæviðarsundi 50, Reykjavík, lést 30. janúar 2020. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þórarinn Örn Geirsson Geir Ingi Geirsson Guðmundur Geir Þórarinsson Sólveig Þórólfsdóttir Robina Courtin er athyglis-verður farandkennari í búddafræðum sem hefur miklu að miðla og hreyfir við hlustendum. Ég tala af reynslu,“ segir Þórhalla Björnsdóttir sem bauð Courtin að verða með námskeið hér í borginni nú um helgina, 15. og 16. febrúar. Þórhalla kveðst hafa verið nemandi í búddískum fræðum síðan árið 1975, er hún var í Nepal á námskeiði sem átti að vara í mánuð en teygðist upp í þrjá, fyrir þrábeiðni þátttakenda. „Við vorum yfir 200 manns þarna og bjuggum við mjög frumstæðar aðstæður, lítil sem engin þægindi og vorum oft veik. Þrátt fyrir það virtust f lestir svipað þenkjandi og vildu halda áfram til að auka við skiln- inginn og það var látið eftir okkur. Til gamans má nefna að ég fór í fimm vikna hlédrag í Frakklandi í maí síðastliðnum og þar hitti ég aftur marga af þeim sem voru á þessu sama þriggja mánaða nám- skeiði fyrir 44 árum. Þarna var Robina Courtin sem er í dag mikils metinn kennari og fer víða. Ég spurði hana hvort hún væri ekki til í að koma við á Íslandi einn daginn og nú er hún á leiðinni.“ Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Þór- halla hefur forgöngu um að fá hingað fólk til að miðla búddafræðum. Hún hefur áður staðið fyrir komu kennara og stórra meistara, meira að segja Dalai Lama. „Robina ætlaði bara að koma til mín í vinkonuheimsókn núna en er líka til í að halda námskeið sem hún nefnir Hugrakkt hjarta, vitur hugur. Þar útskýrir hún hvernig við getum unnið með okkar eigin huga á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, bæði gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Það leiðir til aukinnar visku og getu til að láta gott af okkur leiða.“ Þórhalla segir Robinu Courtin hafa unga orðið andlega sinnaða og mikla baráttukonu gegn ríkjandi óréttlæti sem svart fólk, konur og fátækir urðu fyrir. „Hún er fædd í Ástralíu, er önnur í sjö barna fjölskyldu. Fór ung að vinna í prentsmiðju sem fjölskyldan rak og það varð fyrsti vísirinn að starfi hennar síðar við útgáfu rita, meðal annars eigin skrifum. Hún starfaði sem ritstjóri hjá Wisdom Publication frá 1978 til 1987 og frá 1994 til 2000 ritstýrði hún Man- dala Magazine,“ lýsir hún og tekur fram að námskeiðið um helgina verði í húsakynnum Hugleiðslu-og friðar- miðstöðvarinnar á Grensásvegi 8 frá klukkan 10-16 og sé öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir. Framlög eru frjáls. gun@frettabladid.is Hreyfir við hlustendum Þórhalla Björnsdóttir hefur staðið fyrir komu búddakennara og -meistara til landsins, jafnvel Dalai Lama. Hún býður upp á námskeið um helgina með Robinu Courtin. Þórhalla fór á fyrsta búddanámskeiðið árið 1975. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Robina Cortin hefur miklu að miðla. 1693 Heklugos hefst sem spillti gróðri og olli hallæri og hungursneyð, ekki bara hér á landi heldur einnig í Svíþjóð, að talið er. 1942 Átján breskir hermenn drukkna í Hrútafirði þegar tveir prammar sem þeir eru á sökkva. Sex bjargast naum- lega. 1982 Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar er formlega tekin í notkun. Aðveituæðarnar eru þær lengstu á Íslandi, um 75 kílómetrar. 1983 Víða birtir um austanvert landið þegar loftsteinn þýtur með miklum hraða um himinhvolfið á níunda tím- anum um kvöld. Hann fellur í sjóinn austur af landinu. Merkisatburðir 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.