Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 19
Þetta er stórt stökk fyrir okkur, í fyrsta lagi að flytja að heiman og einnig að fara í nýtt land og tala annað tungumál. Það verður margt nýtt fyrir okkur sem verður krefjandi en á sama tíma erum við mjög spennt að takast á við það. Haukur Þrastarson 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT HANDBOLTI „Mér fannst ekkert mikill munur á mér fyrir og eftir EM. Ekki þannig en við höfum verið að spila betur,“ segir Haukur Þrastarson, leikmaður Íslands- meistara Hauka, en eftir EM hefur hann skorað 32 mörk og gefið 22 stoðsendingar í þremur leikjum. Það gera 10,7 mörk að meðaltali og 7,3 stoðsendingar. „Maður hefur þurft að stíga aðeins upp því við erum búnir að vera í miklu veseni með meiðsli. En það hefur gengið vel persónulega eftir EM,“ bætir hann við af sinni stóísku ró. Það er ekki æsingurinn í guttanum sem er 18 ára og af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu. Hann verður ekki 19 ára fyrr en 14. apríl. Haukur var í herbergi með Vikt- ori Gísla Hallgrímssyni á EM en þeir voru yngstu leikmenn hóps- ins. Hann segir að tíminn á EM hafi verið svolítið langur en landsliðið var á sama hóteli allan tímann í rúmar þrjár vikur. „Við sýndum góða frammistöðu en duttum líka niður. Allur sá tími sem ég fékk var dýrmætur og maður reynir að nýta hvert tækifæri sem maður fær til að stimpla sig betur inn. Þetta var dýr- mæt reynsla og þegar leið á mótið fékk maður aðeins að spreyta sig meira. Þetta var orðið svolítið langt á sama stað og á sama hóteli. Sama pastað og einhvern veginn allt það sama en góð upplifun.“ Eftir að Olísdeildin hófst að nýju hafa Íslandsmeistararnir unnið KA og HK en tapað fyrir ÍBV. Þeir sitja sem stendur í sjötta sæti, fjórum stigum frá toppliði Hauka. Spennan á toppnum er mikil og stutt á milli. „Þetta er ólík staða sem við erum í núna miðað við í fyrra. Sérstaklega eftir þessi meiðsli sem við erum búnir að lenda í. Þó að við misstum leikmenn eftir tímabilið í fyrra þá fannst mér það ekki skipta öllu. Mér fannst við vera enn með topplið en meiðslin hafa sett strik í reikning- inn. Við erum búnir að vera að spila á ungum strákum sem eru að taka sín fyrstu skref og þurfa tíma. Það sést á okkar leik að við erum að spila vel inn á milli en dettum síðan niður. Ég vil samt meina að við séum með gott lið og getum gert góða hluti – ekki spurning.“ Pollrólegur yfir fáheyrðum tölum Haukur Þrastarson, leikmaður Íslandsmeistara Selfoss, hefur verið í banastuði eftir að EM í handbolta lauk og skilar tölum sem hafa varla sést á handboltagólfinu. Hann er þó sem fyrr pollrólegur og ætlar að klára tímabilið með Selfossi með miklum stæl. Haukur spilaði þó nokkuð á EM í handbolta. Hér að negla inn einu marki gegn Noregi í milliriðlinum en Ísland endaði í 11. sæti. NORDICPHOTOS/GETTY Gegn HK Mörk 11 Stoðsendingar 10 Gegn ÍBV Mörk 10 Stoðsendingar 8 Gegn KA Mörk 11 Stoðsendingar 4 ✿ Leikir eftir EM ✿ Tímabilið í heild Leikir 17 Mörk 8,3 Skotnýting 62,1% Stoðsendingar 6,0 KÖ R F U B O LTI „Þett a er eng in draumastaða fyrir þjálfarateymið, það er alveg á hreinu, en þeir fá tvo heila daga úti þar sem allir eru saman,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, spurður út í undir- búningstíma íslenska karlalands- liðsins fyrir komandi verkefni. Ekki er búið að tilkynna leikmannahóp- inn fyrir leiki Íslands gegn Kósóvó og Slóvakíu en það verður gert á morgun, degi fyrir bikarúrslita- leikina í karla- og kvennaflokki og þremur dögum áður en landsliðs- verkefnið hefst. Ísland er í riðli með Slóvakíu, Kósóvó og Lúxemborg á fyrsta stigi undankeppninnar fyrir HM í körfu- bolta árið 2023 sem fer fram í Indó- nesíu, Japan og á Filippseyjum. Landsliðsverkefnið hefst á mánu- daginn og fá leikmenn sem leika með erlendum liðum ekki að koma til móts við liðið fyrr en eftir helgi. Það var því tekin ákvörðun um að liðið kæmi saman í Kósóvó og allur undirbúningurinn færi fram þar í stað þess að leikmenn sem leiki erlendis komi til Íslands í stutt stopp. Það verður því engin æfing á Íslandi fyrir leikinn gegn Kósóvó. „Við tókum ákvörðun um að fara beint út og hittast þar í staðinn fyrir að koma hingað, okkur fannst það betri hugmynd. Minnka niður í einn ferðadag hjá leikmönnum sem eru að koma frá liðum erlendis,“ sagði Craig Pederson, þjálfari lands- liðsins, aðspurður hvernig hann myndi leysa þetta vandamál. „Það verða leikmenn í hópnum sem hafa ekki verið mikið með okkur undanfarin ár og það er okkar að koma þeim inn í hlutina og það með flýti. Þetta breytir aðeins undirbúningnum en við munum reyna að gera okkar besta til að vera tilbúnir,“ sagði Craig og hélt áfram: „Við höfum ekki mikinn tíma saman til undirbúnings og þurfum því að nýta hverja einustu mínútu vel. Við setjum upp ákveðna leik- áætlun en þeir þurfa að einhverju leyti að láta tilfinninguna ráða þegar komið er inn á völlinn.“ – kpt Engin draumastaða fyrir þjálfarateymið Viðureign Íslands og Kósóvó í Tristine næsta fimmtudag er fyrsta viður- eign liðanna á körfubolta- vellinum. Craig Pederson hefur stýrt landsliðinu í sex ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Haukur samdi við pólska stór- liðið Vive Kielce fyrir skemmstu og heldur á vit ævintýranna ásamt kærustu sinni eftir tímabilið. Kielce hefur orðið pólskur meistari síðustu átta ár og vann Meistaradeild Evr- ópu árið 2016. Í liðinu eru margir af betri handboltamönnum heims eins og Þjóðverjinn Andreas Wolff sem stendur í markinu, bræðurnir Daniel og Alex Dujshebaev sem eru einmitt synir þjálfarans Tal- ant Dujshebaev. Þá samdi annar íslenskur landsliðsmaður, Sigvaldi Björn Guðjónsson, við liðið og munu því tveir Íslendingar leika með þessu stórliði. Þegar rætt er um það við Hauk er ekki laust við að það sé kominn fiðringur í hann og kærustuna. „Hún er spennt eins og ég. Þetta er stórt stökk fyrir okkur, í fyrsta lagi að f lytja að heiman og einnig að fara í nýtt land og tala annað tungumál. Það verður margt nýtt fyrir okkur sem verður krefj- andi en á sama tíma erum við mjög spennt að takast á við það. Ég er ekki kominn með íbúð og hef svo sem litlar áhyggjur af því. Það er ekkert stress. Ég stefni á að klára tímabilið hér með stæl og læt Kielce ekkert trufla mig á meðan. Ég er allavega ekkert að spá í því.“ benediktboas@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.