Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 23
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Oscar de la Renta sýndi hausttísku sína á tískuviku í New York á mánudag. Það var eitt allsherjar partí því kjól- arnir voru glæsilegir, sannarlega glimmer og glys. Hönnuðir tísku- hússins, Laura Kim og Fernandi Garcia, lögðu metnað í fagurlega skreytta kjóla. Þau voru líka hönnuðir fyrir Scarlett Johans- son sem var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna. Kjóllinn hennar var einmitt skreyttur glitrandi, silfruðum böndum. Á sýningunni í New York sýndu Laura Kin og Fernando Garcia að glamúrinn mun halda velli. Að þessu sinni kom innblásturinn að sýningunni frá Suður-Ameríku eða öllu heldur heimaslóðum Oscars de la Renta í Dóminíska lýðveldinu. Þar fæddist sá virti hönnuður árið 1932 en hann lést í október 2014. Oscar var heims- þekktur um 1960 þegar hann byrjaði að hanna fyrir Jacqueline Kenn- edy. Hann var virtur í Hvíta húsinu og hannaði sömuleiðis fyrir Nancy Regan, Lauru Bush og Hilary Clinton. Tísku- hús hans eru staðsett um allan heim, meðal annars í Harrods í London og á Madison Avenue í New York. Oscar de la Renta flutti frá Karíba- hafinu til Spánar þar sem hann nam tískuhönnun en leiðin lá síðan til Parísar. Í upphafi starfaði hann fyrir þekkt tískuhús en stofnaði eigið fyrirtæki árið 1965. Stíll hans þótti hafa blöndu af spænskum og karabískum áhrifum. Núverandi hönnuðir tísku- merkisins, Kim og Garcia, hafa þótt horfa til hönnunar Oscars og virt það sem hann var að gera á sínum ferli. Tísku- sérfræðingar telja að Oscar de la Renta hefði verið ánægður með glæsi- kjólana sem sýndir voru á tískuvik- unni í New York. Hér á myndunum má sjá nokkra þeirra. Glit og glimmer í hausttískunni Þær voru glæsilegar leikkonurnar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Margar þeirra voru í kjólum sem skreyttir voru alls kyns glitskarti. Glit og glimmer er einmitt það sem koma skal haustið 2020. Blái liturinn virðist sterkur þegar líður á árið. Ekki sakar að í kjólnum sé svolítill glamúr. Stuttu kjólarnir voru einnig skreyttir. Það þarf enga skartgripi við svona kjól. Glæsi- leikinn er allsráðandi hjá Oscar de la Renta. Glit og glimmer alla leið. Glitrandi buxna- dragt. Þessi er vel partí- hæf. Elegant árshátíðar- dress frá Oscar de la Renta. Ísaumað glitrandi blóma- mynstur verður áberandi í hausttísku Oscar de la Renta. MYNDIR/GETTY Verðhrun á útsöluvörum Kr. 6.900.- Str. S-XXL Fleiri litir Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook MEÐ BETRI BUXUM Í BÆNUM 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.