Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 39
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING ÞETTA MUN ALLT SMELLA OG SVO VERÐUR MAÐUR AÐ TREYSTA MÓTLEIKARANUM EF MAÐUR VILLIST EITTHVAÐ. ÞAÐ MÁ LÍKA SEGJA STOPP. Þetta er hausverkur en ótrúlega gaman, segir Ebba Katrín Finnsdóttir sem fer með nokkur hlutverk í Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ebba Katrín Finnsdóttir er meðal leikara í Þitt eigið leikrit II – Tíma-ferðalag, sem frumsýnt verðu r f öst ud ag inn 14. febrúar í Kúlunni á Lindargötu. Sýningin kemur í kjöl- farið á sýningunni Þitt eigið leikrit I – Goðsaga. Líkt og í fyrri sýningunni kjósa áhorfendur nú um framvind- una, leikritið getur því farið í mjög margar áttir og engin sýning er eins. Þetta er vitaskuld mjög krefjandi fyrir leikara, sem vita ekki fyrirfram hvaða framvindu áhorfendur munu velja. Þitt eigið leikrit II – Tímaferða- lag er enn lengra og viðameira en Þitt eigið leikrit I – Goðsaga og búið er að þróa bæði tæknikerfi og kosn- ingakerfi frá fyrri sýningunni. Söguþráðurinn er á þá leið að Anna Hönnudóttir f lakkar um á ólíkum tímum, ýmist í fortíð eða framtíð, í þeirri von að geta bjargað mömmu sinni. Hún lendir í alls konar hættum á leiðinni. Þarf að bregðast hratt við „Ég leik Hönnu Önnudóttur sem er mamma Önnu Hönnudóttur, en einnig risarottu, frumkonu I, barþjón í villta vestrinu og hjúkr- unarfræðing. Það fer eftir því hvaða framvindu áhorfendur velja í hvaða hlutverk við dembum okkur,“ segir Ebba Katrín. Leikararnir þurfa að læra heil- mikinn texta sem nýtist ekki allur. „Þetta krefst þess að leikstjórinn sé skipulagður og við erum búin að vinna eins og hestar undir stjórn hins skipulagða Stefán Halls Stefánssonar. Þetta er engu líkt, við erum að æfa atriði sem verða kannski í sýningunni og kannski ekki. Leikari sem er utan sviðs fær 30 sekúndur til að fara í þann búning sem hentar atburðarásinni sem áhorfendur velja og leikari á sviðinu þarf að bregðast hratt við í hvert sinn sem áhorfendur velja nýja framvindu. Þetta er haus- verkur en ótrúlega gaman. Maður er svo sannarlega á tánum. Þetta mun allt smella og svo verður maður að treysta mótleikaranum ef maður villist eitthvað. Það má líka segja stopp. Það gerðist víst í fyrra að leik- arar vissu ekki í einu atriði hvaða framvindu áhorfendur hefðu valið en það leystist farsællega.“ Smá hræðilegt Ebba Katrín lék í barnasýning- unum Matthildi og Hamlet litla og er spurð hvort hún finni mun á því að leika fyrir börn og fullorðna. „Maður þarf stundum að berjast fyrir athyglinni þegar maður leikur fyrir börn. Samt er þetta svipað. Við vanmetum stundum krakkana, þau eru svo klár og eiga skilið drama og grín og spennu alveg eins og full- orðið fólk.“ Undir lok æfinga voru krakkar í salnum. „Þá var mikill spenningur og stemning í salnum. Leikritið er fyrir áhorfendur á öllum aldri, það er spennandi og skemmtilegt en smá hræðilegt á köflum og þess vegna getur verið betra fyrir unga áhorfendur að koma í fylgd með fullorðnum,“ segir Ebba Katrín. Þetta er engu líkt Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson verður frumsýnt á föstudag. Áhorfendur velja framvind- una. Spennandi og skemmtilegt, segir Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Sigurbjörn Bernharðsson, pró-fessor í fiðluleik við Oberlin Conservatory í Bandaríkjun- um, hefur tekið við stöðu listræns stjórnanda Alþjóðlegu tónlistar- akademíunnar í Hörpu (HIMA). „Ég hef kennt á námskeiðum HIMA síðan 2016 og það er mér mikill heiður að taka við stjórnar- taumunum á þessari frábæru tón- listarhátíð. Ég hef kennt og spilað á námskeiðum úti um allan heim í 20 ár og hlakka til að miðla af reynslu minni og kynna eigin hugmyndir. Markmið mitt er að styrkja stoðir hins öfluga tónlistarlífs og efla þá þjálfun sem ungir hljóðfæraleik- arar fá nú þegar á Íslandi,“ segir Sigurbjörn. Á ellefu dögum verða haldin tvö námskeið fyrir nemendur á fiðlu, víólu og selló: yngri deild fyrir nem- endur á aldrinum 7 til 12 ára og eldri deild fyrir nema á aldrinum 13 ára og eldri. Blásturshljóðfæraleikurum býðst einnig að taka þátt í kammer- tónlist eldri deildar. Í báðum deild- um munu nemendur fá einkatíma daglega, kammerþjálfun daglega, masterklassa, meðleikstíma, spila á einleiks- og kammertónleikum, og fyrirlestra í markmiðasetningu og æfingatækni. Einnig verður boðið upp á námskeið fyrir píanónem- endur. HIMA, í samstarfi við Sinfóníu- hljómsveit Íslands, ætlar að bjóða einum nemanda í eldri deild að leika einleik á Tónsprotatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í sept- ember. Þetta er nýjung í starfsemi HIMA og verður prufuspil haldið 9. júní. Fráfarandi listrænn stjórnandi Hinnar alþjóðlegu tónlistaraka- demíu, Lin Wei, verður áfram for- maður stjórnar og gegnir ráðgjafa- hlutverki. Alþjóðlega tónlistarakademían verður haldin í sumar, dagana 9. til 20. júní, 2020. Umsóknarfrestur er til 1. mars. – kb Sigurbjörn listrænn stjórnandi HIMA Sigurbjörn Bernharðsson, prófessor í fiðluleik. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Búningar www.hókuspókus.is Verslun og vefverslun Laugavegi 69 S. 551-7955

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.