Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 13
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þeir virðast fjarska stoltir af því að vera í hlutverki varðhunda stórútgerðar- innar. Nái tillög- urnar fram að ganga mun Ísland skipa sér í fremstu röð í lagalegri vernd kyn- ferðislegrar friðhelgi. Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra Ný tækni hefur gjörbylt samskiptum fólks á undan-förnum árum og áratugum. Að mestu eru þetta jákvæðar breytingar en þær eiga sér líka dekkri hliðar. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni hefur tekið á sig nýjar birtingarmyndir. Það má meðal annars sjá í áreitni gegn konum á samfélagsmiðlum, brotum gegn börnum á djúpvefnum og ýmsum formum af stafrænu kynferðisofbeldi. Stefnumótun og lagasetning nær oft illa að halda í við nýja tækni. Hér á Íslandi hefur háttsemi sem kölluð hefur verið hrelliklám eða hefndarklám til að mynda verið færð undir ólík lagaákvæði sem hefur leitt til mismun- andi dómaframkvæmdar. Það eykur einnig á slæma upp- lifun brotaþola að ofbeldi sem þeir hafa mátt þola sé ein- ungis lauslega skilgreint í lögum og jafnvel erfitt að sjá að lögin nái utan um brotin. Þetta er meðal umfjöllunarefna í nýrri skýrslu Maríu Rúnar Bjarnadóttur lögfræðings en skýrsluna vann hún fyrir stýrihóp á mínum vegum sem var m.a. falið að gera tillögur um stefnumótun gegn stafrænu kynferðisofbeldi. Stýrihópurinn hefur skilað viðamiklum tillögum sem byggjast á skýrslunni og lúta að lagabreytingum, forvörnum og bættri málsmeðferð. Í skýrslunni er notast við hugtakið kynferðisleg frið- helgi til að ná utan um hina ólíku verndarhagsmuni þolenda og má ætla að það hugtak verði ofan á í þeirri umfangsmiklu endurskoðun laga sem nú stendur fyrir dyrum. Þessar tillögur eru afrakstur mikillar greiningar- vinnu, samráðs hér innanlands og samanburðarrann- sóknar á löggjöf í fjölmörgum löndum. Nái tillögurnar fram að ganga mun Ísland skipa sér í fremstu röð í laga- legri vernd kynferðislegrar friðhelgi. Samhliða verður ráðist í bættar forvarnir og fræðslu og eflingu rann- sóknargetu lögreglu. Á Alþingi hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp sem taka á stafrænu kynferðisofbeldi í samstöðu þingmanna í öllum flokkum. Þótt þau hafi ekki náð fram að ganga, má ætla að þverpólitísk sam- staða geti myndast um þær úrbótatillögur sem nú hafa verið kynntar til sögunnar. Ríkisstjórnin lítur á þetta sem forgangsmál, í samræmi við stjórnarsáttmála, enda löngu tímabært að löggjöf og stefnumótun nái utan um nýjar birtingarmyndir ofbeldis og áreitni. Kynferðisleg friðhelgi Alltaf er jafn merkilegt verða vitni að því þegar stjórnmálamenn láta sig sérhagsmuni meira varða en almannahagsmuni. Einmitt þetta gerðist í síðustu viku í umræðum á Alþingi þegar tekist var á um það hvort heimila ætti beiðni um skýrslu þar sem gerður væri samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiði- rétt í Namibíu og á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti f lutn- ingsmaður skýrslubeiðninnar sem naut stuðnings þingmanna Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Hún naut einnig stuðnings Andrésar Inga Jónssonar sem eitt sinn var þingmaður Vinstri grænna en er nú þingmaður utan flokka, eftir að hafa tekið sannfær- ingu sína fram yfir þá niðurlægingu sem þingmenn Vinstri grænna þurfa stöðugt að þola í þessu ríkis- stjórnarsamstarfi. Þegar kemur að þessari skýrslu- beiðni má samt vel gefa sér að ýmsir þingmenn Vinstri grænna hafi stutt hana í hjarta sér. Þeir hafa hins vegar ekki treyst sér til að sýna þann stuðning í orði. Slíkan stuðning þarf vitanlega að bæla niður ef hætta er á að Sjálfstæðisflokknum mislíki. Og þessi tillaga fór óskaplega fyrir brjóstið á þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hún var sögð vera leikara- skapur og lýðskrum. Af hverju þessi illu orð um jafn sjálfsagðan hlut og að þessar greiðslur verði kannaðar, þannig að ljóst sé hvort þarna er um mikinn mismun að ræða? Heyrst hefur að Samherji greiði miklu hærra gjald í Namibíu en hér á landi. Af hverju má ekki upplýsa um réttar tölur? Ástæðan er vitanlega sú að Sjálf- stæðisflokkurinn á í alveg sérstöku sambandi við stórútgerðina í landinu, hefur slegið skjaldborg um hana, dekrað við hana og beitt sér fyrir því að hún greiði til samfélagsins jafn lítið og hægt er að komast upp með. Þetta heitir að standa vörð um sérhags- muni. Þessi stærsti f lokkur landsins (hversu lengi sem hann verður það nú) reynir ekki á nokkurn hátt að leyna þessari sérhagsmunagæslu sinni. Hún blasir við öllum sem vilja sjá og forsvarsmenn flokksins eru síðan óhræddir við að minna reglulega á hana – þeir virðast fjarska stoltir af því að vera í hlutverki varðhunda stórútgerðarinnar. Ansi mörgum hefur örugglega þótt ónotalegt að heyra Bjarna Benediktsson á þingi segja þessa skýrslubeiðni vera lýðskrum og að með henni væri verið að þyrla upp pólitísku moldviðri. Það er ekki svo ýkja langt síðan hann sagði að mál Samherja í Namibíu mætti rekja til þess að veikt og spillt stjórnkerfi væri þar í landi. Það virðist ljóst hvar samúð hans liggur. Undanfarið hefur mátt heyra auglýsingar frá einum af stjórnmálaflokkum landsins, Viðreisn. Ein þeirra hljóðar svo: Við veljum almannahagsmuni, ekki sérhagsmuni. Þetta er gott kjörorð sem allir stjórnmálaflokkar landsins ættu heilshugar að taka undir. En það vilja þeir ekki allir. Innan Sjálfstæðis- flokks myndi engum áhrifamönnum láta sér til hugar koma að auglýsa á þennan veg. Þeir vita nefni- lega að þjóðin myndi ekki trúa þeim. Sérhagsmunir Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is – við Laugalæk Ekkert hveiti Ekkert soyja Enginn sykur Ekkert MSG Íslenskt kjöt Íslensk framleiðsla Mikið úrval af allskonar Dauð orð skulu standa Arnþrúður Karlsdóttir unir því illa að ummæli hennar um falska fréttasamvisku Reynis Traustasonar hafi verið dæmd dauð og ómerk. Hún og Pétur Gunnlaugsson reifuðu dóminn á Útvarpi Sögu og ljóst að hún hyggst hefna þess í Strassborg sem hallaðist í héraði. Ummælin standi af hennar hálfu enda hljóti dómarinn að hafa mis- skilið hana „dálítið“ þar sem hún sakaði Reyni ekki um að hafa orðið beinn valdur að dauða fólks heldur hafi hann „líf fólks á samviskunni“ með því að hafa kallað óhamingju yfir fjölskyld- ur með skrifum sínum. Reynir er mikið á fjöllum og þaðan kom hann þegar hann spurði á Facebook: „Hvað þýðir að hafa mannslíf á samviskunni?“ Nóbelsfréttaskáldið Pétur er lögmaður víðlesinn og kallaði sjálfan Halldór Lax- ness til vitnis í málsvörn sinni fyrir Arnþrúði og spurði eins og Nóbelsskáldið: „Hvenær drepur maður mann?“ og svaraði með því að nota mætti „fjölmiðil til þess að taka persónu fyrir“ og „eyðileggja líf hans algjörlega“. Arnþrúður hafi aldrei sagt hann hafa valdið dauða en „dómarinn hins vegar segir það“. Þetta virðist ekki hafa dugað Reyni til þess að sjá samhengið enda vita- skuld nýhreinsaður af áburði um að hafa stundað fréttaskáld- skap. toti@frettabladid.is 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.