Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 29
Ein af glæsiverslunum Gucci í Kína. Kórónavírusinn Covid-19 hefur sett lúxusmerki innan tískugeirans í uppnám. Helstu verslunargötur og verslana- miðstöðvar Kína eru svo gott sem auðar og það hefur mikil áhrif á afkomu verslana með hátísku- og lúxusvarning. Þannig hefur franski tískurisinn Gucci nú lokað helmingi verslana sinna í Kína, en fyrirtækið á líka tískumerkin Saint Laurent og Balenciaga. Þá hefur nýjum auglýsingaherferðum og fyrirhuguðum opnunum á nýjum verslunum Gucci í Kína verið frestað um óákveðinn tíma. Heilu borgunum í öðru stærsta efnahagsveldi heims hefur nú verið lokað vegna veirunnar með tilheyrandi hruni á sölu og hefur Gucci sömuleiðis stytt opnunar- tíma verslana sem enn eru opnar í Kína og Hong Kong, þar sem langvinn alda mótmæla hefur haft slæm áhrif á sölu tískurisanna. Ítalski tískuvöruframleiðandinn Moncler hefur upplýst að sala hans í Kína hafi hrapað um 80 prósent eftir að Covid-19 veiran breiddist út og skartgripasalinn Pandora ber sig ekki heldur vel. Að öðru leyti er rífandi gangur hjá Gucci sem hefur stóraukið hlutdeild sína hjá bandarískum kaupendum í kjölfar vel heppn- aðra auglýsingaherferða vestra og hefur merkið orðið eitt af vin- sælustu lúxusmerkjum heims á undanförnum árum. Gucci lokar helmingi verslana í Kína Audrey í kjólnum með Óskar 1954. Óskarsverðlaunahátíðin er eins og konfektkassi fyrir tískuunnendur sem njóta þess að dást að galakjólum fræg- ustu tískuhönnuða heimsins þegar þeir klæða kvikmyndastjörnurnar í sitt fínasta púss. Einn allra fegursti Óskarsverð- launakjóll sögunnar þykir vera hönnun Huberts de Givency sem hann saumaði fyrir leikkonuna Audrey Hepurn sem var honum mikil andagift. Audrey klædd- ist kjólnum þegar hún vann til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni Roman Holiday árið 1953. Kjóllinn sigraði hjörtu allra innan tískuheimsins, hann var sakleysislegur en um leið sláandi kvenlegur og kyn- þokkafullur, fölur með fínlegum blóma- blúndum sem þótti tóna vel við álfakropp leikkon- unnar. Fegursti kjóllinn í sögu Óskars Vatn er besta fegurðarleyndarmálið. Vatn er tísku- og fegrunar-drykkur allra tíma. Vatn er vitaskuld heilnæmur drykkur fyrir líkamann og líf- færin en hefur auk þess mikil áhrif á frískandi útlit og fegurð. Að drekka nóg vatn heldur húðinni hreinni, unglegt útlit hennar helst lengur og rakinn kemur í veg fyrir að hún þorni um of. Það hefur svo mikið að segja því þurr húð er viðkvæmari fyrir húðkvillum og flýtir fyrir hrukkumyndun. Munum því eftir vatninu og höldum heilsu og útliti sem lengst. Lindin fegurðar Kjóll Givency, sem Audrey Hepurn klæddist á Óskarnum árið 1954, var boðinn upp í Lundúnum 2011. GRUNNUR AÐ GÓÐU LÍFI ER MEÐ KAUP- ENDUR VÍÐA AÐ YAN PING LI 866 6897 FJÖLSKYLDAN AÐ STÆKKA? MATTHILDUR SUNNA ÞORLÁKSDÓTTIR 690 4966 VILT ÞÚ SELJA HÚSIÐ ÞITT? ÞORLÁKUR ÓMAR EINARSSON 820 2399 ÁVALLT SKREFI FRAMAR JÓN G. SANDHOLT jr. 777 2288 VILT ÞÚ STÆRRI ÍBÚÐ? ERLA DRÖFN MAGNÚSDÓTTIR 692 0149 SÉRFRÆÐINGUR Í ATVINNU EIGNUM JÓN G. SANDHOLT sr. 896 6558 ER MEÐ KAUP- ENDUR Á SKRÁ JÓHANN ÍRIS GÍGJA 662 1166 FRAMTÍÐ Í FASTEIGNAVIÐSKIPTUM HALLDÓR KRISTJÁN SIGURÐSSON 618 9999 ER HÚSIÐ VAXIÐ YKKUR YFIR HÖFUÐ? STEFÁN HRAFN STEFÁNSSON 895 2049 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.