Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 6
BANDARÍKIN Bernie Sanders lýsti yfir sigri í forvali Demókrataflokks- ins í New Hampshire, sem fram fór á þriðjudag. Þegar talningunni var nær lokið hafði hann fengið 25,9 prósent atkvæða og níu fulltrúa á landsþingið í sumar. Sama fjölda fékk sigurvegarinn úr Iowa-forvalinu, Pete Buttigieg, og gekk honum betur í New Hamp- shire en búist var við. Enungis eitt og hálft prósent skyldi þá Sanders og Buttigieg að. Þriðji sigurvegarinn í New Hamp- shire var Amy Klouchar sem hlaut tæplega 19,8 prósent og sex fulltrúa. Hvorki Elizabeth Warren né Joe Biden náðu 10 prósentum og hvor- ugt þeirra fær fulltrúa frá fylkinu. Rætt hefur verið um að það sé að fjara undan framboðum þeirra og þau ættu að draga sig út. Biden fór hins vegar beint til Suður-Karólínu þar sem kosið verður í mánuðinum. Frambjóðendurnir Andrew Yang og Michael Bennett, hafa dregið framboð sín til baka. – khg ÞÝSKALAND Kristilegir demókratar (CDU), sem leiða ríkisstjórn Þýska- lands, þurfa að velja nýjan formann í sumar eftir að Annegret Kramp- Karrenbauer tilkynnti að hún hygð- ist hætta. Embættistíð hennar hefur markast af stórum kosningaósigrum í einstökum fylkjum og til Evrópu- þingsins. Margir f lokksmenn eru óánægðir með andstöðu hennar við að hefja samstarf við þjóðernis- popúlíska f lokkinn AFD. Þrír eru taldir langlíklegustu arftakarnir hennar. Fyrrverandi þingmaður, Fried- riech Merz vill til æðstu metorða í CDU og nýtur stuðnings íhaldsarms flokksins. Hann tapaði naumlega í leiðtogakjöri fyrir Kramp-Karren- bauer í desember árið 2018 með 482 atkvæðum gegn 517. Merz sem vill „endurnýja f lokkinn“, hefur verið opinn fyrir samstarfi við alla hægri- flokka. Merz sagði starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingarbankan- um BlackRock fyrr í þessum mánuði til að einbeita sér að stjórnmálum. Heilbr igðisráðher rann Jens Spahn er talinn líklegasti arftakinn af þeim sem nú starfa í ríkisstjórn- inni. Hann er sagður vera frjáls- hyggjumaður í efnahagslegum og félagslegum skilningi. Spahn er sam- kynhneigður og barðist hvað harð- ast CDU-þingmanna fyrir því að leyfa giftingar hinsegin fólks. Hann er einnig þekktur fyrir að skylda for- eldra til að bólusetja börn sín gegn mislingum. Þrátt fyrir frjálslyndar skoðanir sínar hefur hann gagn- rýnt stefnu Merkel hvað flóttamenn varðar og telur að Þýskaland taki nú við of mörgum í nafni mannúðar. Armin Laschet á að baki langa reynslu í stjórnmálum. Hann hefur setið sem þingmaður í Þýskalandi, Evrópuþingmaður og ráðherra en er nú ríkisstjóri í Norðurrín-Vestfalíu, stærsta fylki Þýskalands. Laschet er einna þekktastur fyrir að taka hart á skipulagðri glæpastarfsemi í fylkinu. Innan flokksins er hann talinn miðjumaður og líklegur til að geta sameinað bæði íhaldsmenn og frjálslynda. Þó að þessir þrír séu taldir lang- líklegustu arftakarnir koma aðrir einnig til greina. Má til dæmis nefna Markus Söder, ríkisstjóra Bæjaralands sem situr fyrir CSU, systurflokk CDU, og þingmanninn Ralph Brinkhaus. Þeir tilheyra báðir íhaldsarminum og Söder hefur verið mjög gagnrýninn á innf lytjenda- stefnu Merkel. Einnig má nefna Daniel Gunther, ríkisstjóra Slés- víkur-Holtsetalands, sem er mun hófsamari og var einn helstu stuðn- ingsmanna Kramp-Karrenbauer. Ljóst er að átakalínurnar verða á milli íhaldsmanna og frjálslyndra, hvort samstarf við AFD sé fýsi- legt eða yfir höfuð forsvaranlegt. Ákvörðun flokksstjórnar CDU í Þýr- ingalandi nýverið, um samstarf við AFD til að fá Thomas Kemmerich kjörinn ríkisstjóra, hafa hrist upp í þýskum stjórnmálunum og ríkis- stjórnarsamstarfinu. Hafa nýir, og mun róttækari, leiðtogar Sósíal- demókrata, Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans, kallað eftir kosn- ingum í Þýringalandi út af þessu. Ef íhaldsmaður, opinn fyrir samstarfi við AFD, kemst til valda í CDU gæti ríkisstjórnarsamstarfinu verið sjálf- hætt. kristinnhaukur@frettabladid.is Formannskosningar Kristilegra demókrata Kristilegir demókratar í Þýskalandi þurfa að velja nýjan formann eftir að Kramp-Karrenbauer tilkynnti um afsögn. Í valinu, sem fer líklega fram í sumar, takast íhaldssamir og frjálslyndir á. Þrír þykja líklegastir í embættið. Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn vill leiða CDU. NORDICPHOTOS/GETTY Mjótt á milli Sanders og Buttigiegs Pete Buttigieg og eiginmaður hans Chasten fagna. NORDICPHOTOS/GETTY Pi zza fyrir ástina Afgreiðslutímar á www.kronan.is Pizza fyrir ástina Þú finnur allt á einum stað í öllum okkar verslunum! Sögulegt brúðkaup á Norður-Írlandi Það var söguleg hátíðarstund þegar þær Robyn Peoples og Sharni Edwards urðu fyrsta samkynhneigða parið til að ganga í hjónaband á Norður-Írlandi. Lög sem heimila hjónaband hinsegin fólks tóku gildi á Norður-Írlandi í vikunni. Hinar nýgiftu Peoples og Edwards, sem eru 26 og 27 ára, hafa verið saman í sex ár. Athöfnin fór fram í bænum Carrickfergus á Norður-Írlandi. NORDICPHOTOS/GETTY +PLÚS Armin Laschet, ríkis- stjóri í Norðurrín-Vestfalíu, ert talinn líklegur til að sameina íhaldsmenn og frjálslynda. 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.