Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 17
 Stykkishólmur Reykjavík Stórhöfði Ársmeðalhiti °C 4,0 4,8 5,2 Mesti ársmeðalhiti °C 5,5 6,1 6,3 Minnsti ársmeðalhiti °C 2,3 2,8 3,7 Staðalfrávik °C 0,70 0,66 0,56 Hallatala: hlýnun á ári °C 0,0057 0,0036 0,0025 Hlýnun á 100 árum °C 0,57 0,36 0,25 7°C 6 5 4 3 2 1 19 20 19 32 19 44 19 56 19 68 19 80 19 92 20 04 19 23 19 35 19 47 19 59 19 71 19 83 19 95 20 07 19 26 19 38 19 50 19 62 19 74 19 86 19 98 20 10 20 16 19 29 19 41 19 53 19 65 19 77 19 89 20 01 20 13 20 19 n Stórhöfði n Reykjavík n Stykkishólmur ✿ Ársmeðalhiti ✿ Ársmeðalhiti í 100 ár Flest syngjum við til að gleðj-ast yfir sigrum eða glíma við sorgina. Ást okkar á söng er auðvitað mismikil en margir finna áþreifanlega fyrir bættri líðan af söng og sönggleði. Söngur virðist leysa úr læðingi sams konar horm- ón og hreyfing og þarf ekki að deila um að hann hefur góð áhrif á innri líðan. Þetta þekkja þeir vel sem stunda t.d. kórsöng og þeir eru ófáir hér á landi. Því þarf ekki að hafa mörg orð um þá vellíðan sem kór- söngvarar finna jafnvel eftir langa og stranga kóræfingu og þrátt fyrir að hún fylgi í kjölfar langs vinnu- dags. Söngur er ekki eitthvað sem aðeins birtist okkur á tyllidögum eða við útfarir eða á sviðum söng- leikhúsa. Hann er mörgum daglegt brauð og dagleg sáluhjálp. Nú vill einmitt svo til að ég hef í starfi mínu sem söngkennari og skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz orðið var við að talsverður fjöldi nemenda sem til okkar sækir hefur orð á vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi. Oft er um að ræða af leiðingar samfélagslegra þátta: Eineltis, ofneyslu áfengis eða lyfja, einmanaleika eða álags í skóla eða starfi. Við sem störfum við skól- ann höfum öll upplifað jákvæðar breytingar hjá þessum nemendum og raunar höfum við gert könnun á meðal þeirra sem sýndi að líðan þeirra eftir söngtíma var betri og sjálfsöryggi þeirra og sjálfsmynd breyttist til hins betra eftir söng- og raunar leiklistartíma sem er hluti af náminu hjá okkur. Áhrif söngs á heilsufar virðast ekki hafa verið mikið rannsökuð en þó hefur það gerst nú á 21. öld- inni að áhugi á þeim hefur aukist. Það kemur ekki söng- og tónlistar- kennurum á óvart. Rannsóknir á tónlistarnámi hafa leitt í ljós að námsgeta eykst almennt við ástundun þess. Ýmsar uppgötvanir hafa verið gerðar á síðustu árum á sviði listnáms og í haust kom út skýrsla hjá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO) um áhrif lista á heilsufar fólks. Niðurstaðan var afgerandi: Listræn þátttaka á borð við dans, söng, safnaheimsóknir og tónleikasókn bætir við víddum í lífi fólks sem bæta líkamlega sem and- lega heilsu. Núna í janúar sótti ég ráðstefnu í Bretlandi þar sem fjallað var um skýrsluna en aðalviðfangsefnið var söngur og andleg heilsa. Ég var svo lánsamur að vera meðal fyrstu umsækjenda um þátttöku en slegist var um síðustu sætin löngu áður en umsóknarfrestur rann út. Ráðstefnugestir voru allir frá Bret- landseyjum nema ég en þar mátti finna á sjötta tug fulltrúa sem voru þátttakendur í mjög mismunandi verkefnum. Verkefnin áttu samt öll sameiginlegt að nýta söng sem með- ferðarúrræði, hvort sem um var að ræða vinnu í fangelsum, vinnu með ungu fólki með andleg vandamál og vinnu með eldri borgurum, svo að dæmi séu tekin. Afstaða ráðstefnugesta var ein- dregið á sömu lund. Rannsaka þyrfti störf þeirra sem nýta sér söng til að bæta líðan skjólstæðinga sinna og auka þekkingu á þeim gæðum sem raunverulega fylgja því að syngja. Niðurstöður WHO eru afgerandi og hvatningarorð stofnunarinnar afdráttarlaus. Sjálfur annast ég rekstur söngskóla sem engan veginn annar eftirspurn en ég er sannfærð- ur um að margir sem sótt hafa nám í skólanum hafa bætt lífsgæði sín svo að það fylgir þeim um aldur og ævi. Ég vona að einnig framvegis geti skólinn veitt nemendum slík aukin lífsgæði og sömuleiðis áheyrendum þeirra en um árabil hefur ríkt frost í fjárveitingum til tónlistarnáms, þrátt fyrir að þörfin og eftirsóknin aukist stöðugt. Heilsueflandi söngnám Veðurstofa Íslands var stofnuð 1. janúar 1920 og er því 100 ára í ár. Af því tilefni er rétt að líta yfir farinn veg og þróun veður- fars á Íslandi í eina öld. Oft er sagt að það þurfi að kanna fortíðina til þess að gera sér grein fyrir því sem fram- tíðin kann að bera í skauti sér. Hita- stig er sá þáttur í veðurfari sem mest er rætt um á þessum tímamótum. Þessi grein fjallar um þróun hitastigs í eina öld í höfuðstaðnum Reykjavík auk Stykkishólms og Stórhöfða sem eiga sér lengsta sögu samfelldra hitamælinga á Íslandi. Þá er hugað að því hvað gerist ef þróunin verður óbreytt næstu 100 árin. Til þess að setja breytingar á hita- stigi í samhengi eru hér nokkrar staðreyndir um breytingar á hita- stigi jarðarinnar í tíma og rúmi. Mesti mældur hiti á Íslandi, 30,5°C, er talinn hafa mælst fyrir 80 árum 22. júní 1939 á Teigarhorni en sá lægsti mældist 21. janúar 1918 á Grímsstöðum og Möðrudal á Fjöllum -38°C. Mismunurinn er 68,5°C. Á liðnu ári mældist hæsti hiti í Reykjavík 21,1°C en sá lægsti -12,1°C. Mismunurinn er 33,2°C. Mesti hiti sem hefur mælst á landi í heiminum er 56,7°C mældur 10. júlí Þróun hitastigs í eina öld Gunnlaugur H Jónsson eðlisfræðingur 1913 í Furnace Creek í Californíu en sá lægsti −89.2°C þann 21. júlí 1983 á Suðurskautslandinu. Mismunurinn er 145,9°C. Þeim mun víðar sem við förum í tíma og rúmi þeim mun meiri líkur eru á því að finna hita- stig sem víkur langt frá meðalhita jarðarinnar sem er nú talinn vera um 15°C. Árið 1960 fyrir 60 árum, samkvæmt bestu vitneskju þess tíma, var meðalhiti jarðarinnar líka talinn vera 15°C. Meðfylgjandi taf la gefur tölu- legar upplýsingar um ársmeðalhita í 100 ár í Reykjavík, Stykkishólmi og á Stórhöfða. Tölurnar eru fengnar með úrvinnslu á upplýsingum af vef Veðurstofunnar. Eins og við er að búast er hlýjast á Stórhöfða sem er syðst en kaldast í Stykkis- hólmi sem er nyrst og munar 1,2°C. Staðalfrávik í meðalhita eru 0,70°C í Stykkishólmi, 0,66°C í Reykjavík en aðeins 0,56°C á Stórhöfða, sem er umlukinn hafi. Meðfylgjandi mynd sýnir þróun hitastigs á ofangreindum þrem stöðum síðustu 100 árin. Á mynd- inni má sjá mikla hlýnum fyrstu 14 árin frá 1919 til 1933. Eftir það stóð hitinn nokkurn veginn í stað til árs- ins 1960. Á þessu hlýja tímabili fór ársmeðalhitinn á Stórhöfða fimm sinnum yfir sex gráður. Eftir 1960 hefur hann aðeins þrisvar farið yfir sex gráður á Stórhöfða og einu sinni í 6,1°C í Reykjavík árið 2003 en það var hlýjasta árið á 100 árum. Meðal- hiti stöðvanna þriggja var 5,9°C það ár. Næst hlýjasta árið var árið 1941 þegar hitinn var að meðaltali 5,8°C. Það liðu því 62 ár það til meðalhit- inn frá 1941 var sleginn um 0,1°C. Eftir 1960 kólnaði og þrjátíu ára tímabilið 1931 til 1960 var að jafnaði 0,6°C hlýrra en tímabilið 1961 til 1990. Á þessu kuldatíma- bili gengu jöklar á Íslandi fram og á áttunda áratugnum voru mestu hætturnar sem steðjuðu að mann- kyninu taldar vera kjarnorkuógnin og næsta ísöld. Eftir aldamótaárið 2000 hefur hlýnað aftur. Veður- stofan hefur til skamms tíma notað þetta kalda tímabil til samanburðar við líðandi ár. Nú telja margir að mesta ógnin sem steðjar að jörðinni og mann- kyni sé hlýnun jarðar. Í töf lunni eru sýndar hallatölur fyrir bestu línur sem falla að hitaferlum síðustu 100 ára. Hallatölurnar sýna árlega hlýnun sem nemur þúsundustu hlutum úr gráðu á ári. Á einni öld nemur hlýnunin 0,25°C á Stór- höfða, 0,36°C í Reykjavík og 0,57°C í Stykkishólmi. Hlýnun á einni öld er því minni en sem nemur sveiflu í meðalárshita (staðaðalfrávik) þess- ara stöðva. Haldi þessi þróun í veð- urfari áfram óbreytt næstu 100 árin til 2120 má vænta þess að meðalhiti í Reykjavík fari úr 4,8°C og verði 5,4°±0,7°C árið 2120. Mannvirki og malbik í stórborginni London valda því að hiti er þar 2-3°C hærri en í sveitunum í kring. Uppbygging höfuðborgarsvæðisins og aukin trjárækt mun líklega hækka vænt- an hita í Reykjavík í framtíðinni um allt að eina gráðu til viðbótar. Stórhöfði er ekki líklegur til þess að byggjast í framtíðinni og er því einstakur staður á Íslandi til þess að mæla langtímabreytingar á hita- stigi enda með mælingar frá 1869. Þær mælingar sýna að hlýnunin var mun hraðari á tímabilinu 1869-1919 (0,71°C á öld) en á liðnum hundrað árum eftir að koltvísýringur í and- rúmsloftinu fór að aukast verulega. P.S. Vil kvarta yfir því við Veður- stofuna að meðalárshitatölur fyrir tímabilið 1931-1948, sem var hlýtt tímabil, eru ekki aðgengilegar eins og áður. Taflan sem áður hófst árið 1931 hefst nú árið 1949 ?? sem var óvenju kalt ár, það kaldasta á tíma- bilinu 1922 til 1966! Hvaða rök eru fyrir þessari breytingu? Á þessu kuldatímabili gengu jöklar á Íslandi fram og á átt- unda áratugnum voru mestu hætturnar sem steðjuðu að mannkyninu taldar vera kjarnorkuógnin og næsta ísöld. Þorsteinn Víglundsson skrifar í Fréttablaðið 4. febrúar sl. um brotthvarf Breta úr Evrópu- sambandinu og þykir það vont. Tveir látnir Bretar eru kallaðir til vitnis í greinni. Báðir voru stríðs- herrar. Annar ferðaðist víða um lönd til að drepa fólk þúsundum saman, meðal annars í dansk- íslenska ríkinu. Hinn lagði drjúgt af mörkum til að taka milljónir manna af lífi rúmri öld síðar. Allt var það gert til að þjóna meintum hagsmunum ríkisins sem þeir unnu fyrir. Þessir herrar eru frelsishetjur í boðskap greinarhöfundar. Það er sérkennileg nafngift og ber vott um að höfundur hafi af lífi og sál gengið inn í menningarheim þeirra ríkja sem mestu hafa ráðið í Evrópu öldum saman og ráða flestu innan Evrópusambandsins núna. Lengur en Evrópubúar hafa kunnað að lesa og skrifa hafa stjórnendur í Evrópu haft það fyrir stafni að bítast um völd og áhrif og finna landamær- um nýja og betri staði. Við þá iðju hefur f lestu mátt fórna, ekki síst fólki sem fátt hafði til saka unnið. Því var slátrað þúsundum saman, og í milljónatali þegar komið var fram á 20. öld. Þeir sem sigruðu hverju sinni hlutu að launum aukin völd og meiri auð og þeir leiðréttu landamæri til samræmis við eigin meintu þarfir. Að auki urðu þeir frelsishetjur í sinni heimasveit, að minnsta kosti um hríð. Líkt og svo margir Evrópubúar sér Þorsteinn frelsishetjur þar sem þeir sem síður eru innblásnir af Evrópuanda sjá lakari menn. Það fer ekki á milli mála hver raunveruleg heimasveit Þorsteins er. Í fyrrgreindri grein er talið upp sitthvað sem flestum finnst fagurt og gott og útskýrt að Bretar hafi snúið við því baki með því að yfir- gefa Evrópusambandið. Allt er það úr lausu lofti gripið. Bretar fóru ekki vegna þess að þeir höfðu gefist upp á frelsi, mannréttindum, mannúð, jöfnuði, lýðræði og samvinnu þjóða. Um það eru engar vísbendingar. Þeir fóru vegna þess að þeir töldu sig vera að drukkna í sívaxandi flóði af ónauðsynlegum og íþyngjandi lögum og reglum og breskur verka- lýður var að auki orðinn uppgefinn á að búa við óþrjótandi uppsprettur af ódýru erlendu vinnuafli. Brotthlaup Breta úr Evrópusam- bandinu snertir Íslendinga. Í fyrsta lagi staðfestir aðdragandi þess að sambandið gengur langt til að það koma í veg fyrir að einhver hlaupist á brott. Það kemur auðvitað engum á óvart, þannig eru flest ríki og sér- staklega stórveldi. Þótt Bretar hafi á endanum sloppið út er margt sem bendir til þess að ógjörningur sé fyrir smærri ríki að sleppa. Í öðru lagi hefur nú sjálfstæðum við- skiptavinum Íslendinga á alþjóða- vettvangi fjölgað um einn. Það gæti reynst vel seinna meir. Frelsishetjur Þorsteins og skilnaður Breta og Evrópusambandsins Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz Bretar fóru ekki vegna þess að þeir höfðu gefist upp á frelsi, mannréttindum, mannúð, jöfnuði, lýðræði og samvinnu þjóða. 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.