Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 45
Hönnuðurinn Tom Ford sýndi nýjustu línu sína í Los Ange-les þrátt fyrir að sýningin væri part-ur af Tískuvikunni í New York. Tom Ford stofnaði sam- nefnt merki árið 2006 en áður hafði hann starfað sem listrænn stjórn- andi hjá Gucci og Yves Saint Laurent við góðan orðstír. Það var þétt setið á sýningunni, enda flest stórstirnin mætt til borgarinnar vegna Óskars- verðlaunanna. Jeff Bezos, ríkasti maður heims, mætti með kærustu sinni Lauren Sanchez og sátu þau á fremsta bekk ásamt ritstýru banda- ríska Vogue, Önnu Wintour. Ofur- fyrirsæturnar Bella Hadid og Kendall Jenner tóku þátt í sýningunni. steingerdur@frettabladid.is Tom Ford sýndi nýjustu línu sína í Los Angeles við góðar viðtök- ur. Allar helstu stórstjörnurnar voru mættar, þar á meðal ríkasti maður heims, Jeff Bezos, og Anne Wintour, ritstýra Vogue. Sýningar Tom eru alltaf vel sóttar af fræga fólkinu enda er hönnuðurinn vinmargur og vinsæll. Jeff Bezos, ríkasti maður heims, mætti gal­ vaskur á sýninguna með kærustu sinni Lauren Sanchez. Ritstýra virtasta tísku­ tímarits heims, Vogue, gerði sér ferð til Los Angeles í miðri tískuviku í New York. Renée Zell­ weger heilsar hjónakorn­ unum Jason Momoa og Lisu Bonet og leik­ konunni Kate Hudson. Ef spár Tom rætast verða áberandi og stórir eyrna­ lokkar áfram í tísku. Ofurfyrirsætan Kendall Jenner var ein þeirra sem gengu pallana fyrir Tom Ford. Margar af þekktustu fyrirsætum heims gerðu sér ferð til Los Angeles í miðri tísku­ vikunni í New York til að geta sýnt fyrir Tom. Joe Alwyn, kærasti söng­ konunnar Taylor Swift, er ekki mikið fyrir sviðljósið en lét sig þó ekki vanta. Eftir sýn­ inguna þurfti söngkonan Ciara að fá eiginmann sinn Russell Wilson til að klippa sig úr kjólnum því rennilásinn bilaði, samkvæmt innleggi hennar á Instagram. Vart þverfótað fyrir stjörnum á nýjustu sýningu Tom Ford 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.