Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 4
Þau sögðu að peningarnir væru ekki falsaðir en báru því við að ég væri ekki viðskipta- vinur. Wei Li Í yfirlýsingu til fjölmiðla lýsir Björn vonbrigðum með niðurstöðuna. JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 3.0L V6 DÍSEL • 250 HÖ / 570 NM TOG • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN • LÆSING Í AFTURDRIFI jeep.is AFMÆLISTILBOÐ VERÐ FRÁ: 10.390.000 KR. AFMÆLISTILBOÐ UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LISTAVERÐ VERÐ FRÁ: 10.990.000 KR. HAFNARFJÖRÐUR Kostnaður vegna óveðurstjóns í Straumsvíkurhöfn hleypur á tugum milljóna króna. Kemur þetta fram í skýrslu sem verkfræðistofan Strendingur gerði fyrir Hafnarfjarðarhöfn og byggir á skoðun kafara frá Köfunarþjón- ustunni. Mikið óveður gekk yfir landið 9. og 10. desember síðastliðinn og var öldugangur mikill. Í desember var greint frá því að 7,5 milljóna króna tjón hefði orðið á suður- enda bryggjunnar þar sem stór hola hafði myndast á varnargarði. Hafði aldan grafið sig 15 metra inn í vörnina og skolað út fyllingu. Þær skemmdir sem nú er um að ræða eru á hinum bakka hafnar- innar og leggjast ofan á kostnaðinn sem þegar hefur verið reiknaður. „Þetta eru fyrstu kannanir og við höfum ekki unnið neitt verðmat enn þá,“ segir Lúðvík Geirsson hafnarstjóri. Stórt gat er á milli kerja á fimm metra dýpi. Samkvæmt upplýsing- um frá köfurum hefur gatið byrjað að myndast fyrir þó nokkru síðan en óveðrið hafi verulega stækkað það. Efni hafi skolast út og „hellir“ myndast fyrir innan. Til viðgerðar þurfi að brjóta upp steypta þekju og fylla í gatið auk þess sem kafari hreinsi sárið. Lúðvík segir nauðsynlegt að laga gatið, helst sem fyrst til að ekki fari meira efni út í sjó, en það skapi þó ekki hættu á svæðinu. Gatið sé aft- arlega á bakkanum þar sem ekki sé þung umferð. „Veðrið í vetur hefur verið hreint ótrúlegt. Í þessu óveðri stóð beint upp á af norðvestan, um 30 metrar á sekúndu, nánast sam- fleytt í tíu klukkutíma,“ segir hann. Lúðvík segir þessar skemmdir ekki hafa nein áhrif á f lutninga til og frá álverinu í Straumsvík. En framtíð þess hefur verið í nokkurri óvissu þar sem Rio Tinto mun meta rekstrarhæfið og skoðar möguleik- ann á að hætta starfseminni. Kostnaðurinn vegna viðgerð- anna mun ekki falla á Hafnar- fjarðarhöfn nema að hluta því að skylt er að tryggja allar hafnir ríkis og sveitarfélaga hjá Náttúruham- faratryggingu Íslands. Eigin áhætta mannvirkja er tvö prósent en að lágmarki ein milljón króna. „Næstu skref eru þau að tækni- menn hjá okkur og tryggingunum eru að fara yfir málin og taka ákvörðun um hvernig staðið verður að endurbótum,“ segir Lúðvík. kristinnhaukur@frettabladid.is Tugmilljóna tjón á höfninni Skemmdir á Straumsvíkurhöfn vegna óveðursins sem gekk yfir 9. og 10. desember síðastliðinn eru mun meiri en áður var talið. Tjónið hleypur á tugum milljóna króna samkvæmt skýrslu frá verkfræðistofu. Skemmdir á höfninni hlaupa á tugum milljóna. Kostnaður mun að hluta falla á Hafnarfjarðarhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í þessu óveðri stóð beint upp á af norðvestan, um 30 metrar á sekúndu, nánast samfleytt í 10 klukkutíma. Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri VIÐSKIPTI Arion banki neitaði í gær að taka við íslenskri mynt kínverska ferðamannsins Wei Li. Hafði Li beðið í tvo daga eftir ákvörðun bankans en áður hafði hann sett um 360 þúsund krónur í mynttalningarvél. „Okkur er ekki skylt að taka við peningum frá aðilum sem eru ekki í viðskiptum við bankann. Þá þurfum við alltaf að fara eftir reglum um peningaþvætti og afla upplýsinga um uppruna fjár sem auðvitað verða að vera trúverðugar,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. Að sögn Haraldar stæði ekki á bankanum að endurgreiða Wei Li krónurnar sínar, bókstaflega. Li kom til landsins á dögunum með um 170 kíló af íslenskum 100 krónum. Peningarnir voru í mis- jöfnu ástandi og kveðst Li ekki þekkja uppruna þeirra nema að hluti komi úr samanpressuðum íslensk- um bílum. Hann hafði þó komið tvisvar áður í sömu erindum og haft rúmlega fjórar milljónir upp úr því. Í þessari heimsókn var hluti myntarinnar í nokkuð góðu lagi. Þá peninga fór Li með í myntvél Arion banka á Smáratorgi. Hafði Li verið stöðvaður í nokkrum útibúum en á Smáratorgi náði hann að setja um 360 þúsund krónur í vélina. Þegar hann freistaði þess að innleysa inn- eignarnóturnar var honum tjáð að bankinn ætlaði að gefa sér tvo daga til að meta myntina. Li mætti síðan í útibúið í gær og fékk þau skilaboð að bankinn ætlaði ekki að taka við pen- ingunum. „Þau sögðu að peningarnir væru ekki falsaðir en báru því við að ég væri ekki viðskiptavinur,“ segir Li. Í kjölfarið haf i starfsmenn bankans reynt að afhenda honum mynt til baka og báðu hann um að afhenda inneignarkvittanirnar. „Ég neitaði því alfarið og spurði hvernig ég gæti verið viss um að þetta væru mínir peningar sem fóru í vélina.“ Hann segist svo hafa yfir- gefið útibúið á hlaupum eftir að starfsmenn uppgötvuðu að hann var að taka upp samskiptin og hótuðu í kjölfarið að hringja á lögregluna. Li segist ætla að skoða hvort íslenskur lögfræðingur geti aðstoðað sig. „Ég er með kvittanir upp á inneign í Arion banka. Afganginn ætlaði ég að gefa listamanni eða góðgerðarfélagi en ég hef ekki komist í samband við neina slíka,“ segir Li. Örþrifaráð væri að feta í fót- spor Egils Skallagrímssonar. „Ég fer af landi brott eftir nokkra daga. Kannski dreifi ég bara krónunum niðri í miðbæ Reykjavíkur. Heldur þú að það sé löglegt?“ spyr Li. – bþ Arion banki neitaði að taka við íslenskri mynt Kínverjans Wei Li STJÓRNSÝSLA Stjórn Sorpu ákvað á fundi sínum í gær að segja Birni H. Halldórssyni, framkvæmda- stjóra félagsins, upp störfum. Í til- kynningu frá stjórninni segir að ákvörðunin eigi sér meðal annars stoð í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Þar hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við störf og upp- lýsingagjöf framkvæmdastjórans í tengslum við áætlanagerð vegna gas- og jarðgerðarstöðvar. Á stjórnarfundi í síðustu viku var Birni veitt formleg áminning og fékk hann í kjölfarið fjögurra daga frest til að bregðast við. Að viðbrögðunum fengnum hafi svo verið tekin ákvörðun um uppsögn. Í yfirlýsingu sem Björn sendi fjöl- miðlum í gær lýsir hann miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu. Hann segist telja að með uppsögn sinni sé stjórnin að varpa athyglinni frá eigin ábyrgð í málinu. Björn segir að ákvörðun um bygg- ingu gas- og jarðgerðarstöðvar hafi verið tekin af stjórn félagsins á grundvelli kostnaðaráætlunar sem stjórn og eigendur hafi útbúið. Póli- tísku „handafli“ hafi verið beitt til að framkvæmdir gætu hafist sem fyrst. Þá segir Björn að stjórnin hafi haft allar upplýsingar um kostnað við verkefnið og fjarstæðu að hann haf i leynt upplýsingum. Innri endurskoðandi sé þar að auki van- hæfur vegna fjölskyldutengsla við stjórnarmann Íslenska gámafélags- ins, eins helsta keppinautar Sorpu. – sar Birni sagt upp hjá Sorpu 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.