Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 2
Í kringum hádegi verða appelsínugular viðvaranir í gildi um land allt. Veður Hægt vaxandi austanátt og þykknar upp í dag, 13-23 m/s seint um kvöldið, hvassast og dálítil snjókoma syðst og dregur úr frosti. SJÁ SÍÐU 22 Á verkfallsvaktinni Verkfall starfsmanna Ef lingar hjá Reykjavíkurborg hélt áfram í gær og stendur til miðnættis í kvöld. Verkfallsvakt félagsins heimsótti um 60 staði í gær og var áhersla lögð á grunnskóla en þessi mynd er tekin við Grandaskóla. Urðu verkfallsverðir varir við eitt verkfallsbrot á leikskóla í borg- inni. Ótímabundið verkfall skellur á næsta mánudag verði enn ósamið. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK LOK Á POTTA LITIR: GRÁTT EÐA BRÚNT MARGAR STÆRÐIR TIL Á LAGER HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKI 1 SÍMI 7772000 STJÓRNSÝSLA Ráðherra verður skylt að hlutast til um málefni sveitarfélaga sem hafa haft færri en þúsund íbúa lengur en þrjú ár sam- fleytt, verði frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem nú er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda að lögum. Samkvæmt frumvarpinu skal ráðherra eiga frumkvæði að því að sameina sveitarfélög með svo lítinn íbúafjölda öðru eða öðrum sveitarfélögum eftir nánar tilgreind- um reglum. Í frumvarpinu er mælt fyrir um heimild til að veita tímabundna und- anþágu frá lágmarksíbúafjölda í allt að fjögur ár mæli sérstakar ástæður gegn því að umrætt sveitarfélag myndi stjórnsýslulega heild með nærliggjandi sveitarfélögum. – aá Ráðherra fær frumkvæðið Sigurður Ingi Jóhannsson. SAMFÉLAG „Við fögnum fimm ára afmæli hátíðarinnar nú í ár,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, annar skipuleggjandi listahátíðarinnar List í ljósi, sem fram fer á Seyðisfirði um helgina. „Hátíðin er haldin á þessum tíma ár hvert til að fagna komu sólar- innar í bæinn eftir fjóra mánuði í myrkrinu,“ segir Sesselja, en sólin drífur ekki yfir fjöllin umhverfis bæinn svo mánuðum skiptir yfir vetrartímann. „Upplifuninni þegar sólin kemur aftur yfir fjöllin er eiginlega ekki hægt að lýsa. Það að fá sólargeislana í andlitið er ótrúlega mikilvægt,“ segir Sesselja og bætir við að það sé vel þess virði að fagna komu sólar- innar. Fjöldi innlendra og erlendra lista- manna sýnir tuttugu verk á hátíð- inni og segir Sesselja ekki hægt að setja stemninguna í orð. „Hátíðin er haldin utandyra þar sem við slökkvum öll ljós í bænum og í mínútu er alveg dimmt. Svo lýsum við upp daginn með verkunum,“ segir hún. Verkunum er varpað á hús bæjarins og náttúruna sem umlykur hann. Una Björg Magnúsdóttir mynd- listarkona er ein þeirra sem sýna verk á hátíðinni. Verk hennar, Slow Scene on Ice, verður til sýnis ofan í lóninu í bænum. „Verkið er skúlptúr sem svipar til leikmyndar. Það verð- ur ofan í lóninu og eins og veðrið er má vel vera að það frjósi þarna ofan í,“ segir Una og hlær. „Ég er búin að vera hérna í vinnu- dvöl í fjórar vikur og hér eru allir spenntir fyrir hátíðinni og afar stoltir,“ segir Una. Hún upplifði það í gær þegar sólin teygði sig yfir fjöllin og segir hún líkt og Sesselja að augnablikið hafi verið magnað. „Ég hef aldrei áður verið svona lengi þar sem sér ekki til sólar í svona langan tíma og það kom mér mjög mikið á óvart hvað þetta hefur mikil áhrif á mann,“ segir hún. Bæði Sesselja og Una segja bæjar- búa taka mikinn þátt í hátíðinni og að allir séu þeir af vilja gerðir að leggja hönd á plóg. „Ég hitti tvær eldri konur í sundlauginni um daginn og þær sögðu mér frá því að þær væru búnar að vera að leita í geymslunni að gömlum jólaljósum því einhvern vantaði þau,“ segir Una. Hátíðin hefst í dag með listsýn- ingu í Herðubreið klukkan 17 en vaninn er þó að hún hefjist á föstu- degi. „Bæði eigum við von á mörgu fólki að sunnan og svo er veður- spáin ekki góð fyrir föstudaginn svo við ákváðum að hefja hátíðina á fimmtudegi þetta árið,“ segir Sess- elja og bætir við að fjöldi erlendra ferðamanna leggi einnig leið sína í bæinn til að njóta listarinnar og myrkursins. „Ég hef heyrt af fólki sem er að koma alla leið frá Ástralíu til að upplifa hátíðina.“ Kveikt verður á listaverkum hátíðarinnar klukkan 18 í dag og verða þau til sýnis fram á laugardag. birnadrofn@frettabladid.is Fagna komu sólar á Seyðisfjörð með list List í ljósi er haldin á Seyðisfirði um helgina. Með hátíðinni fagna bæjarbúar endurkomu sólar í bænum en þar sést ekki sólarljós í fjóra mánuði yfir vetrar- tímann. Listafólk skreytir bæinn og umhverfið með verkum byggðum á ljósi. Mikið tilstand var þegar verk Unu var sett upp í lóninu á Seyðisfirði í gær. Ég hef aldrei verið svona lengi þar sem sér ekki til sólar í svona langan tíma og það kom mér mikið á óvart hvað þetta hefur mikil áhrif. Una Björg Magnúsdóttir, myndlistarkona VEÐUR Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir morgun- daginn en þá mun austanstormur, -rok eða ofsaveður ganga yfir land- ið. Til að byrja með verður veðrið verst á Suður- og Vesturlandi en fær- ast svo norður og austur yfir landið. Í kringum hádegi verða appels- ínugular viðvaranir í gildi um allt land. Síðdegis dregur úr vind- hraðanum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Appelsínugular viðvaranir munu hins vegar gilda fram á aðfaranótt laugardags á Vest- fjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra auk Breiðafjarðar. Gert er ráð fyrir víð tækum sam - göngu truf lunum og ekkert ferða- veður er á meðan við varanir eru í gildi. Veður stofan hvetur fólk til að sýna var færni og fylgjast grannt með veður spám. Þannig hefur Icelandair af lýst 22 brottförum til og frá Evrópu en átta aukaflug verða farin í dag. Sam- kvæmt tilkynningu frá félaginu munu áhrifin ná til um átta þúsund farþega en um 1.500 hafa þegið boð um að f lýta og breyta f lugi. Í gær- kvöldi var allt f lug til og frá Banda- ríkjunum og Kanada enn á áætlun. Veður fræðingar brýna einnig fyrir fólki og fyrir tækjum að gæta að lausa munum þar sem líkur eru á foktjóni, sér í lagi sunnan til á land- inu. Veðrið gengur niður á föstu- dags kvöld en veðurfræðingar segja það vera skamm vinnan vermi þar sem von er á annarri lægð á laugar- daginn sem einnig gæti orðið skæð. – sar, kdi Viðvaranir um allt land 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.